Síða 1 af 1

Tölvan slekkur bara á sér

Sent: Mið 04. Feb 2009 17:28
af lulli24
Ég er með tölvu og ég kveiki á henni hún startar sér upp þangað til windows er að startast, að þá bara slekkur hún á sér og svo er bara ekkert hægt að kveikja á henni aftur sama hvað...

Er þetta ekki bara aflgjafinn farinn ?

Re: Tölvan slekkur bara á sér

Sent: Mið 04. Feb 2009 17:32
af Hyper_Pinjata
hvernig tölva er þetta?

hefurðu prufað að kíkja í biosinn og tékkað á hitanum á örgjörvanum?

Re: Tölvan slekkur bara á sér

Sent: Mið 04. Feb 2009 17:35
af lukkuláki
Kemur bláskjár ?
F8 í startinu og veldu disable automatic restart
tékkaðu svo á hvort það kemur bláskjár og hvað stendur þar
Getur líka prófað F8 í startinu og valið SAFE MODE (restartar hún sér líka þá?)
Er XP eða VISTA á þessari vél ?

Re: Tölvan slekkur bara á sér

Sent: Mið 04. Feb 2009 18:21
af lulli24
Nei slökknar bara á henni, það er xp á vélinni oooog það er svoldið erfitt að athuga þetta þegar hún kveikir bara á sér á 2 tíma fresti eða álíka..

Re: Tölvan slekkur bara á sér

Sent: Mið 04. Feb 2009 18:23
af zulupark
hljómar eins og mikil ofhitnun. Ef þú opnar kassann, er viftan ennþá á örgjörvanum?

Re: Tölvan slekkur bara á sér

Sent: Mið 04. Feb 2009 18:33
af lulli24
jájá

Re: Tölvan slekkur bara á sér

Sent: Mið 04. Feb 2009 19:22
af lukkuláki
lulli24 skrifaði:Nei slökknar bara á henni, það er xp á vélinni oooog það er svoldið erfitt að athuga þetta þegar hún kveikir bara á sér á 2 tíma fresti eða álíka..


Já ef þetta er þannig þá er þetta nokkuð örugglega vélbúnaðarbilun
td. er spennugjafinn líklegur úr því að hún kveikir bara stundum á sér eða þá móðurborðið.