Síða 1 af 1

Val á heyrnatólum

Sent: Mið 28. Jan 2009 01:55
af Manager1
Sælir.

Mig vantar ný heyrnatól þar sem gömlu eru einfaldlega ónýt af notkun.

Mig langar í Sennheiser, hvort sem það er best eða ekki. Hinsvegar veit ég ekki alveg hvar ég er að fá mest fyrir peninginn.

Skoðaði smá og er helst að pæla í þessum:

HD-465 - http://tolvutaekni.is/product_info.php? ... ts_id=1235
HD-212 PRO - http://pfaff.is/hljomtaeki/heyrnartol/l ... _p_id=8833
HD-215 - http://www.att.is/product_info.php?cPat ... ts_id=1530
HD-515 - http://www.computer.is/vorur/4916

Allt á svipuðu verði en ég veit því miður ekkert hvað er best. Einnig væri frábært ef einhver gæti útskýrt fyrir mér muninn á opnum og lokuðum heyratólum.

Re: Val á heyrnatólum

Sent: Mið 28. Jan 2009 09:05
af FummiGucker
af ég veit hver munurinn er er það þá ekki þá heyrir þú minna í kringum þig eða þá lokuð eru þá meira lokuð t.d seinasti linkurinn
mjög góð headphone og þar sem eyrun eru er mjög stór hringur ekki lítill og nettur í kringum :D

vonandi er eitthvað vit í þessu :D og vonandi er eg ekki að segja eitthverja vitleysu

Re: Val á heyrnatólum

Sent: Mið 28. Jan 2009 09:15
af MuGGz
Það er mun erfiðara að fá góðan hljóm útur lokuðum headphones enn opnum, þannig oftast þarftu að eyða mikið hærri upphæð í lokuð headphone til að fá svipaðan hljóm.

Sjálfur er ég með HD595 sem eru opin og hljómurinn er geðveikur, þannig ég myndi persónulega taka HD515 af þessum lista

Re: Val á heyrnatólum

Sent: Mið 28. Jan 2009 09:19
af Matti21
HD-515 eru reyndar opin heyrnatól. HD-212 eru hinsvegar lokuð.
Munurinn á opnum og lokuðum heyrnatólum er að lokuð einangra þig frá hljóðum í kringum þig og eru ætluð fyrir hávaðasöm umhverfi td. þegar verið er að hljóðblanda á tónleikum eða eitthvað svoleiðis. Gallinn við lokuð heyrnatól er að það er mjög erfitt að gera lokuð heyrnatól með góðum bassa því bassatíðnirnar þurfa alltaf smá svigrúm til þess að "anda". Opin heyrnatól hennta betur ef þú ert að leita að mjög hreynum hljóm en þá verðuru samt að athuga að fólk í kringum þig heyrir nákvæmlega hvað þú ert að hlusta á vegna þess að heyrnatólin eru einmitt opin.
Af þessum heyrnatólum tæki ég án efa HD-515 en ég mundi ekki gjörsamlega festa mig við Sennheiser bara af því að það er eitthvað merki. Sennheiser er jú frábær framleiðandi og ég á sjálfur Sennheiser HD-25 sem ég gjörsamlega elska, en mundi alveg skoða önnur heyrnatól og aldrei kaupa heyrnatól án þess að fá að prófa þau. Getur fengið að prófa öll sennheiser heyrnatól hjá PFAFF. Einnig mundi ég skoða þessi http://ef.is/?sida=vara&m=37&pid=1342
Þau eru búinn að vera að fá topp dóma út um allan heim. Á enþá eftir að fá að prófa þau sjálfur en miðað við það sem ég hef lesið eiga þau að vera nokkuð flott.

Re: Val á heyrnatólum

Sent: Mið 28. Jan 2009 15:27
af Manager1
Takk kærlega fyrir þetta, hjálpaði mér mikið :)

Skrepp á eftir og kíki í Pfaff og EF&C, líst vel á þessi Goldring heyrnatól.