Síða 1 af 1

Vandamál með minni

Sent: Þri 20. Jan 2009 16:31
af Sæþór
Sælir,

Er með nForce 680i móðurborð frá eVGA, Minnin eru af gerðinni Corsair XMS2 2x2gb 1066mhz DDR2.
Vandamálið er það að þegar ég er að keyra minnin í dual, þ.e í rauf 1 og rauf 3, þá kemur alltaf "blue screen".
Þegar ég er að keyri minnin bara eitt og eitt sér virkar það alveg. Einnig prófaði ég að setja þau í rauf 1 og rauf 2, og það virkar vel.
Veit einhver hvað gæti verið að, með að þau vilji ekki keyra í Dual ?

Sæþór

Re: Vandamál með minni

Sent: Þri 20. Jan 2009 16:35
af lukkuláki
Getur verið bilað minni eða móðurborð en það er best að líkja í manualinn til að tékka á þessu
þeas. hvort þetta á að ganga á þessu borði yfirhöfuð.

Re: Vandamál með minni

Sent: Þri 20. Jan 2009 16:40
af Sæþór
-
Bæði minnin virka alveg, þ.e get alveg keyrt þau bæði, í sitthvoru lagi, og haft þau í rauf 1 og rauf 2.
Móðurborðið á jú alveg að passa með Corsair minnum.

Re: Vandamál með minni

Sent: Þri 20. Jan 2009 16:41
af Gúrú
Maximum of 8GB of DDR2 533/667/800/1200MHz SLI-Ready memory

Google segir mér að þetta móðurborð styðji ekki 1066?

Re: Vandamál með minni

Sent: Þri 20. Jan 2009 16:47
af Sæþór
Já, en fyrst það styður 1200mhz, ætti það nú ekki að styðja 1066mhz? :o
Ég er að keyra þau núna saman, í rauf 1 og rauf2, og það virkar vel.
Í bios sýnir að minnin eru 1066mhz þar.

Re: Vandamál með minni

Sent: Þri 20. Jan 2009 17:11
af Manager1
Ég er með svipað dót og þú... sama móðurborð en er með 4x 1gb Corsair XMS 800mhz minni og það virkar fínt.

Var lengi bara með 2x1gb í raufum 1 og 3 og það var aldrei neitt vandamál með það.

http://techreport.com/articles.x/11212 - hérna er líka ágætis listi yfir hvað borðið styður og hvað ekki, kemur m.a. fram að það styður 1066mhz minni en ekki 1200mhz.

Re: Vandamál með minni

Sent: Þri 20. Jan 2009 17:59
af DoofuZ
Ég mæli með því að þú athugir með BIOS uppfærslur. Lenti einmitt í svipuðu veseni þegar ég keypti og setti saman tölvuna mína fyrir um fjórum árum síðan eða svo. Minnið sem ég keypti var einmitt svona dual og þegar ég fór í það að keyra upp uppsetninguna á Windows þá fékk ég bara bláskjá og vesen, keyrði svo memtest á minninu sem sagði það vera gallað þannig að ég fór með það aftur í Task. Þar sögðu einhverjir bjánar mér að minnið væri í lagi og að það væri bara ekki að virka með móðurborðinu :roll: Fékk því aðra tegund af minni sem var aðeins dýrairi svo ég þurfti að borga uppí :? En þegar ég prófaði það í vélinni var það sama í gangi :shock: Prófaði þá að athuga með BIOS uppfærslur og viti menn, tvær uppfærslur voru þá komnar frá upprunalegu og í þeirri nýjustu var betri stuðningur við nýjar tegundir af minniskubbum :) Eftir þá uppfærslu virkaði allt eins og í sögu :8)

Re: Vandamál með minni

Sent: Þri 20. Jan 2009 18:21
af Sæþór
Endaði með að ég fékk lánuð öðruvísi minni, og voila, gat keyrt þau í dual.
Samt svo skrýtið að það er hægt að keyra þessi Corsair minni í single channel, og hafa þau stök, en ekki dual.
Held að maður skili bara þessum og finni einhver önnur minni.

Þakka fyrir svörin...

Sæþór

Re: Vandamál með minni

Sent: Þri 20. Jan 2009 20:01
af Sæþór
Nei andskotinn,

Það kom Blue screen aftur, þ.e með önnur minni.
Ég er búinn að uppfæra í nýjasta biosinn...

Einhver sem gæti vitað hvað það er sem er að valda þessu ?

Re: Vandamál með minni

Sent: Þri 20. Jan 2009 20:10
af vesley
bilaðar minnisraufar?

Re: Vandamál með minni

Sent: Þri 20. Jan 2009 20:44
af Cikster
Mín reynsla af performance minnum á 680i kubbasetti var ekki góð. En 2x og jafnvel 4x 800 mhz minni virðast virka vel í þeim.

Re: Vandamál með minni

Sent: Þri 20. Jan 2009 20:46
af Sæþór
Allar minnisraufarnar virka...