Síða 1 af 1

Vantar turn fyrir c.a 50-70 þús! Hvað ætti ég að velja?

Sent: Mán 19. Jan 2009 22:54
af hagur
Kvöldið!

Set þetta hérna í uppfærslur þó svo að ég sé ekki að uppfæra, mig vantar einfaldlega turn til að taka við af lappanum mínum sem hefur verið mín aðal tölva hingað til.

Mig vantar:
- Turnkassa
- Móðurborð
- Minni
- Örgjörva
- Harðan disk
- DVD skrifara
- (skjákort)

Vantar EKKI:
- Skjá
- Lyklaborð
- Mús

Kröfur:
- A.m.k 2gb minni
- Intel Core 2 Duo

Annað skiptir ekki máli. Skjákortið má vera hvað sem er, þessvegna bara á móðurborðinu. Ég spila ekki leiki, en er mikið í þungri vinnslu, t.d video editing, forritun í Visual Studio, database vinnslu (MS SQL Server 2005), Photoshop ofl. þessháttar.

Budgettið er 50-70þús kall .... einhverjar uppástungur að samsetningu?

Re: Vantar turn fyrir c.a 50-70 þús! Hvað ætti ég að velja?

Sent: Þri 20. Jan 2009 09:12
af Hyper_Pinjata
Færð ekki kraftmikla tölvu með intel örgjörva fyrir þetta budget,intel örgjörvarnir eru svo "Fökken" Dýrir...hérna er hinsvegar eitthvað smá sem ég raðaði saman...

TölvuUppfærsla

Turnkassi:
Ace Gears 4
flottur kassi með 480W aflgjafa 10.950.-
-----------------------------------------
Móðurborð:
Asus M2N-VM DVI
nForce 630a fyrir AM2+Phenom, 4xSATA2 Raid, Gb Lan, 4xDDRII 1066, PCI-E 16X, 7.1 hljóð, GeForce7050 innbyggt skjákort 13.950.-
-----------------------------------------
Minni:
Corsair XMS2 pöruð 2 stk. 2GB (=4GB) DDR2, 1066MHz
240pin PC2-8500 CL7, minni með kæliplötu og lífstíðarábyrgð 11.450.-
-----------------------------------------
Örgjörvi:
AMD Athlon 64 X2 Dual Core 6000+ HT, 3,0GHz
Socket AM2, 90nm, 2x1MB cache, OEM 14.450.-
-----------------------------------------
Kælivifta fyrir Örgjörva:
Coolermaster CK8-9JD2B-0C-GP
fyrir Socket 754 / 939 / AM2, 95mm vifta, 700-3600 RPM, 16-46 dBA 1.950.-
-----------------------------------------
Harður Diskur:
640GB Western Digital Blue
WD640AAKS, 300MB/s, með 16MB buffer, 7.200rpm 12.250.-
-----------------------------------------
DVD Skrifari:
Samsung S223F SATA svartur
22X/8X/16X DVD+R, 22X/6X/16X DVD-R, 16X DVD+R DL, 12X DVD-R DL, 12X DVD-RAM, 48X/32X/48X CD-RW 4.950.-
-----------------------------------------
Samtals: 69.950kr.- Allt hjá @tt.is
-----------------------------------------

Re: Vantar turn fyrir c.a 50-70 þús! Hvað ætti ég að velja?

Sent: Þri 20. Jan 2009 10:46
af TechHead

Re: Vantar turn fyrir c.a 50-70 þús! Hvað ætti ég að velja?

Sent: Þri 20. Jan 2009 11:14
af Klemmi
TechHead skrifaði:Þessi sleppur líka með Intel C2D 5200...


Þrátt fyrir að E5200 sé fínasti örgjörvi, þá fellur hann ekki undir C2D :/

Ekki að það breyti öllu :)

Re: Vantar turn fyrir c.a 50-70 þús! Hvað ætti ég að velja?

Sent: Þri 20. Jan 2009 11:15
af Hyper_Pinjata
kraftmeira minni í hinni vélinni....og stærri aflgjafi sem gæti verið meira en lítið useful í framtíðinni...auk þess að harði diskurinn er líka betri....ég hef ekki nægilega góða reynslu af seagate (þeir endast ekki jafn vel og western digital diskar)

Re: Vantar turn fyrir c.a 50-70 þús! Hvað ætti ég að velja?

Sent: Þri 20. Jan 2009 11:35
af lukkuláki
Hyper_Pinjata skrifaði:kraftmeira minni í hinni vélinni....og stærri aflgjafi sem gæti verið meira en lítið useful í framtíðinni...auk þess að harði diskurinn er líka betri....ég hef ekki nægilega góða reynslu af seagate (þeir endast ekki jafn vel og western digital diskar)


Mín reynsla af hörðum diskum er akkúrat öfug við þina mr. Hyper_Pinjata :)
Ég kaupi bara SEAGATE diska af fenginni reynslu og myndi hugsa mig amk. þrisvar um áður en ég kaupi WD og það kæmi alls ekki til greina að kaupa samsung.

Re: Vantar turn fyrir c.a 50-70 þús! Hvað ætti ég að velja?

Sent: Þri 20. Jan 2009 11:52
af Klemmi
lukkuláki skrifaði:
Hyper_Pinjata skrifaði:kraftmeira minni í hinni vélinni....og stærri aflgjafi sem gæti verið meira en lítið useful í framtíðinni...auk þess að harði diskurinn er líka betri....ég hef ekki nægilega góða reynslu af seagate (þeir endast ekki jafn vel og western digital diskar)


Mín reynsla af hörðum diskum er akkúrat öfug við þina mr. Hyper_Pinjata :)
Ég kaupi bara SEAGATE diska af fenginni reynslu og myndi hugsa mig amk. þrisvar um áður en ég kaupi WD og það kæmi alls ekki til greina að kaupa samsung.


Já skoðanir fólks eru mismunandi :) Myndi aldrei kaupa Western Digital disk bæði af persónulegri reynslu og miðað við tölurnar af verkstæðinu hjá okkur. Seagate og Samsung kemur bæði til greina en ef ég ætti að velja á milli væri það alltaf Samsung, hljóðlátari og af fyrrnefndri reynslu, minnsta bilanatíðnin.

En eins og ég segi aðrir hafa örugglega aðra reynslu hvort heldur sem er af verkstæði eða persónulegri reynslu :wink:

Re: Vantar turn fyrir c.a 50-70 þús! Hvað ætti ég að velja?

Sent: Þri 20. Jan 2009 12:04
af Hyper_Pinjata
er enhver hérna sem er búinn að vera það lengi í eða með tölvu að hafa verið með einn eða tvo harða diska í notkun á hverjum degi á langan tíma?

ég er með tvo gamla western digital diska hérna (IDE diskar) 120 & 160gb...og þeir hafa báðir verið með mér síðan 2004....aldrei klikkað....svo keypti ég mér sata disk í janúar 2008 (seagate)...og hann er að "performa" eða lýta verr út en hinir diskarnir hjá mér....

Re: Vantar turn fyrir c.a 50-70 þús! Hvað ætti ég að velja?

Sent: Þri 20. Jan 2009 12:31
af hagur
Takk fyrir tillögurnar strákar =D>

Klemmi skrifaði:
TechHead skrifaði:Þessi sleppur líka með Intel C2D 5200...


Þrátt fyrir að E5200 sé fínasti örgjörvi, þá fellur hann ekki undir C2D :/

Ekki að það breyti öllu :)


Klemmi, hvað er öðruvísi við E5200 örgjörvann, þ.e hvað veldur því að hann er ekki talinn til C2D familíunnar? Spyr sá sem ekki veit :oops:

Re: Vantar turn fyrir c.a 50-70 þús! Hvað ætti ég að velja?

Sent: Þri 20. Jan 2009 12:58
af depill
hagur skrifaði:Klemmi, hvað er öðruvísi við E5200 örgjörvann, þ.e hvað veldur því að hann er ekki talinn til C2D familíunnar? Spyr sá sem ekki veit :oops:


Vegna þess að það er einhver að ljúga hjá tölvuvirkni E5200 er Pentium Dual-Core ekki C2D eins og sést svo skemmtilega hér

Re: Vantar turn fyrir c.a 50-70 þús! Hvað ætti ég að velja?

Sent: Þri 20. Jan 2009 13:09
af Gúrú

Re: Vantar turn fyrir c.a 50-70 þús! Hvað ætti ég að velja?

Sent: Þri 20. Jan 2009 13:39
af depill


Heildsalinn er að ljúga ? Ég allavega ætla að treysta Intel betur en þeim þrem :=)

Re: Vantar turn fyrir c.a 50-70 þús! Hvað ætti ég að velja?

Sent: Þri 20. Jan 2009 16:59
af TechHead
well :oops:

Þar sem maður var búinn að lesa fjöldann allann af greinum á virtum vélbúnaðarumfjöllunarsíðum um að E5200 væri bargain bin örri með lækkuðu fsb og cache byggður á Core 2 Duo arkitektúrnum þá fór það nú bara "sjálfkrafa" svona inná síðuna :)
Ekki það að búðirnar séu að reyna að plata kaupendur heldur frekar erfiðara fyrir starfsmenn að fylgjast með síbreytilegum "nafna-skemum" hjá framleiðendum ;)

But anywho it has been fixed :popNOTeyed

Re: Vantar turn fyrir c.a 50-70 þús! Hvað ætti ég að velja?

Sent: Mið 21. Jan 2009 22:30
af hagur
Jæja, smá update.

Ég fór í dag og keypti vél.

Það sem ég keypti:

- Kassi: http://www.computer.is/vorur/7085
- Móðurborð: http://www.computer.is/vorur/6961
- Minni: http://www.computer.is/vorur/6707
- Örgjörvi: http://www.computer.is/vorur/6437
- Harður diskur: http://www.computer.is/vorur/5867
- DVD R/W drif: http://www.computer.is/vorur/1125

Samtals fyrir 77þús kall, þannig að ég fór 7þús yfir upphaflegt budget, en tel mig hafa fengið ágætis vél fyrir peninginn, með 4gb minni, Quad-core örgjörva og 500gb diski.