Síða 1 af 1

Vandamál með uppsetningu

Sent: Þri 13. Jan 2009 23:44
af jens11
Málið er það að ég er með eina gamla vél hérna hjá mér og ætlaði að setja upp xp pro inn á hana og nota hana svona sem drasl vél.
Allt virkar fínt og ég set xp diskinn í og restarta vélini og allt er í góðu þangað til að það kemur "setup is inspecting your computer's hardware" í hvitum texta á svörtum bakgrunn (flestir þekkja þetta kannski), það er á í nokkrar sek. og svo hverfur það og allt verður svart og ekkert gerist meira. Það er enþá kveikt a tölvuni og allt svoleiðis þegar þetta gerist, ég er búinn að prófa 2 geisladrif og 2 xp diska svo þetta er ekki það.

Ég var að spá í hvort þið vissuð eitthvað hvað gæti stafað af þessu, Móðurborðið, Harður diskur eða hvað?
Ég hef ekki grun um hvað gæti valdið þessu.

Fyrirfram þakkir

Re: Vandamál með uppsetningu

Sent: Mið 14. Jan 2009 01:10
af coldcut
- downloadar Gparted LiveCD
- brennir .iso fileinn á disk
- ferð í BIOS og stillir boot á CD drifið
- bootar upp á Gparted og formattar drifið sem NTFS
- restartar
- setur xp-diskinn í
- restartar
- setur upp windows

ætti að virka
good luck :)

Re: Vandamál með uppsetningu

Sent: Mið 14. Jan 2009 08:14
af jens11
coldcut skrifaði:- downloadar Gparted LiveCD
- brennir .iso fileinn á disk
- ferð í BIOS og stillir boot á CD drifið
- bootar upp á Gparted og formattar drifið sem NTFS
- restartar
- setur xp-diskinn í
- restartar
- setur upp windows

ætti að virka
good luck :)


Þakka þér æðislega ætla að prófa þetta sem fyrst

Re: Vandamál með uppsetningu

Sent: Mið 14. Jan 2009 09:45
af lukkuláki
Ég myndi giska á harða diskinn ég lenti í sviðupu um daginn og það reyndist vera harði diskurinn.

Re: Vandamál með uppsetningu

Sent: Mið 14. Jan 2009 10:31
af coldcut
jahh...þetta hefur að gera með XP installerinn. Lenti nefnilega í þessu um daginn þegar ég ætlaði að setja upp XP í dualboot eftir að Ubuntu var þegar uppsett.
sbr. viewtopic.php?f=17&t=20428

Re: Vandamál með uppsetningu

Sent: Mið 14. Jan 2009 12:52
af lukkuláki
coldcut skrifaði:jahh...þetta hefur að gera með XP installerinn. Lenti nefnilega í þessu um daginn þegar ég ætlaði að setja upp XP í dualboot eftir að Ubuntu var þegar uppsett.
sbr. viewtopic.php?f=17&t=20428


Ekki hægt að fullyrða neitt um það, controllerinn á harða diskinum getur verið bilaður þó svo að diskurinn virðist virka og virkar jafnvel fínt sem aukadiskur. Um að gera að keyra test á diskinn.

Re: Vandamál með uppsetningu

Sent: Mið 14. Jan 2009 14:21
af jens11
Þakka ykkur æðislega fyrir hjálpina ætla að demba mér í þetta þegar eg hef tíma.
Læt ykkur svo vita hvernig þetta fer allt saman

Re: Vandamál með uppsetningu

Sent: Mið 14. Jan 2009 14:26
af coldcut
good luck ;)