Síða 1 af 1

Móðurborð í lamasessi?

Sent: Þri 13. Jan 2009 00:31
af Raudbjorn
Sæl veriði,

í sumar keypti ég mér algjöra mulningsvél sem gekk frábærlega þangað til núna rétt fyrir áramót.

Bilunin lýsir sér þannig að turninn virkar í allt frá nokkrum mínútum frá því að bootast uppi í heilu og hálfu dagana án þess að nokkuð gerist (þannig hefur ekki tekist að framkalla vandann á verkstæði, sem hún hefur farið á þrisvar).
Síðan þá annað hvort fæ ég blue-screen eða hún einfaldlega frýs, virðist vera slétt sama hvað hún er í þungri vinnslu, og þegar það kviknar á henni aftur fæ ég enga skjámynd og hún pípar bara, á sama tíma virðist hún vera föst í einhverskonar loop, þ.e. rebootar sér sífellt á meðan á pípinu stendur.

Eftir að ég endurræsi hana nokkrum mínútum síðar fæ ég upp upphafsskjáinn(memory check o.s.frv.), en frýs þar, stundum með svaka ljósashowi. Sjá myndir:

http://i40.photobucket.com/albums/e223/Raudbjorn/P1100419.jpg
http://i40.photobucket.com/albums/e223/Raudbjorn/P1100424.jpg

Ég hef oft reynt að skima aðeins í gegnum biosinn eftir svona svakalegt kast, jafnvel reynt "Load Default", með engum árangri. Þvert á móti, stundum frýs meira að segja biosinn minn. Mynd:

http://i40.photobucket.com/albums/e223/Raudbjorn/P1100422.jpg

Seinna gefur hún meldinguna "System is in safe mode" og bíður mér að fara og breyta CPU stillingum eða ýta á F1 til að halda áfram.

Ef ég kemst á annað borð eithvað lengra en það segir hún mér að hún geti ekki bootað windows því einhver tilteknir filear séu "missing" eða "corrupted".


Hvað getur verið að?
Þetta er tæplega ofhitnun, þar sem þetta gerist algjörlega óháð hve heit vélin er.
Þetta er heldur ekki stýrikerfið, þar sem ég hef prófað bæði XP og Vista án þess að það hafi áhrif.
Ég er líka búinn að prófa 2 mismunandi harða diska, án þess að það hafi áhrif.
Hún er með alla nýjustu driverana, fyrir allt sem ætti einhverju að varða.

Specc:
Mobo: EVGA 780i SLI
Örgjörvi: Duo E8500 3,17 Ghz
Skjákort: Geforce 9800 GX2

Edit:
Vert er að bæta við að hún virkar síðan eins og ekkert hafi í skorist hálftíma til 3 tímum síðar. Ógeðslega pirrandi að hafa svona góða vél og lenda í svona :(

Re: Móðurborð í lamasessi?

Sent: Þri 13. Jan 2009 02:19
af Hyper_Pinjata
búinn að prufa annað skjákort? getur verið að örrinn eða minnið á því sé Steeeeeiiikt...

Re: Móðurborð í lamasessi?

Sent: Þri 13. Jan 2009 07:42
af Gúrú
Fékk svona skjá minnir mig þegar að ég var ekki með vinnsluminnið nógu vel í, hefurðu kannað það?

Re: Móðurborð í lamasessi?

Sent: Þri 13. Jan 2009 18:14
af Raudbjorn
Tók allt RAMið úr og setti það aftur í, keyrði windows memory diagnostic tool(extended test, default cache) og hún sýndi engar villur.

Hún hefur látið vel síðan, en eins og ég segi hér að ofan þá þarf það ekki að þýða neitt.

Kann einhver hérna á memtest86? Er það fáanlegt ókeypis á netinu?

Re: Móðurborð í lamasessi?

Sent: Þri 13. Jan 2009 18:41
af Starman
Notaðu Windows debugging tool http://msdl.microsoft.com/download/symbols/debuggers/dbg_x86_6.10.3.233.msi til að skoða dump skrár eftir blue screen, eru undir c:\windows\minidump
Hér eru svo ágætis leiðbeiningar um hverning á að bilanagreina blue screen villur http://support.dell.com/support/topics/global.aspx/support/dsn/en/document?c=us&docid=407BC2097086316FE040A68F5A283E47&l=en&s=gen

Re: Móðurborð í lamasessi?

Sent: Þri 13. Jan 2009 20:00
af Darknight
memtest, mjög auðvelt að nota..

fylgir hér. þetta er freeware :)

Re: Móðurborð í lamasessi?

Sent: Mið 14. Jan 2009 10:02
af Raudbjorn
Keyrði memtest á öllu minninu upp í 600% í nótt og vélin hegðar sér enn vel.

Windbg segir að þetta hafi verið RAM-tengt þ.e. STOP 0x00000050 (PAGE_FAULT_IN_NON_PAGED_AREA).

En þó er ég með nokkrar meldingar upp á "DRIVER_IRQL_NOT_LESS_OR_EQUAL." og vísar á skjákorts driverinn minn.

Ég man ekki hvort að það var fyrir eða eftir að ég uppfærði yfir í beta-útgáfu af nýjasta Nvidia pakkanum(þ.e. 7.15.11.8520). Hefur einhver hérna slæma reynslu af þessu versioni?

Re: Móðurborð í lamasessi?

Sent: Mið 14. Jan 2009 13:13
af Raudbjorn
Obb-

Hún er búin að ganga áfallalaust í rúmlega sólarhring, búin að standast alla bilanagreiningu, en núna rétt í þessu restartar hún sér: "CMOS checksum error - Defaults reloaded Press F1 to continue."

Hvað veldur þessu? Talaði við kunna menn sem segja mér að batteríið á móðurborðinu sem geymi allar þessar stillingar gæti verið úr sér gengið. Gæti það verið? Vélin er síðan í sumar.

Edit:
5 min. eftir að ég póstaði þessu innleggi fraus hún aftur, en biosinn var óhreyfður. Hvað er eiginlega á seyði?

Re: Móðurborð í lamasessi?

Sent: Fös 16. Jan 2009 21:43
af Raudbjorn
Right, ég held að ég sé kominn til botns í þessu.

Ég vona að ég móðgi ekki neinn, en eftir að ég náði að útiloka allar uppástungur sem þið ágæta fólk komuð með leitaði ég annað og held að ég hafi komist að rót vandans, en mig langar til að spyrja ykkur til öryggis.

Ég vil byrja á að gefa ykkur upp eins ítarleg specc og ég get:

CPU: Intel Core 2 duo E8500 3.17 ghz.
MB: EVGA 780i SLI
Skjákort: Geforce 9800 GX2 1gb
RAM: 4 gig 1066 mhz.
HDD1: 150 gig 10,000 rpm
HDD2: 750 gig 7,200 rpm

1x dvd skrifari
1x Thermaltake "kælikort" -PCI rauf
1x Auka örgjörvavifta -man ekki gerð.

Spurningin er: HVAÐ Á ÉG AÐ VERA MEÐ STÓRAN AFLGJAFA (LÁGMARK)?

Re: Móðurborð í lamasessi?

Sent: Lau 17. Jan 2009 07:08
af Starman

Re: Móðurborð í lamasessi?

Sent: Lau 17. Jan 2009 09:28
af dorg
Raudbjorn skrifaði:Sæl veriði,

í sumar keypti ég mér algjöra mulningsvél sem gekk frábærlega þangað til núna rétt fyrir áramót.

Bilunin lýsir sér þannig að turninn virkar í allt frá nokkrum mínútum frá því að bootast uppi í heilu og hálfu dagana án þess að nokkuð gerist (þannig hefur ekki tekist að framkalla vandann á verkstæði, sem hún hefur farið á þrisvar).
Síðan þá annað hvort fæ ég blue-screen eða hún einfaldlega frýs, virðist vera slétt sama hvað hún er í þungri vinnslu, og þegar það kviknar á henni aftur fæ ég enga skjámynd og hún pípar bara, á sama tíma virðist hún vera föst í einhverskonar loop, þ.e. rebootar sér sífellt á meðan á pípinu stendur.

Eftir að ég endurræsi hana nokkrum mínútum síðar fæ ég upp upphafsskjáinn(memory check o.s.frv.), en frýs þar, stundum með svaka ljósashowi. Sjá myndir:

http://i40.photobucket.com/albums/e223/Raudbjorn/P1100419.jpg
http://i40.photobucket.com/albums/e223/Raudbjorn/P1100424.jpg

Ég hef oft reynt að skima aðeins í gegnum biosinn eftir svona svakalegt kast, jafnvel reynt "Load Default", með engum árangri. Þvert á móti, stundum frýs meira að segja biosinn minn. Mynd:

http://i40.photobucket.com/albums/e223/Raudbjorn/P1100422.jpg

Seinna gefur hún meldinguna "System is in safe mode" og bíður mér að fara og breyta CPU stillingum eða ýta á F1 til að halda áfram.

Ef ég kemst á annað borð eithvað lengra en það segir hún mér að hún geti ekki bootað windows því einhver tilteknir filear séu "missing" eða "corrupted".


Hvað getur verið að?
Þetta er tæplega ofhitnun, þar sem þetta gerist algjörlega óháð hve heit vélin er.
Þetta er heldur ekki stýrikerfið, þar sem ég hef prófað bæði XP og Vista án þess að það hafi áhrif.
Ég er líka búinn að prófa 2 mismunandi harða diska, án þess að það hafi áhrif.
Hún er með alla nýjustu driverana, fyrir allt sem ætti einhverju að varða.

Specc:
Mobo: EVGA 780i SLI
Örgjörvi: Duo E8500 3,17 Ghz
Skjákort: Geforce 9800 GX2

Edit:
Vert er að bæta við að hún virkar síðan eins og ekkert hafi í skorist hálftíma til 3 tímum síðar. Ógeðslega pirrandi að hafa svona góða vél og lenda í svona :(


Ég ætla nú bara að vera leiðinlegur og leggja til að þú stillir klukkunina á minninu miðað við það sem á þeim stendur og lækka klukkunina á örgjörvanum.

Ef þú hefur ekki keypt kælikrem og sett á milli örgjörva og kæliplötu og eins á skjákorti og kæliplötu þá er sjálfsagt að prófa það.
Hinsvegar er líka töluvert líklegt að þetta geti tengst skjákortsdrivernum eða bara einhverjum ónýtum USB driver.

Re: Móðurborð í lamasessi?

Sent: Lau 17. Jan 2009 13:39
af Zorglub
Spurningin er: HVAÐ Á ÉG AÐ VERA MEÐ STÓRAN AFLGJAFA (LÁGMARK)?

Wattatalan segir ekki allt, heldur hverju aflgjafinn skilar út, 600 watta alvöru getur tekið 800 watta drasl í nefið.
Fyrir þetta byrjarðu ekki fyrir minna en 600 w (alvöru) en hérna sérðu tildæmis listann sem nvidia mælir með fyrir þetta skjákort.

dorg skrifaði:Ég ætla nú bara að vera leiðinlegur og leggja til að þú stillir klukkunina á minninu miðað við það sem á þeim stendur og lækka klukkunina á örgjörvanum.

Tja ég sé nú hvergi að þetta sé klukkað???

dorg skrifaði:Ef þú hefur ekki keypt kælikrem og sett á milli örgjörva og kæliplötu og eins á skjákorti og kæliplötu þá er sjálfsagt að prófa það.

Já það þarf að sjálfsögðu að vera krem á milli örgjörfa og plötu, en NEI maður rífur ekki skjákortið í sundur í einhverji tilraunastarfsemi og fellir það úr ábyrgð. [-X

En hvaða bios ertu að nota og hreinsarðu alla drivera út áður en þú setur nýa inn fyrir skjákortið?