í sumar keypti ég mér algjöra mulningsvél sem gekk frábærlega þangað til núna rétt fyrir áramót.
Bilunin lýsir sér þannig að turninn virkar í allt frá nokkrum mínútum frá því að bootast uppi í heilu og hálfu dagana án þess að nokkuð gerist (þannig hefur ekki tekist að framkalla vandann á verkstæði, sem hún hefur farið á þrisvar).
Síðan þá annað hvort fæ ég blue-screen eða hún einfaldlega frýs, virðist vera slétt sama hvað hún er í þungri vinnslu, og þegar það kviknar á henni aftur fæ ég enga skjámynd og hún pípar bara, á sama tíma virðist hún vera föst í einhverskonar loop, þ.e. rebootar sér sífellt á meðan á pípinu stendur.
Eftir að ég endurræsi hana nokkrum mínútum síðar fæ ég upp upphafsskjáinn(memory check o.s.frv.), en frýs þar, stundum með svaka ljósashowi. Sjá myndir:
http://i40.photobucket.com/albums/e223/Raudbjorn/P1100419.jpg
http://i40.photobucket.com/albums/e223/Raudbjorn/P1100424.jpg
Ég hef oft reynt að skima aðeins í gegnum biosinn eftir svona svakalegt kast, jafnvel reynt "Load Default", með engum árangri. Þvert á móti, stundum frýs meira að segja biosinn minn. Mynd:
http://i40.photobucket.com/albums/e223/Raudbjorn/P1100422.jpg
Seinna gefur hún meldinguna "System is in safe mode" og bíður mér að fara og breyta CPU stillingum eða ýta á F1 til að halda áfram.
Ef ég kemst á annað borð eithvað lengra en það segir hún mér að hún geti ekki bootað windows því einhver tilteknir filear séu "missing" eða "corrupted".
Hvað getur verið að?
Þetta er tæplega ofhitnun, þar sem þetta gerist algjörlega óháð hve heit vélin er.
Þetta er heldur ekki stýrikerfið, þar sem ég hef prófað bæði XP og Vista án þess að það hafi áhrif.
Ég er líka búinn að prófa 2 mismunandi harða diska, án þess að það hafi áhrif.
Hún er með alla nýjustu driverana, fyrir allt sem ætti einhverju að varða.
Specc:
Mobo: EVGA 780i SLI
Örgjörvi: Duo E8500 3,17 Ghz
Skjákort: Geforce 9800 GX2
Edit:
Vert er að bæta við að hún virkar síðan eins og ekkert hafi í skorist hálftíma til 3 tímum síðar. Ógeðslega pirrandi að hafa svona góða vél og lenda í svona
