Síða 1 af 1

5.1 í PC

Sent: Sun 11. Jan 2009 22:06
af Daði29
Herðu ég er ekki að ná að fá 5.1 settið mitt til þess að virka í borðtölvunni minni...
- ég er búinn að tengja s.s. front, surround og subwoofer tengin (grænn, svartur og gulur) við bæði subwooferinn og tölvuna en ég heyri bara í front left og right hátölurunum tveimur, ekkert í hinum þremur og það er ekkert að gerast í bassaboxinu...
þarf ég að stilla eitthvað einhverstaðar í tölvunni? Svolítið skrítið að subwooferinn taki ekki einu sinni við sér. Einhver sem veit hvað skal gera?

Re: 5.1 í PC

Sent: Sun 11. Jan 2009 22:51
af Selurinn
Já það þarf að stilla, t.d. stillingar fyrir hljóðkortið og Sounds undir Control panelinn.

Að fá 5.1 kerfið sitt til að virka surround í leikjum og yfir höfuð getur verið vesen þar sem flest allt sem þú notast við er einungis Stereo sound.

Kveðja.....

Re: 5.1 í PC

Sent: Mán 12. Jan 2009 01:04
af Daði29
Já ég er sko búinn að stilla á '5.1 umóma hátalara' í hljóðstillingunum undir control panelinu en það breytist ekkert, ég er nú ekkert endilega að tala um leiki bara tónlist yfir höfuð á iTunes eða wmp, allavega að fá subwooferinn til að virka það kemur enginn bassi eins og stendur :?

Re: 5.1 í PC

Sent: Mán 12. Jan 2009 01:12
af Sydney
Hvaða hátalarar?
Hvaða hljóðkort?

Re: 5.1 í PC

Sent: Mán 12. Jan 2009 18:41
af Daði29
Sydney skrifaði:Hvaða hátalarar?
Hvaða hljóðkort?

Hátalararnir myndu vera Typhoon 5.1 Soundsystem http://www.amazon.com/Typhoon-5-1-Soundsystem-multimedia-theater/dp/B000L43N90

Hljóðkortið nefnist C-Media AC97 Audio Device

:?: