Síða 1 af 1

512 Mb kubbur virkar sem 128 Mb

Sent: Fös 09. Jan 2009 17:58
af emmibe
Góðann dag.

Keypti 512 Mb 133 Mhz kubb (http://tb.is/?gluggi=vara&vara=3065) í Asus Cubx mobo þar var fyrir 128 Mb 100 Mhz kubbur. Tölvan sér hann sem 128 Mb, búinn að flassa biosinn og prufa að færa kubbana milli raufa (þær eru 4) ef 512 kubburinn er einn þá er hann samt 128 Mb. Einhver sem veit lausn á þessu?

Re: 512 Mb kubbur virkar sem 128 Mb

Sent: Fös 09. Jan 2009 18:01
af Manager1
Styður móðurborðið meira en 128mb vinnsluminni?

Re: 512 Mb kubbur virkar sem 128 Mb

Sent: Fös 09. Jan 2009 18:02
af emmibe
Já hún er núna með þessum tveimur kubbum 256 Mb.

Re: 512 Mb kubbur virkar sem 128 Mb

Sent: Fös 09. Jan 2009 18:03
af Darknight
emmibe skrifaði:Góðann dag.

Keypti 512 Mb 133 Mhz kubb (http://tb.is/?gluggi=vara&vara=3065) í Asus Cubx mobo þar var fyrir 128 Mb 100 Mhz kubbur. Tölvan sér hann sem 128 Mb, búinn að flassa biosinn og prufa að færa kubbana milli raufa (þær eru 4) ef 512 kubburinn er einn þá er hann samt 128 Mb. Einhver sem veit lausn á þessu?


Þetta skeður yfirleitt ef móðurborðið styður ekki meira enn 128 mb í vinnsluminni. Stundum styður hver rauf ekki nema xxx í vinnsluminni, er oft á eldri borðum. s.s. að hún styðji bara 2x eða 4x 128mb, kannski 2x 256 eða 4x 256 mb

Re: 512 Mb kubbur virkar sem 128 Mb

Sent: Fös 09. Jan 2009 18:05
af emmibe
4 x 168-pin DIMM Sockets support 16MB to 1GB PC100 SDRAM
AGP Slot
Support AGP 2X Mode AGP 66MHz / 133MHz (Sideband) 3.3V Device

Asus provides a jumper which lets you chose between soft setup or the DIP switches. Getur einhver útskýrt þetta fyrir mér?

Re: 512 Mb kubbur virkar sem 128 Mb

Sent: Fös 09. Jan 2009 18:36
af Darknight
hvað eru margar raufar fyrir minnin? og fléttu upp á heimasíðu framleiðanda móðurborðsins : það þurfti alltaf að vera stuðningur, s.s. þú þurftir minni frá serstökum framleiðanda fyrir viss móðurborð.

Re: 512 Mb kubbur virkar sem 128 Mb

Sent: Fös 09. Jan 2009 20:06
af emmibe
Jamm þetta borð styður bara 256 Mb í hverja rauf, Þ.A.S 4x256 eins og þú bentir á fann loksins manual á þetta mobo http://www.motherboards.org/files/manua ... bx-103.pdf. Þá er bara að skipta þessum kubb í tvennt hehe.