Síða 1 af 1

mATX Móðurborð

Sent: Fim 08. Jan 2009 00:26
af dezeGno
Sælir.

Mig vantar hjálp, er að leita af móðurborði sem þarf að vera 220x190mm eða minna. Virðist vera mjög lítið úrval af svona litlum borðum hér á klakanum. Er að leita af því hérna heima, en það er samt allt í lagi að senda linka á verslanir utan íslands.
Einnig væri ekki verra ef að það væri innbyggt skjákort, þarf bara að geta sýnt mér eitthvað á skjáinn.

Kv.

Re: mATX Móðurborð

Sent: Sun 11. Jan 2009 13:38
af AngryMachine
Þetta hér er borð sem að ég var að skoða sem hugsanlegur grunnur fyrir desktop vél, ég hætti reyndar við þegar ég sá fram á að þetta yrði allt saman fáranlega dýrt hingað komið. Ég veit ekki til þess að þetta sé fáanlegt hér á landi en bæði MSI og Gigabyte framleiða svona Atom sett þannig að hugsanlega væri hægt að sérpanta þetta.

Ég veit ekki hvernig vél þú hafðir hugsað þér að setja saman en niðurstaðan hjá mér varð sú að þegar allt væri talið þá yrði ódýrara að kaupa þetta heldur en að vera að flytja inn parta til þess að smíða vél sem að yrði með mjög svipaða specca.