Síða 1 af 1

Q6600 hitavesen

Sent: Sun 04. Jan 2009 07:52
af Opes
Ég keypti mér Q6600 G0 áðan. Er með thermalright ultra extreme á honum, en mér finnst true svo helvíti heitt. Brenni mig næstum því á því, á það að vera svoleiðis.Ef ég er með tölvuna í gangi í svona 20 min t.d. við uppsetninguna á Windows þá frýs hún alltaf. Svo restarta ég henni og þá kemst ég ekki einusinni í BIOSinn nema ég slökkvi á henni, og kveiki svo á henni eftir svona 5-10 mín. Ég skynja hitavandræði.

Any ideas?

Re: Q6600 hitavesen

Sent: Sun 04. Jan 2009 12:01
af emmi
Athugaðu hvort hann sé nægilega fastur á móðurborðinu, hvað segir bios'inn um hitann á honum?

Re: Q6600 hitavesen

Sent: Sun 04. Jan 2009 12:18
af Sydney
emmi skrifaði:Athugaðu hvort hann sé nægilega fastur á móðurborðinu, hvað segir bios'inn um hitann á honum?

Ef það væri vandamálið væri TRUEið ekki heitt.

Ertu með eitthvað overclock? Ertu að reyna að keyra TRUE passívt?

Re: Q6600 hitavesen

Sent: Sun 04. Jan 2009 12:20
af emmi
Amm reyndar. ;)

Ég hef oft keyrt minn Q6600 á OCZ Vendetta án viftu án nokkurra vandræða samt. Nota samt viftuna bara til öryggis. ;)

Re: Q6600 hitavesen

Sent: Sun 04. Jan 2009 19:21
af Opes
True, passívt, engin yfirklukkun.Allt vel fast við móðurborðið.

Re: Q6600 hitavesen

Sent: Sun 04. Jan 2009 19:28
af emmi
Þá myndi ég setja viftu á það og sjá hvort að það sama gerist aftur.

Re: Q6600 hitavesen

Sent: Sun 04. Jan 2009 19:30
af Sydney
emmi skrifaði:Þá myndi ég setja viftu á það og sjá hvort að það sama gerist aftur.

Nákvæmlega, passívt virkar eiginlega bara ef þú ert með gott loftflæði í kassanum.

Re: Q6600 hitavesen

Sent: Sun 04. Jan 2009 20:02
af Opes
Já ok datt það í hug. Ef ég set stock kælinguna á örrann, yrði hann ekki góður þá? Á engar viftur, og það er lokað í öllum búðum og mig langar að prófa vélina :idea: .

Edit: Tímabundið!

Re: Q6600 hitavesen

Sent: Sun 04. Jan 2009 20:11
af emmi
Júbb, hún virkar. Mér finnst samt soldið skrítið að svona massív kæling eins og þessi Thermalright er að hún skuli ekki ná að halda honum þægum. :p

Re: Q6600 hitavesen

Sent: Sun 04. Jan 2009 20:14
af Opes
Ok flott. Veit einhver hvenær 120mm vifturnar koma í Kísildal? Búinn að senda þeim tölvupóst en fæ engin svör.