Síða 1 af 1
USB Hraði
Sent: Mán 29. Des 2008 23:40
af bjornvil
Sælir
Upp á síðkastið hefur mér fundist hraðinn á USB vera minni en venjulega. Það tekur mig alveg 5-6 mínútur að setja eina 700mb mynd á minniskubb, er að fá í kringum 1,8 MB/sec. Er það eðlilegur hraði á USB 2.0?
Er að nota Windows Vista Home Premium SP1.
Re: USB Hraði
Sent: Mán 29. Des 2008 23:42
af arnar7
mér finnst eins og það sé alltaf hægara að færa yfir á USB kubba en ég veit ekki afhverju...

Re: USB Hraði
Sent: Þri 30. Des 2008 11:28
af bjornvil
Hvaða hraða eru menn hérna að fá við að færa yfir á svona USB kubba?
Re: USB Hraði
Sent: Þri 30. Des 2008 11:43
af emmi
Hef tekið eftir því í Vista aðallega að það skiptir máli hvaða kubb maður er að nota. Er t.d. með einn OCZ kubb og er að fá frekar slappan hraða af honum, 2-3MB/s en er svo með annan noname og fæ alveg 20-30MB af honum.
Re: USB Hraði
Sent: Þri 30. Des 2008 11:48
af bjornvil
emmi skrifaði:Hef tekið eftir því í Vista aðallega að það skiptir máli hvaða kubb maður er að nota. Er t.d. með einn OCZ kubb og er að fá frekar slappan hraða af honum, 2-3MB/s en er svo með annan noname og fæ alveg 20-30MB af honum.
Okei, þannig að 1,8 MB/sec er helvíti slappt! Ég þarf eitthvað að skoða þetta... Hvernig virkar það að setja upp drivera fyrir USB aftur? Finn ég þá hjá framleiðanda móðurborðsins (MSI)?
Re: USB Hraði
Sent: Þri 30. Des 2008 11:55
af emmi
Ættir ekki að þurfa þess, en þú getur athugað með Chipset drivera frá framleiðanda móðurborðsins.