Síða 1 af 1

Fylgir Kælikrem með Örgjörvum,ef þeir eru keyptir OEM?

Sent: Mið 24. Des 2008 21:36
af Hyper_Pinjata
Ég fékk örgjörva & Kæliviftu fyrir örgjörvann í jólagjöf...og það er eitt sem ég er að pæla,örgjörvinn var keyptur OEM,sem þýðir að kælivifta fylgdi með....svo sé ég að það er plast undir honum (þar sem hann leggst á örgjörvann) er einhver séns á því að þetta gráa dót sé kælikrem?

málið er að ég er búinn að skoða pakkninguna sundur saman og það fylgir ekki kælikremstúpa með...

Re: Fylgir Kælikrem með Örgjörvum,ef þeir eru keyptir OEM?

Sent: Mið 24. Des 2008 21:55
af Nariur
ef það er grátt krem þá mjög mjög líklega... annað væri mjög skrýtið, eiginlega ótrúlegt

Re: Fylgir Kælikrem með Örgjörvum,ef þeir eru keyptir OEM?

Sent: Mið 24. Des 2008 22:26
af Sydney
Þú meinar retail, OEM er bara örgjörvinn.

Og já, það er kælijuks undir heatsinknum, allaveganna á intel örgjörvum.

Re: Fylgir Kælikrem með Örgjörvum,ef þeir eru keyptir OEM?

Sent: Mið 24. Des 2008 22:35
af Hyper_Pinjata
Takk fyrir Svörin :D

Re: Fylgir Kælikrem með Örgjörvum,ef þeir eru keyptir OEM?

Sent: Mið 24. Des 2008 22:46
af Sydney
Hyper_Pinjata skrifaði:Takk fyrir Svörin :D

Passaðu bara að hafa ekkert á milli, þú veist, eins og einhver plastfilma eða eitthvað.

Á að vera

Örjörvi - Kælikrem - Kopar á kælingunni.

Re: Fylgir Kælikrem með Örgjörvum,ef þeir eru keyptir OEM?

Sent: Mið 24. Des 2008 22:59
af Hyper_Pinjata
ég veit,og ég hef heyrt um gaurinn sem gleymdi að taka eitthvað plast sem var á milli,og lenti í að örrinn var á 50°c or something :)

Re: Fylgir Kælikrem með Örgjörvum,ef þeir eru keyptir OEM?

Sent: Mið 24. Des 2008 23:02
af Sydney
Hyper_Pinjata skrifaði:ég veit,og ég hef heyrt um gaurinn sem gleymdi að taka eitthvað plast sem var á milli,og lenti í að örgjörvinn var á 50°c or something :)

50°C er ekki neitt, ég er að keyra minn í 65°C allan sólarhringinn ;)

Re: Fylgir Kælikrem með Örgjörvum,ef þeir eru keyptir OEM?

Sent: Mið 24. Des 2008 23:13
af Darknight
Sydney skrifaði:
Hyper_Pinjata skrifaði:ég veit,og ég hef heyrt um gaurinn sem gleymdi að taka eitthvað plast sem var á milli,og lenti í að örgjörvinn var á 50°c or something :)

50°C er ekki neitt, ég er að keyra minn í 65°C allan sólarhringinn ;)


sama hér ;P og já, retail hefur viftu, ekki oem. Oem er ætlað tölvuframleiðendum, eru bara örgjafinn sjálfur, ekkert fylgir, kemur til söluaðila bara í rökkum án nokkurra pakkninga til að gefa kúnna í.

það á bara að vera örgjafinn og örgjafaviftan, og undir heatsyncinnu á að vera kælikrem þegar fast á því, sem gerir auðvelt einfaldlega að smella örranum í og svo viftunni og það er tilbúið fyrir utan stillingaratriði ef þess krefst.