Síða 1 af 1
"Snúa" hörðum diskum
Sent: Þri 23. Des 2008 01:30
af KermitTheFrog
Held ég hafi lesið hér á vaktinni "afhverju snýrðu hörðu diskunum öfugt?"
Er einhver munur á því hvernig maður snýr þeim (græna platan upp eða niður)??
Re: "Snúa" hörðum diskum
Sent: Þri 23. Des 2008 10:03
af mind
Nei í raun og veru ekki.
Þetta var vont fyrir harða diska í gamla daga en núna á ekki að vera neinn munur hvernig diskurinn snýr.
Re: "Snúa" hörðum diskum
Sent: Þri 23. Des 2008 13:42
af gRIMwORLD
Það er nú ekki alveg rétt.
Ef prentplata snýr upp þá getur hún í einstaklega skítugum kössum safnað ryki og mögulega skammhleypt í rafrásinni.
Eftir að hafa unnið á tölvuverkstæði í nokkur ár þá kemur mér ekkert lengur á óvart í hvernig ástandi sumar tölvur eru hjá fólki

Bæti samt við að ef tölvan er ávalt vel hirrt þá skiptir engu máli hvernig diskurinn snýr.
Re: "Snúa" hörðum diskum
Sent: Mið 21. Jan 2009 19:50
af Opes
Ég er að modda kassa, og er að pæla hvernig ég á að snúa þeim. Ætla að festa þá í botninn, hvernig er best að snúa þeim?
Re: "Snúa" hörðum diskum
Sent: Mið 21. Jan 2009 21:17
af Gunnar
siggistfly skrifaði:Ég er að modda kassa, og er að pæla hvernig ég á að snúa þeim. Ætla að festa þá í botninn, hvernig er best að snúa þeim?
eins og grimworld segir þá væri best að láta prentplötuna snúa niður.
Re: "Snúa" hörðum diskum
Sent: Mið 21. Jan 2009 21:35
af Gúrú
siggistfly skrifaði:Ég er að modda kassa, og er að pæla hvernig ég á að snúa þeim. Ætla að festa þá í botninn, hvernig er best að snúa þeim?
Heldurðu að það sé ekki betra upp á loftflæði að hafa þá aðeins ofar en botninn? T.d. bara 5cm hæð(nóg til að þurrka ryk undir þeim).
Re: "Snúa" hörðum diskum
Sent: Mið 21. Jan 2009 21:45
af Opes
Gúrú skrifaði:siggistfly skrifaði:Ég er að modda kassa, og er að pæla hvernig ég á að snúa þeim. Ætla að festa þá í botninn, hvernig er best að snúa þeim?
Heldurðu að það sé ekki betra upp á loftflæði að hafa þá aðeins ofar en botninn? T.d. bara 5cm hæð(nóg til að þurrka ryk undir þeim).
Ég verð með 2 120mm viftur sem eru að blása lofti fyrir ofan þá hægramegin, og aðra 120mm viftu að blása lofti út fyrir ofan þá vinstramegin. Annars þá ætti ekki að komast neitt ryk á þá þar sem þeir eru fastir í botninum og plata ofaná þeim með RadGrillz 120mm x 2 (engar viftur samt, bara til að hafa flott op til að hleypa hitanum úr).
Re: "Snúa" hörðum diskum
Sent: Mið 21. Jan 2009 22:34
af EmmDjei
siggistfly skrifaði:Gúrú skrifaði:siggistfly skrifaði:Ég er að modda kassa, og er að pæla hvernig ég á að snúa þeim. Ætla að festa þá í botninn, hvernig er best að snúa þeim?
Heldurðu að það sé ekki betra upp á loftflæði að hafa þá aðeins ofar en botninn? T.d. bara 5cm hæð(nóg til að þurrka ryk undir þeim).
Ég verð með 2 120mm viftur sem eru að blása lofti fyrir ofan þá hægramegin, og aðra 120mm viftu að blása lofti út fyrir ofan þá vinstramegin. Annars þá ætti ekki að komast neitt ryk á þá þar sem þeir eru fastir í botninum og plata ofaná þeim með RadGrillz 120mm x 2 (engar viftur samt, bara til að hafa flott op til að hleypa hitanum úr).
sendu mynd af þessu þegar þú ert búinn:P
Re: "Snúa" hörðum diskum
Sent: Mið 21. Jan 2009 23:27
af Opes
Getið skoðað þetta hér í Sketchup Pro. Er nýr í sketchup, en ég mun nota A.C Ryan RadGrillz, en ekki þetta sem er þarna.
http://dl.getdropbox.com/u/65493/hdcover.skp