Síða 1 af 1

USB hætti að virka í tölvunni.

Sent: Mán 22. Des 2008 12:28
af Danni V8
Jæja, ég var að spila tölvuleik og eins og gerist reglulega þegar ég spila tölvuleik með einhverja grafík (HL2 var valið í þetta skiptið) að þá frýs tölvan. Ég var búinn að gera mikið til að reyna að komast í veg fyrir þetta, meðal annars taka tölvuna í sundur, blása allt ryk í burtu og svo setja nýtt kælikrem á skjákortið og örgjörvann. Það lagaðist í smá stund en svo byrjaði þetta bara aftur. En í þetta tiltekna skipti sem að ég er að tala um núna þá ætlaði ég að endurræsa tölvuna eins og venjulega, en hún fór aldrei alla leið í stýrikerfið. Byrjaði á að boota sig upp, fór alla leið í loading skjáinn fyrir Windows og var þar alveg heillengi og svo endurræsti hún sig bara aftur. Fór með hana í viðgerð og mér var sagt að það þurfti bara að keyra hana upp með bootable forriti sem að endurraði hörðu diskunum (þeirra orð, defragment giska ég á) en það er eitthvað sem ég hef ekki gert síðan ég fékk þessa hörðu diska fyrir 1 og hálfu ári síðan :oops:

Jæja tölvan var komin í gang en þá kom upp nýtt atriði, USB virkar ekki. Ég tók eftir því vegna þess að músin virkaði ekki. Prófaði öll USB tengin á tölvunni, framan og aftan en ekkert virkaði, ég tók þó eftir því að ef ég setti tengið rólega inn og stoppaði áður en það var komið alveg í samband kviknaði laserinn á músinni en hún virkaði samt ekki. Endar með að ég finn bar USB to PS2 tengi og set músina þannig í samband. Fór svo í Device manager og sá að allir USB driverar eru inni og engar villumeldingar þar en prófaði samt að setja inn nýja til að prófa en allt kom fyrir ekki.

Þannig ég spyr ykkur, er eitthvað annað sem að ég get athugað til að sjá hvort ég kem USB í gang eða er þetta móðurborð bara done for?

Specs:
Móðurborð: Abit AV8
Örgjörvi: AMD Athlon 64 3500+ (2.25 GHz)
Minni: 1GB
Skjákort: ATI Radeon X800XT P.E. 256mb AGP
HDD: 2x 320gb WD sata

Kv. Danni.