Síða 1 af 1

Tengja S-ATA disk

Sent: Lau 20. Des 2008 23:10
af Zkari
Sæl, er að reyna að tengja S-ATA disk í tölvuna mína og það gengur frekar brösulega

Er með 160GB IDE disk tengdan fyrir, stýrikerfið þar inná og svoleiðis. Keypti mér svo í dag 500 GB S-ATA disk og það gengur ekkert að tengja

Get ég ekki notað IDE og S-ATA saman eða?
Þarf ég að stilla Jumperana á IDE disknum eitthvað spes?
Tengja data kapalinn af SATA disknum í eitthvað spes tengi?
Þarf ég að setja einhvern ákveðinn Power kapal úr Power supplyinu í S-ATA diskinn?

:popeyed

Re: Tengja S-ATA disk

Sent: Lau 20. Des 2008 23:13
af Sydney
I BIOSnum ætti að vera einhver setting líkt og "Treat SATA drives as:" og ættir að geta valið IDE, RAID eða AHCI. Veldu IDE og þá er þetta eins og að þú sért einfaldlega með annan IDE disk.

Re: Tengja S-ATA disk

Sent: Lau 20. Des 2008 23:30
af KermitTheFrog
Vinur minn lenti í því með tölvuna sína að hann þurfti að enable-a sata tengin á móðurborðinu í BIOS.. Gæti verið lausnin

Re: Tengja S-ATA disk

Sent: Sun 21. Des 2008 01:52
af Zkari
Jæja diskurinn er kominn inn :D

Ennnnnn núna er ég að spá annað, er með eitthvað WinFast Sol series móðurborð og núna í fyrradag datt ein röð af usb tengjum bara út. Allt sem ég tengi í þau virkar ekki, ekki músin, ekki lyklaborðið, ekki neitt. Einhverjar hugmyndir?

Re: Tengja S-ATA disk

Sent: Sun 21. Des 2008 23:28
af beatmaster
Zkari skrifaði:Jæja diskurinn er kominn inn :D

Ennnnnn núna er ég að spá annað, er með eitthvað WinFast Sol series móðurborð og núna í fyrradag datt ein röð af usb tengjum bara út. Allt sem ég tengi í þau virkar ekki, ekki músin, ekki lyklaborðið, ekki neitt. Einhverjar hugmyndir?
Móðurborðið líklegast að gefa sig.