Síða 1 af 1

Ryksuga tölvu

Sent: Fös 19. Des 2008 12:05
af zdndz
Fann ekki alveg nógi góð svör en ég var að spá í hvort það væri ekki alveg í lægi að ryksuga rykið inní tölvunni ef maður setur bara á lægsta kraft?

Re: Ryksuga tölvu

Sent: Fös 19. Des 2008 12:13
af ManiO
Það getur verið hættulegt þar sem að stöðurafmagn getur myndast við ryksugustútinn. Blástursbrúsar eða loftþjöppur eru besta aðferðin við að losa ryk úr kössum.

Re: Ryksuga tölvu

Sent: Fös 19. Des 2008 12:29
af Sydney
NEI NEI NEI!

ALDREI!

RYKSUGA!

TÖLVU!

Loftpressa er málið.

Re: Ryksuga tölvu

Sent: Fös 19. Des 2008 12:37
af Blackened
Sydney skrifaði:NEI NEI NEI!

ALDREI!

RYKSUGA!

TÖLVU!

Loftpressa er málið.


Passaðu þig bara að nota skrúfjárn eða eitthvað prik og halda viftunum stopp meðan að þú blæst þær.. ef þær snúast alveg á billjón með loftpressunni þá eyðileggjast legurnar

Re: Ryksuga tölvu

Sent: Fös 19. Des 2008 14:58
af bjornvil
Sydney skrifaði:NEI NEI NEI!

ALDREI!

RYKSUGA!

TÖLVU!

Loftpressa er málið.


Getur einhver útskýrt almennilega hversvegna er svona hræðilegt að ryksuga innan úr tölvukassa? Ég hef oft gert það og aldrei skemmt neitt.

Re: Ryksuga tölvu

Sent: Fös 19. Des 2008 15:05
af ManiO
bjornvil, ef þú hefðir lesið svarið mitt að ofan hefðiru fengið svarið við spurningunni.