Síða 1 af 1

Óheiðarleg Vinnubröð : Sala á vélbúnaði

Sent: Mán 10. Nóv 2003 17:31
af joipalli
Sælir,

Málið er að í dag keypti ég mér þráðlaust lyklaborð og mús. Þegar ég er kominn heim, hæst ánægður með lyklaborðið, þá sé ég það strax að það er notað!!! :evil: :evil: :evil:

Það er bæði smá skítugt og einnig sést drulla undir músinni!

Má auglýsa vöru og selja mér hana án þess að tilkynna mér það?

Ætti ég að fara niðreftir á morgun og henda þessu í þá, eða ætti ég að leita réttar míns?

Hérna er mynd af lyklaborðinu:

Mynd

Hérna er auglýsingin fyrir það:

örfá eintök: MS Wireless Desktop, þráðlaust lyklaborð og mús, fjöldi flýtihnappa, PS2
Hún er tæplega fyrir miðju á vörulistanum:
http://www.tolvulistinn.is/page?view=catalog&c=main&l=3&id=697

Sent: Mán 10. Nóv 2003 17:44
af gumol
nei auðvita meiga þeir ekki selja þér notaðavöru án þess að láta þig vita af því, þú verður bara að fara á morgun og skipta (þeir verða nátturlega eins og alltaf mjög hissa á að þeir hafi gert mistök, ekki láta plata þig þeir segja það alltaf ;))

Sent: Mán 15. Des 2003 02:44
af xtr
Tölvulistinn er bara fyrirtæki sem þú ÁTT ekki að VERSLA við .. svo einfalt er það.. ég er búin að kaupa 3 innra minni öll gölluð, ég er kominn með nóg af tala við þá og er að spá í að kæra þessa andskota :)

Re: Óheiðarleg Vinnubröð : Sala á vélbúnaði

Sent: Mán 15. Des 2003 10:03
af Snikkari
Það liggur við að ég segi að þetta sé þér að kenna.
Flestir sem eru eitthvað inní tölvumálum vita að það á EKKI að versla við tölvulistann.

Re: Óheiðarleg Vinnubröð : Sala á vélbúnaði

Sent: Mán 15. Des 2003 13:10
af Gandalf
Snikkari skrifaði:Það liggur við að ég segi að þetta sé þér að kenna.
Flestir sem eru eitthvað inní tölvumálum vita að það á EKKI að versla við tölvulistann.


Þetta er svo heimskuleg fullyrðing að það hálfa væri nóg. Þetta er eins og að segja við konur að það sé þeim að kenna ef þeim er nauðgað, meina þær fóru á djammið og urðu kanski viðskilja við vini sína!

Farðu bara strax á morgun og kvartaðu og vertu harður á þínu.

Re: Óheiðarleg Vinnubröð : Sala á vélbúnaði

Sent: Mán 15. Des 2003 13:19
af Snikkari
Gandalf skrifaði:
Snikkari skrifaði:Það liggur við að ég segi að þetta sé þér að kenna.
Flestir sem eru eitthvað inní tölvumálum vita að það á EKKI að versla við tölvulistann.


Þetta er svo heimskuleg fullyrðing að það hálfa væri nóg. Þetta er eins og að segja við konur að það sé þeim að kenna ef þeim er nauðgað, meina þær fóru á djammið og urðu kanski viðskilja við vini sína!


Ef konu er nauðgað af ákveðnum aðila, hittir hún hann sennilega ekki aftur af fúsum og frjálsum vilja, og hugsanlega varar hún vinkonur sínar við þeim aðila.

Ég hef lent í þeirri aðstöðu að vera konan og Tölvulistinn nauðgarinn.

Sent: Mán 15. Des 2003 18:39
af Castrate
Versla við tölvulistan ef þið veist hvað þú villt ekki láta þá vera að plata þig í í eitthvað rugl. Vera bara harður við þá. Ég hef oft oft verslað við þá og allt í fínasta með vörurnar sem ég hef fengið svo hef ég alveg skilað vörum líka og þeir voru jú eins og Gumol sagði alveg rosa hissa að þeir hafi gert svona mistök og eitthvað en málið er bara að vera harður við þá.

Re: Óheiðarleg Vinnubröð : Sala á vélbúnaði

Sent: Sun 13. Maí 2012 15:22
af Yawnk
Hehehehe, Tölvulistinn var eins slæmur 2003 og hann er í dag ;)

Re: Óheiðarleg Vinnubröð : Sala á vélbúnaði

Sent: Sun 13. Maí 2012 15:41
af GuðjónR
Yawnk skrifaði:Hehehehe, Tölvulistinn var eins slæmur 2003 og hann er í dag ;)

Ohhmæ...
Ekki vekja upp 9 ára gamla þræði.
TL er búnir að skipta um eigendur amk. 2x síðan þetta var skrifað og notandinn skrifaði þetta eina innlegg.

Læst.