Síða 1 af 1

Skrítið vandamál á Asus P5N-E SLI eftir viðgerð

Sent: Mið 10. Des 2008 21:11
af dezeGno
Sælir.

Ég var að fá tölvuna frá kísildal áðan og er að lenda í mjög skrítnu vandamáli. Jæja, ég kom heim og tengi tölvuna, kveiki á henni og fæ bios villu um að það hafi ekki verið slökkt á tölvunni rétt seinast og að ég þurfi að restore-a default bios stillingar. Ég geri það og þá er eins og að tölvan frjósi í miðju POST-i. Þegar hún er að loada upp hvaða minni eru í vélinni og lista yfir hörðu diskanna þá er eins og hún frjósi og ég get ekkert gert, ég kemst ekki inn í bios eða neitt.

Einhver sem gæti hjálpað mér, ef ég næ ekki að redda þessu sjálfur í kvöld þá held ég að ég skutlist með hana aftur upp í kísildal á morgun.

Re: Skrítið vandamál á Asus P5N-E SLI eftir viðgerð

Sent: Mið 10. Des 2008 22:37
af dezeGno
bump

Re: Skrítið vandamál á Asus P5N-E SLI eftir viðgerð

Sent: Fim 11. Des 2008 01:05
af DoofuZ
Það gæti hjálpað við greiningu vandans að fá að vita afhverju tölvan var í viðgerð :) Annars dettur mér í hug vandamál tengt örgjörvanum, kannski eitthvað sambandsleysi þar eða eitthvað slíkt, en svo getur margt annað komið til greina líka eins og minnisvandamál eða jafnvel eitthvað að á móðurborðinu sjálfu.

Var einmitt að enda við það í dag að skipta um örgjörva á einu móðurborði þar sem svona vandamál var í gangi, tölvan átti það til að frjósa en samt mjög sjaldan þarna í post, oftast bara í Windows. Hélt fyrst að móðurborðið væri bilað en náði að redda mér öðrum örgjörva og núna virðist vandamálið vera úr sögunni (vona það amk.) :D

Re: Skrítið vandamál á Asus P5N-E SLI eftir viðgerð

Sent: Fös 12. Des 2008 16:46
af sindrii
man eftir þegar ég vékk mína tölvu frá kísildal, þá gerðist eitthvað svipað.. samt kanski ekki akkúrat það sama.

en vandamálið var að harðidiskurinn var bara ekki tengdur, fylgdu eitthverjar snúrur með og eitthvað, þannnig þurfti bara að gera þetta sjálfur.

Re: Skrítið vandamál á Asus P5N-E SLI eftir viðgerð

Sent: Fös 12. Des 2008 19:10
af dezeGno
Fór með hana aftur til þeirra og þeir redduðu þessu :D

Re: Skrítið vandamál á Asus P5N-E SLI eftir viðgerð

Sent: Mán 15. Des 2008 01:32
af DoofuZ
Og? Fékkstu að vita hvað var að?