Síða 1 af 1

RAM og CPU

Sent: Mán 08. Des 2008 17:57
af KermitTheFrog
Aðal mælieiningin á hraða vinnsluminnis er tíðnin sem minnið keyrir á, einnig þekkt sem Hertz, og er oftast auðkennt sem 400mhz, 667mhz, 800mhz, o.s.frv. Það er mikilvægt að hraði minnis sé samhæft með hraða örgjörvans.


Tekið héðan

Er verið að meina að með Intel C2D E8400 @ 3GHz, 1333MHz, þá sé mikilvægt að vera með 1333MHz minni??

Re: RAM og CPU

Sent: Mán 08. Des 2008 19:53
af Sydney
Ef ég man rétt er multiplier á E8400 9x, sem þýðir að ef hann er klukkaður á 3GHz er BUS hraðinn 333 MHz. Af því að BUS hraðinn er 333 neyðist minnið til að vera 333 MHz einnig, þá kemur memory multiplier inn í dæmið. Ef þú ert með 800 MHz minni, er best að hafa multiplierinn 2.4, því þá er minnið að keyra á 800MHz. Ef minnið þolir það geturu keyrt multiplierinn hærra, 2.5 til dæmis, þá færðu 833 MHz útúr minninu, en ef þú ert með þétta timings (sem hafa alveg jafn mikil áhrif á hraða minnis) er líklegt að tölvan verður óstöðug hjá þér ef þú ferð mikið hærra en default hraða minnis.

Endilega leiðrétta ef ég hef rangt fyrir mér.

Re: RAM og CPU

Sent: Mán 08. Des 2008 20:04
af Selurinn
333x9=3ghz 333x2 (útaf DDR, Double Data Rate)= 667mhz minni.
400x9=3.6ghz 400x2 (útaf DDR, Double Data Rate) = 800mhz minni

Þ.e.a.s ef minnið keyrir syncað örranum, örugglega það sem þú leitar eftir.

Re: RAM og CPU

Sent: Mán 08. Des 2008 20:09
af Sydney
Selurinn skrifaði:333x9=3ghz 333x2 (útaf DDR, Double Data Rate)= 667mhz minni.
400x9=3.6ghz 400x2 (útaf DDR, Double Data Rate) = 800mhz minni

Þ.e.a.s ef minnið keyrir syncað örgjörvanum, örugglega það sem þú leitar eftir.

En hvar kemur memory multiplier inn? Ég get keyrt mitt á 2.4 Multiplier til þess að fá 333MHz BUS hraða með 800MHz minni.

Default bus hraði á E6600 er 266 MHz, sem þýðir að minnið verði að vera með 3x multiplier til þess að keyra á 800MHz.

Re: RAM og CPU

Sent: Sun 21. Des 2008 23:02
af gRIMwORLD
Memory multiplier eða "Memory Divider" er notaður þegar ekki er hægt að nota nákvæmlega sama FSB á örgjörva og minni.

Þú ert td með örgjörva með 1066MHz FSB (266x4) en 800MHz DDR2 minni (400Mhz x2) þá ertu að keyra minnið með 3:2 divider (3:2 x 266 = 400Mhz)

Ef þú myndir breyta dividernum í 1:1 þá myndi minnið keyra í 533Mhz x 2 = 1066MHz