Síða 1 af 1

Sapphire Radeon HD 4850

Sent: Fös 05. Des 2008 21:10
af Saber
Jæja ég gafst upp á því að spila Fallout 3 án Antialiasing á 28" skjá svo ég hljóp út í búð og keypti Sapphire Radeon 4850.

Eftir mikla lesningu á netinu og reikninga, þá var það annaðhvort þetta kort eða nVidia Geforce 9800 GTX+. Erfitt val þar sem þessi kort virðast skiptast á að vera öflugri en mótherjinn eftir því hvaða leik menn spila. Géforsinn var örlítið dýrari en þar sem ég var búinn að lesa mikið um hvað reference kælingin frá ATI á 4850 kortunum var slöpp þá pældi ég mikið í því hvort að maður ætti ekki að punga út örlítið meiri pening fyrir betri kælingu. Svo komst kreppumeðvitundin inn og ég keypti reydíoninn.

Þegar ég opnaði kassann blasti við mér ánægjuleg sjón. Þrátt fyrir að allar myndir á netinu sýni Sapphire kortin með ATI reference kælingunni, þá fékk ég uppfærða útgáfu með með alvöru kælingu og án plast umgjörð eins og maður er farinn að sjá allt of oft á kortum í dag. Með í kassanum var eftirfarandi:

6-pin PCI-Ex í 4-pin Molex
TV-out í component
TV-out í composite
DVI í HDMI
DVI í VGA
Crossfire samtengi
Driver CD
Manual


Þegar maður fær nýjar græjur, þá þarf maður náttúrulega að bera þær saman við gömlu. Vegna þess hve litla harða diska ég er með í þungavigtartölvunni, þá notast ég aðeins við 3DMark06 Demo, FurMark 1.5.0 og Fallout 3 núna. Nenni ekki að fara taka til á tölvunni. :wink:
3DMark06 og FurMark eru keyrð í default stillingum. Fallout 3 er keyrður í 1440x900, Ultra stillingum, með slökkt á Antialiasing, Transparency Multisampling og Low stillingum á Water Multisampling. Ástæðan fyrir þessu er að 7900 GTX styður ekki HDR og Antialiasing á sama tíma. Fallout 3 er svo mældur með Fraps meðan ég rölti um "Capital Wasteland" í grennd við "Rivet City". Þetta geri ég 5 sinnum og reikna svo meðaltal.

Tölvan:
Intel Core 2 Quad Q6600 @ 3.0 GHz
2x 1024 MB OCZ Platinum DDR2 @ 800 MHz
Asus P5K Pro (Intel P35)
2x 36 GB WD Raptor 10k RPM
Innbyggt hljóð á móðurborði


Gamla kortið:
eVGA e-Geforce 7900 GTX Superclocked 512 MB
Core hraði 690 MHz / Minnis hraði 1760 MHz (DDR)
ForceWare 178.24 WHQL driver (nýjasti 7 línu) testað með default stillingum


Nýja kortið:
Sapphire Radeon HD 4850 512 MB
Core hraði 625 MHz / Minnis hraði 1986 MHz (DDR3)
Catalyst 8.11 testað með default stillingum


Samanburðurinn

3DMark06 Demo
Geforce 7900 GTX SC: 7276
Radeon HD 4850: 13003

FurMark 1.5.0
Geforce 7900 GTX SC: 1350
Radeon HD 4850: 2344
Radeon HD 4850: 4398 (eftir að ég rename-aði exe fælinn. lesið hví hér.)

Fallout 3
Geforce 7900 GTX SC: 34 fps meðaltal
Radeon HD 4850: 55 fps meðaltal


Satt best að segja, þá er ég ekkert voðalega impressed. Það er búið að hype-a 4800 seríuna frá ATI alltof mikið. Ég var farinn að láta mig dreyma um tvöfalt meira fps. Þremur kynslóðum nýrra middle-to-high end kort sem er aðeins ca. 60% hraðara. Er þróunin í skjákortum að hægjast eða er ég að ætlast of mikils?

En ég get þó keyrt HDR og Antialiasing með ásættanlegt fps.

Re: Sapphire Radeon HD 4850

Sent: Fös 05. Des 2008 22:23
af coldcut
Flott grein...smá Yank fílingur í þessu ;p

Re: Sapphire Radeon HD 4850

Sent: Fös 05. Des 2008 22:27
af KermitTheFrog
Ég er líka með non-reference kort frá MSI (svokallaða Quad-pipe kælingu) og það er aldrei að keyra heitar en 45°

Ég er mjög sáttur en hef lítið til að bera saman við vegna þess að ég stökk úr Intel stýringu á lappa með 128mb memory yfir í þetta.. Samt sáttur með það, spila Crysis í Medium/High án laggs

Re: Sapphire Radeon HD 4850

Sent: Fös 05. Des 2008 23:34
af MuGGz
Hefðir þá átt að punga út meiri pening og kaupa þér high end kort frá ATi 4870 :8)

allavega er 4850 fyrir mér ekki high end kort

Re: Sapphire Radeon HD 4850

Sent: Fös 05. Des 2008 23:54
af KermitTheFrog
Já, HD4850 var komið í 26þús kallinn þegar ég keypti mér mitt.. Hefði getað fengið HD4870 á 23k, en átti ekki pening fyrir því

En HD4850 er ágætis kort og ræður vel við nýju leikina

Re: Sapphire Radeon HD 4850

Sent: Lau 06. Des 2008 22:15
af Saber
Þegar ég keypti 4850 kortið þá kostaði 4870 20 þús. kr. meira. Athugaðu að verðin á vaktinni eru mjög misvísandi. Mikið af gömlum verðum á vörum sem eru löngu uppseldar.

4850 er ódýrari týpan í high end línunni frá ATI. Þannig að ég vil kalla það middle-to-high end.

OT. Hvernig er nýji gamli skjárinn? :)

MuGGz skrifaði:Hefðir þá átt að punga út meiri pening og kaupa þér high end kort frá ATi 4870 :8)

allavega er 4850 fyrir mér ekki high end kort

Re: Sapphire Radeon HD 4850

Sent: Sun 07. Des 2008 02:12
af MuGGz
janus skrifaði:Þegar ég keypti 4850 kortið þá kostaði 4870 20 þús. kr. meira. Athugaðu að verðin á vaktinni eru mjög misvísandi. Mikið af gömlum verðum á vörum sem eru löngu uppseldar.

4850 er ódýrari týpan í high end línunni frá ATI. Þannig að ég vil kalla það middle-to-high end.

OT. Hvernig er nýji gamli skjárinn? :)

MuGGz skrifaði:Hefðir þá átt að punga út meiri pening og kaupa þér high end kort frá ATi 4870 :8)

allavega er 4850 fyrir mér ekki high end kort


nýji gamli rokkar :8)

Re: Sapphire Radeon HD 4850

Sent: Mán 15. Des 2008 02:35
af Zimbi
hvar fær maður svona kort?

Re: Sapphire Radeon HD 4850

Sent: Mán 15. Des 2008 02:53
af KermitTheFrog
Zimbi skrifaði:hvar fær maður svona kort?


Do you have to ask??

http://www.vaktin.is/index.php?action=p ... play&cid=3