Síða 1 af 1

GPU kæling

Sent: Þri 02. Des 2008 21:31
af KermitTheFrog
Hérna er ég með MSI R4850 með svokallaðri quad-pipe kælingu og nær það að halda kortinu í 40° idle, en það heyrist smá í því, ekkert mikið en samt nóg til að mig langi til að lækka aðeins í því

Er málið að fara að fiffa einhverja kælingu á það eða tengja kælinguna við viftustýringu?? Er með viftustýringu þar sem ég get verið með allt að 6 viftur tengdar og stjórnað, en vantar breyti til að tengja 4pin tengi í 3pin viftutengi til að geta smellt viftunni með þessari stýringu

Svo spyr ég??

Re: GPU kæling

Sent: Þri 02. Des 2008 21:37
af Allinn
Vinur minn spáði líka í þessu en það sem hann gerði var að hann klippti vírana og lóðaði þetta við 3 pinna tengi.

Re: GPU kæling

Sent: Mið 03. Des 2008 21:37
af KermitTheFrog
En hvernig er með það, er ekki hægt að stjórna þessu með einhverju forriti bara??

Re: GPU kæling

Sent: Mið 03. Des 2008 21:43
af Allinn
KermitTheFrog skrifaði:En hvernig er með það, er ekki hægt að stjórna þessu með einhverju forriti bara??



Jú það á að vera hægt með RivaTuner.

Re: GPU kæling

Sent: Mið 03. Des 2008 21:47
af KermitTheFrog
Já, las það á netinu en skil bara ekkert í þessu RivaTuner forriti.. Kanntu á það??

NVM, fann það