Síða 1 af 1

Intel E8600 heitur

Sent: Sun 23. Nóv 2008 22:11
af jonsig
Sælir , núna held ég að ég hafi farið úr öskunni yfir í eldinn , ég keypti mér E8600 vegna þess að mér fannst AMD 6400+ vera allof heitur Og náttúrulega búið að bulla í mann að Intel sé að keyra á lægri hita , en það má kanski rekja til að flestir þeir örgjörfar eru með gallaðan hitaskynjara og sýna stundum lægri tölur , stundum hærri en eru þá hundsaðar. ég verð að viðurkenna að ég er ekkert að nota tölvuna í kapal eða doom1 eða 2 . Og þessvegna hef ég núna lent í tvisvar sinnum að fá BSOD eða reboot í fésið útaf ofhitnun :S

Mynd

ég er með þessa viftu frá ATT´inu & artic silver .. allavegana er hún að gera betri hluti heldur en oem viftan

Mér finnst ólíklegt að ísetningin hafi misheppnast hjá mér þar sem örrin er að keyra á 35c° í Idle .en fer uppí 60c°+ í þungri vinnslu kanski á 80% hraða á viftunni. í 100% er hávaðin óbærilegur

þarf maður að kaupa sér aftur Zalman :(

Re: Intel E8600 heitur

Sent: Sun 23. Nóv 2008 22:40
af Blackened
Ég efast nú um að þú fáir BSOD afþví að hitinn hjá þér fer í 60° minn keyrir sirka 48° í idle og alveg slefar í 60° í 100% álagi.. og ekki verð ég var við að þetta sé neitt "vandamál"

Re: Intel E8600 heitur

Sent: Mán 24. Nóv 2008 00:56
af TechHead
Sammála síðasta ræðumanni.

Er að keyra minn E8500 í 4.2ghz og ef ég mæli með laserhitamæli á hitapípuna þar sem hún kemur undan botninum á TRU120EX kælingunni þá er ég að fá mælingu um 58°c undir load. (CoreTemp sýnir um 73°c á core0/1 en þar sem Tjunction á þessum örgjörvum er í ruglinu tek ég lítið mark á því)

Færð einungis BSOD á örran ef hann er ekki að fá næg volt til að framkvæma reikninga, ef hann er að "ofhitna" þá slekkur tölvan á sér complett.

Ræstu tölvuna upp með því að ýta á F8 rétt áður en Win byrjar að keyra upp og veldu "Disable automatic restart on system failure", láttu kvikindið fara í BSOD og hripaðu niður error kóðann og póstaðu honum hér í þennann þráð.

Og ef þú ert að leita þér að nýjum heatsink þá mæli ég hiklaust með Xigmatek S1283 eða Thermalright Ultra Extreme 120 þar sem þær taka allar þessar flashy en mostly disfunctional kælingar frá Zalman í nefið ;)

Og hér er svo linkur á Top listann hjá einni ítarlegustu Review síðu um örgjörvakælingar á netinu, Frostytech.com
http://www.frostytech.com/top5heatsinks.cfm

P.S. Hvaða móðurborð ertu með Jónsi?
(þar sem GA-MA770 er AMD borð...)

Re: Intel E8600 heitur

Sent: Þri 25. Nóv 2008 19:55
af jonsig
Er þessi vifta málið , þar að segja ekki sú dýrari , ,,, þessi með viftunni ?

ég trúi ekki að ég sé á leiðinni að láta á 3ju viftuna á örran

Re: Intel E8600 heitur

Sent: Fös 28. Nóv 2008 19:16
af jonsig
Sæll takk fyrir info´ið , ég keypti thermalright ultra sem þú nefndir og lét á hana 12cm viftu , það heyrist ekkert í tölvunni !!!! og örrin kaldari en norrku sinni fyrr !! .

Hitinn í Idle er núna 32c°í stað 38-40c° og hann á eftir að lækka enn frekar þegar Artic siver´ið hefur mótað sig ,, tekið sig 1-3c°

En núna þarf ég að kaupa annan kassa útaf kvikindið stendur meter útí loftið
takk takk

Mynd

Re: Intel E8600 heitur

Sent: Sun 30. Nóv 2008 02:05
af jonsig
30c° í idle , tölvan var idle í 4klst :S en þetta er ótrúlegt , hún var yfir 40 stundum í idle með ATT viftunni

Re: Intel E8600 heitur

Sent: Sun 30. Nóv 2008 11:42
af KermitTheFrog
jonsig skrifaði:En núna þarf ég að kaupa annan kassa útaf kvikindið stendur meter útí loftið


4real, hvað er þetta stórt??

Re: Intel E8600 heitur

Sent: Sun 30. Nóv 2008 15:32
af Nariur
120mm vifta passar á heatsinkið

Re: Intel E8600 heitur

Sent: Sun 30. Nóv 2008 22:58
af jonsig
svipað breið og standard tölvukassi á breidd nálægt 15 cm sjálfur sink ´inn , en hverrar krónu virði , ég elska hann , ekkert hljóð með Antec viftu og hitinn fór undir 30c°í ídle í gær

eini "hávaðinn" er í 4870 kortunum og þar næst er ultra silent thermaltake psu ´ið , síðan kassaviftan , og lægst heyrist í cpu viftunni

Re: Intel E8600 heitur

Sent: Mán 01. Des 2008 00:03
af KermitTheFrog