Síða 1 af 1

Lágt volume í hljóði

Sent: Lau 22. Nóv 2008 14:22
af Danni V8
Ég var að breyta aðeins til uppsetningunni hjá mér. Hingað til hef ég verið með tölvuna mjög nálægt heimabíó magnara og tengt hljóðið við hann og svo er tengi framan á tölvunni fyrir Heyrnatól sem að slekkur á hljóðinu í magnaranum þegar þau eru tengd. Þegar ég breytti til færði ég tölvuna í hinn endann á herberginu og þurfti ca 7 og hálfan metra af framlenginarsnúrum, sem að urðu að 6 eða 7 framlengingarsnúrum sem ég átt til, nennti ekki út í búð að kaupa eina langa hehe.

En eftir þetta þá sendir tölvan hljóðið mjög lágt til magnarans, ég hækka alveg í botn (sem hefði verið nóg til að brjóta rúður áður en ég breytti) og það bara rétt heyrist.

Hvort er líklegra að hljóðtengið aftan á tölvunni gaf sig eða eitthvað í magnaranum eða er þetta út af framlengunum? :oops:

Re: Lágt volume í hljóði

Sent: Lau 22. Nóv 2008 14:32
af Zorglub
6-7 snúrur saman er náttúrulega ekki sniðugt #-o
En prófaðu að tengja heyrnartólin aftan í tölvuna og sjáðu hvort þú færð sama styrk og að framan :wink:
Athugaðu líka hvort eitthvað hafi breyst í stjórnborðinu fyrir hljóðið.

Re: Lágt volume í hljóði

Sent: Lau 22. Nóv 2008 15:56
af Danni V8
Reddað.

Minnkaði framlengingar um helming og þetta reddaðist. Þarf bara að redda einni langri núna svo snúrurnar þurfa ekki að liggja á gólfinu hehe.