Lágt volume í hljóði
Sent: Lau 22. Nóv 2008 14:22
Ég var að breyta aðeins til uppsetningunni hjá mér. Hingað til hef ég verið með tölvuna mjög nálægt heimabíó magnara og tengt hljóðið við hann og svo er tengi framan á tölvunni fyrir Heyrnatól sem að slekkur á hljóðinu í magnaranum þegar þau eru tengd. Þegar ég breytti til færði ég tölvuna í hinn endann á herberginu og þurfti ca 7 og hálfan metra af framlenginarsnúrum, sem að urðu að 6 eða 7 framlengingarsnúrum sem ég átt til, nennti ekki út í búð að kaupa eina langa hehe.
En eftir þetta þá sendir tölvan hljóðið mjög lágt til magnarans, ég hækka alveg í botn (sem hefði verið nóg til að brjóta rúður áður en ég breytti) og það bara rétt heyrist.
Hvort er líklegra að hljóðtengið aftan á tölvunni gaf sig eða eitthvað í magnaranum eða er þetta út af framlengunum?
En eftir þetta þá sendir tölvan hljóðið mjög lágt til magnarans, ég hækka alveg í botn (sem hefði verið nóg til að brjóta rúður áður en ég breytti) og það bara rétt heyrist.
Hvort er líklegra að hljóðtengið aftan á tölvunni gaf sig eða eitthvað í magnaranum eða er þetta út af framlengunum?