Síða 1 af 1

FireWire bridgeboard

Sent: Þri 18. Nóv 2008 12:31
af Kristján Gerhard
Sælir félagar,

Mig vantar að keyra nokkra utanáliggjandi diska og vil nýta til þess FireWire tengibraut. Úrvalið að FW hýsingum hér
á klakanum er hinsvegar arfaslakt og einna helst fáanlegt frá Lacie fyrir marga peninga. Spurning mín til ykkar er því þessi:
Vitið þið um einhvern sem að selur eða hefur selt brúborð (e. bridgeboard) fyrir FW braut. Brúborð er í raun innvolsið í
flakkarhýsingunni þegar ál/plast dollan hefur verið fjarlægð. Þe. gerir þér kleift að tengja SATA/ATA harðadiska við FW/USB
tengibraut.

Hér má sjá dæmi um slíkt borð.

kv.

KG

Re: FireWire bridgeboard

Sent: Þri 18. Nóv 2008 13:35
af einarornth
Búinn að tékka á Íhlutum, Skipholti?

Re: FireWire bridgeboard

Sent: Þri 18. Nóv 2008 18:01
af Kristján Gerhard
Ég renndi í gegnum excel-vörulistann hjá þeim en fann ekkert líklegt. Þarf að spjalla við þá samt.