Síða 1 af 1

Örgjörvi ekki að vinna jafn hratt og hann ætti að gera

Sent: Mið 05. Nóv 2008 16:50
af KermitTheFrog
Ég er hérna með E8400 örgjörva sem á að vera á 3 GHz en hann er bara að (það er rangt að tala um að rönna, ég lofa að vanda málfar mitt annars verð ég bannaður, lengi lifi ritskoðun!) á svona 1,2 - 1,8 GHz.. Hvernig stendur á þessu?? Get ég lagað þetta einhvernveginn??

Re: Örgjörvi ekki að vinna jafn hratt og hann ætti að gera

Sent: Mið 05. Nóv 2008 16:54
af GuðjónR
speedstep ?

Re: Örgjörvi ekki að vinna jafn hratt og hann ætti að gera

Sent: Mið 05. Nóv 2008 17:09
af KermitTheFrog
Care to explain??

Re: Örgjörvi ekki að vinna jafn hratt og hann ætti að gera

Sent: Mið 05. Nóv 2008 17:11
af TechHead
MSI? :lol:

...segi svona. Speedstep er tækni sem lækkar multiplierinn á örgjörvanum ef ekkert álag er á honum til að minnka orkunotkun og hitamyndun.
Getur farið í BIOS móðurborðsins og gert [Disable] á Speedstep

Re: Örgjörvi ekki að vinna jafn hratt og hann ætti að gera

Sent: Mið 05. Nóv 2008 17:13
af Klemmi
Mér sýnist Stebbi vera búinn að greina þetta rétt :lol:

Re: Örgjörvi ekki að vinna jafn hratt og hann ætti að gera

Sent: Fös 07. Nóv 2008 20:33
af KermitTheFrog
Ég finn ekkert í bios sem heitir speedstep eða neitt svoleiðis

Undir hverju ætti þetta að vera??

Re: Örgjörvi ekki að vinna jafn hratt og hann ætti að gera

Sent: Fös 07. Nóv 2008 23:08
af jonsig
Heitir þetta ekki "Intel Robinson technology" í dag ? ég er hættur að sjá þetta speedstep í msi móbóum bara Robinson , sem virkar álíka

Re: Örgjörvi ekki að vinna jafn hratt og hann ætti að gera

Sent: Lau 08. Nóv 2008 00:02
af beatmaster
Þetta er inní Cell Menu, settu D.O.T Control á "Disabled" og Intel EIST (sem er Enhanced Intel Speed Step) á "Disabled"

Robson virðist hins vegar vera önnur tækni
Intel Robson
This item is turbo memory technology that can let the users to enable operation
system without accessing hard disk frequently. This boot up way can promote 20%
speed and promote the speed of the large application program two times that can
speed up the enable time and reduce power consumption.


Þessar upplýsingar koma allar héðan (Sem er manual-inn fyrir P45 Platinum)

Re: Örgjörvi ekki að vinna jafn hratt og hann ætti að gera

Sent: Lau 08. Nóv 2008 00:09
af jonsig
ok ég setti einhverntíman samasem merki milli þessara tækna

Re: Örgjörvi ekki að vinna jafn hratt og hann ætti að gera

Sent: Lau 08. Nóv 2008 00:21
af KermitTheFrog
D.O.T. er disabled en ég finn ekkert EIST, hvorki í Cell menu né neinsstaðar annarsstaðar í BIOS

Re: Örgjörvi ekki að vinna jafn hratt og hann ætti að gera

Sent: Lau 08. Nóv 2008 10:22
af GuðjónR
jonsig skrifaði:ok ég setti einhverntíman samasem merki milli þessara tækna

Tækna? er það tækni í fleirtölu ? 8-[