Síða 1 af 1

Smá spurningar

Sent: Sun 02. Nóv 2008 23:01
af KermitTheFrog
Ég er hérna að fara að setja saman tölvu handa sjálfum mér og það er tvennt sem ég er að velta fyrir mér;

1. Kælikrem - Er það ekki mikilvægt?? Og fylgir það með örgjörvanum eða hvað??
2. ESD - Er þetta ekki eitthvað til að varast?? Er ekki hægt að jarðtengja tölvuna eða eitthvað shit til að varast þetta??

Re: Smá spurningar

Sent: Sun 02. Nóv 2008 23:10
af Gets
Kælikrem skal ávalt nota til að fá sem besta hitaleiðni yfir í kæliplötuna, það fylgir ekki stökum örgjörfum OEM en er staðsett á kælingunni sem fylgir með Retail útgáfum, þú getur líka fengið kælikremið í túbbu í flestun tölvuverslunum.

Ef þú notar þetta litla verkfæri þá þarftu ekki að hafa áhyggjur af ESD

http://www.computer.is/vorur/5492