Síða 1 af 1

Vandamál með að losa heatsink af norðurbrú

Sent: Sun 26. Okt 2008 19:10
af DoofuZ
Ég er í vandræðum með að losa heatsink af norðurbrú á einu móðurborði hjá mér en það sem er svona mikið vesen er að losa tvær klemmufestingar eða hvað sem það kallast, það er hægt að klemma saman endan á festingunum undir móðurborðinu og þannig á að vera hægt að losa festingarnar en það er ekki alveg að takast hjá mér :? Það gengur eitthvað svo illa að klemma neðsta partinn saman, eruð þið nokkuð með einhver góð ráð varðandi það? Eitthvað sér verkfæri sem mig vantar eða eitthvað svoleiðis? :-k

Re: Vandamál með að losa heatsink af norðurbrú

Sent: Sun 26. Okt 2008 19:30
af TechHead
Bara nota neftöng (lóðrétt móts móbóinu) til að massa þetta vel saman og juða því upp um götin.
Spennir svo "klemmurnar" í sundur aftur með flötu skrúfjárni fyrir endur ísetningu.