
Vandamál með að losa heatsink af norðurbrú
-
DoofuZ
Höfundur - 1+1=10
- Póstar: 1132
- Skráði sig: Lau 30. Okt 2004 16:02
- Reputation: 9
- Staðsetning: Rivertown
- Staða: Ótengdur
Vandamál með að losa heatsink af norðurbrú
Ég er í vandræðum með að losa heatsink af norðurbrú á einu móðurborði hjá mér en það sem er svona mikið vesen er að losa tvær klemmufestingar eða hvað sem það kallast, það er hægt að klemma saman endan á festingunum undir móðurborðinu og þannig á að vera hægt að losa festingarnar en það er ekki alveg að takast hjá mér
Það gengur eitthvað svo illa að klemma neðsta partinn saman, eruð þið nokkuð með einhver góð ráð varðandi það? Eitthvað sér verkfæri sem mig vantar eða eitthvað svoleiðis? 

Gigabyte GA-MA790FXT-UD5P, AMD Phenom II X4 955 @3.2Ghz, 2 x 4gb Corsair Vengeance DDR3 @1600mhz LP, EVGA Geforce GTX 760, Seagate Barracuda 500gb, 20x Sony DVDRW, TT Big Typhoon og 700W Tagan BZ allt í Cooler Master Stacker kassa með 55" Philips HDTV :]
Re: Vandamál með að losa heatsink af norðurbrú
Bara nota neftöng (lóðrétt móts móbóinu) til að massa þetta vel saman og juða því upp um götin.
Spennir svo "klemmurnar" í sundur aftur með flötu skrúfjárni fyrir endur ísetningu.
Spennir svo "klemmurnar" í sundur aftur með flötu skrúfjárni fyrir endur ísetningu.