Síða 1 af 2
Minnisvesen?
Sent: Fim 23. Okt 2008 16:48
af machinehead
Daginn,
Er með leiðilegt vandamál hérna.
Málið er að ég uppfærði minnin hjá mér og fékk mér 2x2GB Corsair 1066 minni (var með 800).
Og um leið og ég setti þau í fór tölvan að haga sér asnalega. Var mjög gjörn á að frjósa upp úr þurru,
þó að ég væri ekki að gera neitt nema vafra á netinu.
Þannig að ég hringdi og bað um ný minni.
Þau voru ekki til þannig að ég þurfti að bíða og hreyfði ekki við tölvunni í nokkra daga.
Síðan ákvað ég í gær að gera smá test og athuga hvor kubbanna væri gallaður.
Keyrði Prime95 og memtest á báðum í sitthvoru lagi en ekkert gerðist.
Prufaði líka að gera þetta vanalega vafra á netinu og svona, en sama og áður, báðir kubbarnir virkuðu fínt einir og stakir.
Svo gerði ég það sama með báða kubbana í og ekkert gerðist, virkaði allt fínt. Svo seinna í gærnótt, alveg upp úr þurru frýs vélin.
Var ekki að gera neitt krefjandi, bara að skoða póstinn.
Er þetta eitthvað annað en gallað minni?
Ég er með MSI P45 Platinum móðurborð, Q9550, 4870x2 og 800W Seasonic aflgjafa.
Re: Minnisvesen?
Sent: Fim 23. Okt 2008 17:22
af ManiO
Gæti verið að timings séu vanstillt og/eða voltin á minnunum þegar þau eru sett saman. Gerum að sjálfsögðu ráð fyrir því að þú setur þau í réttu raufarnar er það ekki?

Eitt líka, prófaðiru að keyra memtest?
Re: Minnisvesen?
Sent: Fim 23. Okt 2008 17:37
af machinehead
4x0n skrifaði:Gæti verið að timings séu vanstillt og/eða voltin á minnunum þegar þau eru sett saman. Gerum að sjálfsögðu ráð fyrir því að þú setur þau í réttu raufarnar er það ekki?

Eitt líka, prófaðiru að keyra memtest?
Heh, jújú réttar raufar. Timings og volt eru bara default.
Re: Minnisvesen?
Sent: Fim 23. Okt 2008 18:13
af machinehead
Tók eftir því núna að tölvan frýs jafnvel þó að ég noti bara annan minniskubbinn.
Þetta er voða furðulegt. Er t.d búinn að vera að leika mér núna í Far Cry 2 og það er allt að virka sem skildi.
Re: Minnisvesen?
Sent: Fim 23. Okt 2008 18:16
af TechHead
Voltin þurfa án vafa að vera á 2.0 eða 2.1 á þessum minnum....
Re: Minnisvesen?
Sent: Fim 23. Okt 2008 18:44
af machinehead
TechHead skrifaði:Voltin þurfa án vafa að vera á 2.0 eða 2.1 á þessum minnum....
Alveg klár á því áður en ég breyti því.
Minnir að þau hafi verið stillt töluvert lægra.
EDIT:
Voltin voru í kringum 1,8 setti þau í 2,0
Varðandi timings þá eru þau 5-7-7-24.
Re: Minnisvesen?
Sent: Fim 23. Okt 2008 19:19
af machinehead
4x0n skrifaði:Gæti verið að timings séu vanstillt og/eða voltin á minnunum þegar þau eru sett saman. Gerum að sjálfsögðu ráð fyrir því að þú setur þau í réttu raufarnar er það ekki?

Eitt líka, prófaðiru að keyra memtest?
Já, er búinn að keyra Memtest með báða kubbana í og svo í sitthvoru lagi og það kom engin villa.
Re: Minnisvesen?
Sent: Fim 23. Okt 2008 19:24
af ManiO
machinehead skrifaði:4x0n skrifaði:Gæti verið að timings séu vanstillt og/eða voltin á minnunum þegar þau eru sett saman. Gerum að sjálfsögðu ráð fyrir því að þú setur þau í réttu raufarnar er það ekki?

Eitt líka, prófaðiru að keyra memtest?
Já, er búinn að keyra Memtest með báða kubbana í og svo í sitthvoru lagi og það kom engin villa.
Keyrðiru öll prófin í gegn? Ég lenti einmitt í böggi með minni og fékk ekki villu fyrr en eftir 12 tíma í keyrslu af memtest.
Re: Minnisvesen?
Sent: Fim 23. Okt 2008 19:46
af machinehead
4x0n skrifaði:machinehead skrifaði:4x0n skrifaði:Gæti verið að timings séu vanstillt og/eða voltin á minnunum þegar þau eru sett saman. Gerum að sjálfsögðu ráð fyrir því að þú setur þau í réttu raufarnar er það ekki?

Eitt líka, prófaðiru að keyra memtest?
Já, er búinn að keyra Memtest með báða kubbana í og svo í sitthvoru lagi og það kom engin villa.
Keyrðiru öll prófin í gegn? Ég lenti einmitt í böggi með minni og fékk ekki villu fyrr en eftir 12 tíma í keyrslu af memtest.
Keyrði bara upp í 100% en það tók ekki nema 20 mín
Re: Minnisvesen?
Sent: Fim 23. Okt 2008 20:13
af Selurinn
Synca minnin með örran [1:1] hjálpar. (Lennti í nákvæmlega svona rugli eins og þú)
Manualt stilla timings ásamt bæta við voltum.
Þetta er það eina sem manni dettur í hug :S
Re: Minnisvesen?
Sent: Fim 23. Okt 2008 20:20
af machinehead
Selurinn skrifaði:Synca minnin með örgjörvan [1:1] hjálpar. (Lennti í nákvæmlega svona rugli eins og þú)
Manualt stilla timings ásamt bæta við voltum.
Þetta er það eina sem manni dettur í hug :S
Okay, lagaðist þetta hjá þér við það.
Hvernig ætti ég að hafa timings?
Re: Minnisvesen?
Sent: Fim 23. Okt 2008 21:01
af Selurinn
Hafðu þetta bara á 5-5-5-15 (CL-RCD-RP-RAS) ásamt að hafa Command Rate (CR) 2T staðinn fyrir 1T
Re: Minnisvesen?
Sent: Fim 23. Okt 2008 21:03
af Selurinn
Selurinn skrifaði:Hafðu þetta bara á 5-5-5-15 (CL-RCD-RP-RAS) ásamt að hafa Command Rate (CR) 2T staðinn fyrir 1T
Og bumaðu minnin uppí 2.2-2.3V
Re: Minnisvesen?
Sent: Fim 23. Okt 2008 21:57
af machinehead
Prufaði þetta, tölvan slökkti á sér og startaði svo aftur, nema það gerðist ekkert. Komst ekki í BIOS aftur.
Þurfti að reset'a BIOS og starta aftur. Fæ nýju minnin vonandi á morgun. Sjáum hvað setur.
Re: Minnisvesen?
Sent: Fim 23. Okt 2008 22:28
af machinehead
Veit ekki hvort þetta hefur eitthvað að segja en ef ég opna CPU-Z og fer þar í SPD
þá stendur Max Bandwidth PC2-6400 (400MHz) ætti þetta ekki að vera 533MHz?
Re: Minnisvesen?
Sent: Fim 23. Okt 2008 22:49
af Selurinn
Ef þú ert með 1066 já.
En þegar þú syncar minnið með örran þá eftilvill klukkar minnið sig niður

Re: Minnisvesen?
Sent: Fim 23. Okt 2008 23:01
af machinehead
Selurinn skrifaði:Ef þú ert með 1066 já.
En þegar þú syncar minnið með örgjörvan þá eftilvill klukkar minnið sig niður

Já ef ég hef það í auto þá er minnið bara í 800. Er samt ekki með það núna. Dividerinn er stilltur þannig
að minnið er 1066.
Re: Minnisvesen?
Sent: Fim 23. Okt 2008 23:03
af Selurinn
OG er þetta eitthvað að ganga?
Re: Minnisvesen?
Sent: Fim 23. Okt 2008 23:10
af machinehead
Ég hélt það, var búinn að vera að leika mér í Far Cry í svona 30mín þá bara allt í einu fraus vélin.
Er með volts í 2.0 og default timings (5-7-7-24)
Það er samt hægt að sync'a minnin á nokkra vegu.
1:1 :25
1:1 :50
O.s.frv.
Re: Minnisvesen?
Sent: Fös 24. Okt 2008 00:44
af machinehead
4x0n skrifaði:machinehead skrifaði:4x0n skrifaði:Gæti verið að timings séu vanstillt og/eða voltin á minnunum þegar þau eru sett saman. Gerum að sjálfsögðu ráð fyrir því að þú setur þau í réttu raufarnar er það ekki?

Eitt líka, prófaðiru að keyra memtest?
Já, er búinn að keyra Memtest með báða kubbana í og svo í sitthvoru lagi og það kom engin villa.
Keyrðiru öll prófin í gegn? Ég lenti einmitt í böggi með minni og fékk ekki villu fyrr en eftir 12 tíma í keyrslu af memtest.
Ætla að prufa þetta í nótt. En þar sem ég er með 4kjarna örgjörva þarf ég þá ekki að keyra 4 forrit og skipta minninu milli þeirra.
EDIT:
http://tl.is/vara/9810Þetta eru minnin, segir ekki mikið þarna en by default eru þau 2,1V og 5-5-5-15 en somehow eru þau 1,8V og 5-7-7-24
Re: Minnisvesen?
Sent: Fös 24. Okt 2008 07:16
af Cikster
Minnin eru þannig að þau reyna að starta sér á lægri hraða, með lægri voltum og slakara timings þannig að móðurborðið booti á því þegar þú setur þau í.
Verður síðan sjálfur að stilla þetta allt til að fá þau til að vinna á réttum hraða.
Re: Minnisvesen?
Sent: Fös 24. Okt 2008 08:47
af TechHead
machinehead skrifaði:http://tl.is/vara/9810Þetta eru minnin, segir ekki mikið þarna en by default eru þau 2,1V og 5-5-5-15 en somehow eru þau 1,8V og 5-7-7-24
BIOS´inn í móðurborðinu er að lesa kolvitlaust útúr SPD kubbnum á minnunum, sérstaklega þar sem P45 á að styðja SPD volta og rið stillingar rétt úr minnum upp að 1066mhz.
Renndi yfir BIOS update síðuna á þessu móðurborði og þeir virðast reglulega vera að koma með uppfærslur fyrir ákveðnar Modules, Flashaðu inn nýjasta BIOS og reyndu aftur.....
http://global.msi.com.tw/index.php?func=downloaddetail&type=bios&maincat_no=1&prod_no=1479
Re: Minnisvesen?
Sent: Fös 24. Okt 2008 11:50
af DoofuZ
Gætir svosem prófað að uppfæra biosinn

Þegar ég keypti tölvuna sem er í undirskrift þá virtust minnin í henni vera eitthvað gölluð svo ég skipti þeim en það sama gerðist aftur þannig að ég prófaði að uppfæra biosinn og viti menn, þrátt fyrir að það voru ekki komnar margar uppfærslur þá var búið að bæta minnisstuðning í þeirri nýjustu og eftir þá uppfærslu þá var allt í lagi með minnin

Re: Minnisvesen?
Sent: Fös 24. Okt 2008 21:15
af machinehead
TechHead skrifaði:machinehead skrifaði:http://tl.is/vara/9810Þetta eru minnin, segir ekki mikið þarna en by default eru þau 2,1V og 5-5-5-15 en somehow eru þau 1,8V og 5-7-7-24
BIOS´inn í móðurborðinu er að lesa kolvitlaust útúr SPD kubbnum á minnunum, sérstaklega þar sem P45 á að styðja SPD volta og rið stillingar rétt úr minnum upp að 1066mhz.
Renndi yfir BIOS update síðuna á þessu móðurborði og þeir virðast reglulega vera að koma með uppfærslur fyrir ákveðnar Modules, Flashaðu inn nýjasta BIOS og reyndu aftur.....
http://global.msi.com.tw/index.php?func=downloaddetail&type=bios&maincat_no=1&prod_no=1479
Úff, þá þarf ég að fara að grafa upp floppy drifið, efast um að það virki ennþá.
Re: Minnisvesen?
Sent: Sun 26. Okt 2008 16:46
af DoofuZ
Mæli þá með því að þú fáir þér
usb floppy drif 
Algjör snilld að eiga eitt svona, svo lengi sem þú ert ekki með einhverja eldgamla tölvu sem hefur ekki usb port

Svo verður biosinn líka að styðja usb boot að sjálfsögðu.