Síða 1 af 1

Formata disk

Sent: Þri 21. Okt 2008 23:02
af KermitTheFrog
Heyrið

Ég er hérna með 160 GB Seagate disk sem hefur bara legið oní skúffu undanfarið og ég ákvað að tengja hann við eina hýsinguna mína og nýta hann í eitthvað.. Svo þurfti ég að formata hann og eitthvað shit og Quick Format virkaði ekki.. Svo hann er búinn að vera að síðan á Sunnudag eða eitthvað (kominn í 98%).. Þetta á ekki að taka svona langan tíma er það?? Gæti hann verið eitthvað bilaður??

Vildi bara fá smá comment frá ykkur áður en ég treysti honum fyrir gögnunum mínum

Re: Formata disk

Sent: Þri 21. Okt 2008 23:06
af jonsig
pottó software vesen

Re: Formata disk

Sent: Þri 21. Okt 2008 23:10
af KermitTheFrog
Og by that you mean..........

Re: Formata disk

Sent: Þri 21. Okt 2008 23:21
af jonsig
Er alltí lagi með tengingar ? harðir diskar lockast upp ef smá truflun er á sambandinu , milli móðurborð og hdd

Re: Formata disk

Sent: Þri 21. Okt 2008 23:27
af KermitTheFrog
Ég tengdi hann við usb hýsingu sem ég átti og það er allt vel tengt þar

Re: Formata disk

Sent: Þri 21. Okt 2008 23:34
af jonsig
allir IDE pinnarnir í 100% lagi , engin skítur inní götunum , annars getur verið að hann sé að' lock´ast upp bara útaf hann er orðin gamall og lélegur og raninn inníhonum orðin slappur

Re: Formata disk

Sent: Mið 22. Okt 2008 02:07
af hsm
Ég var í veseni með hýsingu hjá mér sem lýsti sér þannig að ég var í óra tíma að færa gögn á milli hýsingar og tölvu svo prufaði ég að skipta um USB snúruna og hann hefur virkað fínt síðan.
Svo það sakar ekki að prufa ef þú ert ekki búinn að því.

Re: Formata disk

Sent: Mið 22. Okt 2008 02:30
af Minuz1
KermitTheFrog skrifaði:Heyrið

Ég er hérna með 160 GB Seagate disk sem hefur bara legið oní skúffu undanfarið og ég ákvað að tengja hann við eina hýsinguna mína og nýta hann í eitthvað.. Svo þurfti ég að formata hann og eitthvað shit og Quick Format virkaði ekki.. Svo hann er búinn að vera að síðan á Sunnudag eða eitthvað (kominn í 98%).. Þetta á ekki að taka svona langan tíma er það?? Gæti hann verið eitthvað bilaður??

Vildi bara fá smá comment frá ykkur áður en ég treysti honum fyrir gögnunum mínum


Úr hýsingunni og reyndu að formatta hann í tölvunni þinni....

Re: Formata disk

Sent: Fös 24. Okt 2008 20:57
af KermitTheFrog
Bara bilun í disknum

Er með annan nákvæmlega eins og quick formataði hann á no time