Síða 1 af 1
Vesen með tölvu.
Sent: Mán 20. Okt 2008 14:52
af Kristinng
Sælir, ég er með eina tölvu sem lætur illa, hún startar sér ekki venjulega, þegar ég ýti á takkan framaná þá kveikjir hún ekki á sér , kemur bara ljós í smá stund og síðan ekkert meira, viturnar byrja líka að snúast í eina sec en ekkert annað!
Kv Kristinn.
Re: Vesen með tölvu.
Sent: Mán 20. Okt 2008 14:54
af Halli25
byrjaði þetta allt í einu eða er þetta ný vél?
Re: Vesen með tölvu.
Sent: Mán 20. Okt 2008 15:02
af Kristinng
Byrjaði allt í einu......
Re: Vesen með tölvu.
Sent: Mán 20. Okt 2008 15:09
af Halli25
Varstu að gera eitthvað inní vélinni? Ef ekki þá er ég hræddur um að einhver vélbúnaður sé að klikka hjá þér. Er ekki nógu góður hardware maður til að hjálpa þér meira en þetta

Mínar 5 krónur fara á móðurborðið

Re: Vesen með tölvu.
Sent: Mán 20. Okt 2008 17:10
af mpythonsr
Ef þú hefur færi á þá ættir þú að athuga með minnið eða örgjörvann fyrst. það gæti líka verið skjákortið.
Það eru meiri líkur á því að eitt af þessum þremur hlutum sé bilað. Hvernig er hitinn á tölvunni?
KV. Mpython