Síða 1 af 1

8800GTS yfir í HD4870X2 eða GTX280

Sent: Þri 14. Okt 2008 23:48
af Senko
Jaeja gott fólk,
Er að pæla að uppgraida bráðum úr 8800GTS 512MB yfir í HD4870X2 2048MB eða GTX280 1024MB, spurningin er nú bara hvort það sé þess virði.
Dunda mér aðalega bara í WoW og CS:S, en með Wrath of the Lich King on the horizon, þá væri kannski altilægi að hennda smá upgraidi í kassann, þar sem maður er svosem með ágætis vasapening til staðar.

Ég er mikið að spá hvort tölvan sjálf sé nokkuð að hindra 'full performance' út ur þessum tvemur top end skjákortum.
Specin mín eru:
CPU: Q6600 Stock (2.4GHz)
Mobo: Gigabyte X38-DS4
RAM: 4GB DUAL DDR2 800MHz OCZ Plat
Turn & PSU: ANTEC P182, hef ekki hugmynd hvernig PSU er í henni en hann er flottur! :P

Jæja, any feedback appriciated.
Smá offtopic spurning líka, RAMið er nú ekki alveg topp-end skilst mér, á maður að fá sér 2x 2GB DDR3 1066MHz minni? - Er það 'compatible' með þessu mobo/CPU? - Er hægt/er þess virði að fá ser hraðara RAM?

Re: 8800GTS yfir í HD4870X2 eða GTX280

Sent: Mið 15. Okt 2008 01:30
af Zorba
úff...núverandi tölvan þín er algjört overkill í CS:S og wow.
Þarft alls ekki að uppfæra ef það er eina sem þú spilar

Re: 8800GTS yfir í HD4870X2 eða GTX280

Sent: Mið 15. Okt 2008 01:52
af Senko
Mehh, það er nú sammt enþá FPS loss þegar maður spilar á 20+ mans serverum í CS:S, síðan spilar maður á Magtheridon í WoW sem er með svona 500 manns í Nihilum Fanclub standandi um í Orgrimmar, og ekki má gleyma að Wrath of the Lich King kemur með margar graphical enhancements plus þeir eru búnir að increase-a 'view distance' by x2-x3. ( Ég er í betuni )
Basically lángar mér bara í upgraid til að hafa það til staðar, maður dundar sér nú stundum í single player í Crysis o.s.f, og á náturlega eftir að kaupa mér alla næstu fræga títla.

Re: 8800GTS yfir í HD4870X2 eða GTX280

Sent: Mið 15. Okt 2008 02:09
af machinehead
4870x2 :!:

Re: 8800GTS yfir í HD4870X2 eða GTX280

Sent: Mið 15. Okt 2008 11:21
af Yank
Radeon HD 4870X2 er öflugra en GTX280. Þannig 4870X2 er kortið á þessu verðbili, ekki spurning.

DDR3 virkar ekki á þessu móðurborði hjá þér.

Og það er lítil ástæða til þess að uppfæra í DDR2 1066 minni þú yrðir aldrei var við neinn mun. Að auki mun móðurborðið ekki keyra örgjörvann á 1066FSB (266) og minni á1066MHz, kubbasettið leifir það ekki. Þarft 333FSB örgjörva til þess eða yfirklukka þennan Q6600 sem er mjög auðvelt reyndar.

Svo er ekkert víst að þessi vandræði sem þú ert að lenda í með beta útgáfu af leik hafi nokkuð með afl skjákortsins að gera. Getur alveg verið leikurinn sjálfur eða þá að driver skjákortsins fyrir leikinn er enn lélegur.

Þú ert í raun enn með vélbúnað sem "lítil" ástæða er til þess að uppfæra, og að auki gefur mikla möguleika á yfirklukkun. Hægt að yfirklukka þetta þannig að það er öflugra en allt sem þú gætir keypt út úr búð.

Það væri helst skjákortið sem þarf að uppfæra en það fer allt eftir því í hvaða upplausn þú ert að spila. Hvernig skjá ertu með?

Re: 8800GTS yfir í HD4870X2 eða GTX280

Sent: Mið 15. Okt 2008 11:36
af Zorglub
Miðað við þínar forsendur þarftu ekki að uppfæra eitt eða neitt, en það má hinsvegar ekki missa sig yfir því að þótt margir þurfi ekki að uppfæra, þá gera þeir það einfaldlega af því þeim langar og geta það.

Hvað um það, aflgjafann skaltu líka skoða vandlega, það er ekki nóg að hann sé flottur #-o Hann þarf að vera með 6 og 8 pinna tengjum og nógu stóra wattatölu til að standa undir þessu ef allt á að virka.
Eins er þetta spurning hvað þú ert með mikið af dóti í kassanum að hafa pláss fyrir 27 cm langt kort :wink:

Niðurstaða: borgar þetta sig? Miðað við þínar forsendur nei engan veginn 65.000 kr kort fyrir WOW :? Ekki nema þú réttlætir það með að ætla að nota kortið áfram eftir næstu uppfærslu.
En er þetta gaman ef maður á aukapening? Ójá, var sjálfur um daginn að spila Warhead í tölvu með 4870x2 og ég var alveg sammála eigandanum að það væri hverrar krónu virði :8)

Re: 8800GTS yfir í HD4870X2 eða GTX280

Sent: Mið 15. Okt 2008 13:41
af Minuz1
Senko skrifaði:Mehh, það er nú sammt enþá FPS loss þegar maður spilar á 20+ mans serverum í CS:S, síðan spilar maður á Magtheridon í WoW sem er með svona 500 manns í Nihilum Fanclub standandi um í Orgrimmar, og ekki má gleyma að Wrath of the Lich King kemur með margar graphical enhancements plus þeir eru búnir að increase-a 'view distance' by x2-x3. ( Ég er í betuni )
Basically lángar mér bara í upgraid til að hafa það til staðar, maður dundar sér nú stundum í single player í Crysis o.s.f, og á náturlega eftir að kaupa mér alla næstu fræga títla.


Nihilium fanclub? er ekki í lagi?

WoW var og verður líklegast áfram ekki leikur sem krefst ofur vélbúnaðar....þeir eru með 10 milljón manns sem spila og vilja halda sem flestum..Crysis aftur á móti er leikur sem er hannaður umfram getu vélbúnaðar sem er til þegar leikurinn var útgefinn og er ennþá top of the line vélbúnaður í vandamálum með að keyra í fullri upplausn.

Re: 8800GTS yfir í HD4870X2 eða GTX280

Sent: Mið 15. Okt 2008 14:55
af kallikukur
Nihilium fanclub? er ekki í lagi?


haha einmitt það sem ég hugsaði :lol: