Síða 1 af 1

Ipod vandamál

Sent: Mið 08. Okt 2008 18:24
af Predator
Er ekki alveg viss hvar þetta ætti að vera svo ég skelli þessu bara hingað.

Þannig er mál með vexti að ég er með 1stk iPod Classic 80GB og alltaf þegar ég tengi hann í tölvuna vill itunes ekki opnast og ég kemst ekki inn í harða diskinn á honum í my computer. Stundum kemur device not recognized og stundum ekki. Það er hinsvegar alltaf sagt að ég ætti að tengja hann í usb 2.0 port en ég er búinn að prófa öll usb tengin á móðurborðinu, þetta kemur alltaf. Þetta kemur líka ef ég tengi aðra ipoda í tölvuna en þeir finnast bæði í itunes og my computer, ipodinn hjá mér virkar líka í öðrum tölvum svo ég hef ekki hugmynd um hvað gæti verið að :/

Ég er búinn að restorea hann í annari tölvu en allt kom fyrir ekki. Hef reynt allt mögulegt sem ég hef fundið á netinu til að laga þetta en ekkert gengur. Er einnig búinn að formata tölvuna 2x útaf þessu, í fyrra skiptið fór ég úr xp í xp og í það seinna úr xp í vista. Þetta eru bæði lögleg stýrikerfi og hvorugt virkaði. Ofan á það er ég líka búinn að uninstalla usb driverunum í device manager nokkrum sinnum og installa þeim aftur bæði með ipodinn tengdan og ótengdan.

Endilega ef ykkur dettur eitthvað í hug ekki hika við að segja það :)

Re: Ipod vandamál

Sent: Mið 08. Okt 2008 18:42
af andribolla
usb-ipod snúran ? (a)
bara hugdetta

Re: Ipod vandamál

Sent: Mið 08. Okt 2008 22:09
af Predator
Neibb búinn að prófa 2 skiptir engu máli en þær virka báðar í öðrum tölvum.

Re: Ipod vandamál

Sent: Mið 08. Okt 2008 23:13
af EmmDjei
prófa að restarta ipodnum... virkaði hjá mér,

setjann í hold, takann úr hold, halda miðju takkanum og menu takkanum inni í smá stund

Re: Ipod vandamál

Sent: Fim 09. Okt 2008 07:58
af Predator
Búinn að reyna það oft ásamt því að setja hann í disk mode...

Re: Ipod vandamál

Sent: Fim 09. Okt 2008 08:42
af KermitTheFrog
búinn að ná í ipod updater og restora hann??

Re: Ipod vandamál

Sent: Fim 09. Okt 2008 15:04
af EmmDjei
viðgerð...

Re: Ipod vandamál

Sent: Fim 09. Okt 2008 16:23
af Predator
En hann virkar í öðrum tölvum en ekki minni, hlýt að geta lagað þetta og kermit held það sé ekki til ipod updater fyrir þennan ipod.

Re: Ipod vandamál

Sent: Sun 12. Okt 2008 13:54
af Predator
Jæja engar aðrar hugmyndir ?

Re: Ipod vandamál

Sent: Lau 25. Okt 2008 01:48
af olla
okey!!! þetta er skrítið dæmi þegar þú stingur ipod með snúru heyrirðu hljóð eins og hann connectast?
gott að ath með að hægri klikka á my computer far í properties og þar svo í hardware og svo devise manager ef þú sé upphrópunarmerki þar inni vantar einhverja drivera???? ef ekki myndi ég gíska á að prufa bara að vírusskanna tölvuna og registry clean-a hana og spyware skanna en þetta hljómar samt eins og einhverskonar sambandsleysi og myndi gíska á nýtt update fyrir windows eða ipod eða ath allt áður en þú gefst upp á þessu. :wink:
ertu búin að prufa að formata ipod í tölvunni/tölvu og ath. hvort það hjálpi? kannski villa sem lagast eftir það
og fara í safe mode ath hvort það hjálpi?