Þannig er mál með vexti að ég er með 1stk iPod Classic 80GB og alltaf þegar ég tengi hann í tölvuna vill itunes ekki opnast og ég kemst ekki inn í harða diskinn á honum í my computer. Stundum kemur device not recognized og stundum ekki. Það er hinsvegar alltaf sagt að ég ætti að tengja hann í usb 2.0 port en ég er búinn að prófa öll usb tengin á móðurborðinu, þetta kemur alltaf. Þetta kemur líka ef ég tengi aðra ipoda í tölvuna en þeir finnast bæði í itunes og my computer, ipodinn hjá mér virkar líka í öðrum tölvum svo ég hef ekki hugmynd um hvað gæti verið að :/
Ég er búinn að restorea hann í annari tölvu en allt kom fyrir ekki. Hef reynt allt mögulegt sem ég hef fundið á netinu til að laga þetta en ekkert gengur. Er einnig búinn að formata tölvuna 2x útaf þessu, í fyrra skiptið fór ég úr xp í xp og í það seinna úr xp í vista. Þetta eru bæði lögleg stýrikerfi og hvorugt virkaði. Ofan á það er ég líka búinn að uninstalla usb driverunum í device manager nokkrum sinnum og installa þeim aftur bæði með ipodinn tengdan og ótengdan.
Endilega ef ykkur dettur eitthvað í hug ekki hika við að segja það