Yank skrifaði:axyne skrifaði:Langar að spyrja hvaðan þú færð þær upplýsingar frá símanum að ekki sé hægt að taka upp sjónvarpsefni með upptökutæki frá Scart tenginu frá myndlykli símans.
Vissi ekki betur en að scart tengið frá lyklinum sé ekkert nema venjulegt scart tengi, skil ekki hvernig lykilinn á að geta vitað hvort sjónvarpstæki eða upptökugræja sé tengd við sig enda taka vinna bæði tækin úr sama vídeómerkinu.
Þetta var hlutur sem ég var bara ekki að skilja sjálfur. Var farinn að halda að myndlykillinn sem ég væri með frá Símanum væri gallaður.
Sendi inn skriflega fyrirspurn til símans og fékk það svar símleiðis einhverjum dögum seinna að allar stöðvarnar væru á einhvern hátt ruglaðar þannig það gengi ekki nema þá rás 1.
Sendi þennan link með fyrirspurninni
http://www.tech.is/spjall/viewtopic.php?f=11&t=512Þannig þær upplýsingar eru frá þjónustuveri Símans komnar, ef það eru rangar upplýsingar þá endilega staðfestu að svo sé ef þú getur, en hef reynt ítrekað að fá mynd úr myndlykli Símanns, með Scart í composite tengi fyrir þessa græju en ekki getað. 3010 Virkar fínt með Digital Ísland.
Ég myndi halda þú hefðir verið með gallaðann lykill,
Ég er mikið að vinna með þessa lykla og hef oft og mörgum sinnum notað composite út á þeim (scart í RCA snúru) til að keyra mótara til að keyra sjónvarpsrás inná sjónvarpskerfið hjá viðskiptavin. bæði venjulegan lykil og HD lykil.
Og Meðan sjónvarpið sjálft er tengd við lykilin líka, skiptir ekki máli hvort það sé HDMI, component eða RGB SCART
Hef einnig tengd þessa lykla beint við sjónvarp með Composite, (tilvik þar sem önnur tæki fengu hærri forgang á HQ innganga)
Setti upp svona lykil ásamt upptökubúnaði um daginn og það svínvirkaði, en þar fór myndmerkið reyndar í gegnum sjónvarpið fyrst og RGB myndmerkið var notað í scartinu en ekki composite.