Skannar til að skanna aðallega inn skjöl

Skjámynd

Höfundur
depill
Stjórnandi
Póstar: 1609
Skráði sig: Mán 04. Júl 2005 17:09
Reputation: 267
Staðsetning: Reykjavík, Iceland
Staða: Ótengdur

Skannar til að skanna aðallega inn skjöl

Pósturaf depill » Mið 01. Okt 2008 12:44

Sælir

Mig langaði að vita hvort að einhver hefur einhverjar ráðleggingar varðandi skanna sem verður bara notaður til þess að skanna inn stök skjöl ( basicly, verður þessi skanni notaður til að skanna inn reikninga og ekkert annað ). Erum reyndar með einn flatbed skanna sem við notum til að skanna inn bæklinga ( Lide 80 ) og hann er fínn, mér bara finnst þetta ekki henta mér alveg jafnvel þegar ég er að fara skanna inn reikninga, finnst hann of hægur og væri meira til í kannski skanna sem væri meira hugsaður til að skanna inn bara blöð ( kannski í laginu eins og fax taxi or sum ? )

Hefur einhver einhverjar hugmyndir fyrir mig ? :D



Skjámynd

gRIMwORLD
FanBoy
Póstar: 753
Skráði sig: Fös 19. Des 2008 21:19
Reputation: 51
Staðsetning: Hafnarfjörður
Staða: Ótengdur

Re: Skannar til að skanna aðallega inn skjöl

Pósturaf gRIMwORLD » Mán 22. Des 2008 12:12

Hjá Nýherja fást document skannar sem eru sérhæfðir í reikningaskönnun. Kosta reyndar töluvert meira en venjulegir heimaskannar en þessir geta tekið búnka af blöðum í einu.

Skoðaðu td https://www.netverslun.is/verslun/catalog/Skannar,329.aspx?sort=name

Þar sem verðið á þessum skönnun er mjög mismunandi þá ætla ég ekki að benda á einhvern einn skanna þar sem ég veit ekki hvað myndi kannski henta þér best en gerðu upp við þig í hvað þú ætlar að nota skannan og í hvað þú myndir vilja geta notað skannan í. Ef þú td ætlar alveg að hætta að nota Lide 80 skannan þá viltu kannski geta skannað líka inn ljósmyndir (ef það var einhvern tíman gert) Ef ekki þá geturu þú einbeitt þér að því að skoða skannana sem eru sérhæfðari í Document skönnun (DR-2580C)


9950X | 96GB | 2TB Gen5 | 3090 | ProArt X870 Creator