Síða 1 af 1

VHS to DVD

Sent: Mið 24. Sep 2008 09:05
af bax
Var að kaupa DVD skrifara með vhs í sama tækinu. Ætla að brenna VHS spólur yfir á DVD. Get horft á diskana í DVD spilaranum við sjónvarpið. En ef ég set diskinn í tölvu (búinn að prófa nokkrar) þá kemur tölvan með að diskurinn sé skemmdur eða að tölvan geti ekki lesið diskinn. Veit einhver hvað er í gangi?

Re: VHS to DVD

Sent: Mið 24. Sep 2008 10:43
af einzi
Mér kæmi það ekki á óvart að það væri eitthvað "drm" dæmi í þessum spilara sem kæmi í veg fyrir að þú gætir skrifað einhvern þátt á disk og farið svo og afritað/spilað hann annarsstaðar.

Re: VHS to DVD - vesen með copyright efni.

Sent: Sun 08. Feb 2009 22:58
af ingaslynga
Er þetta ekki út af afritunarvörn sem er á VHS spólunni ? Mig langar einmitt til að setja nokkrar spólur yfir á DVD svo ég geti losað mig við vídeótækið úr stofunni. Er einhver leið til að komast fram hjá þessu? Ég er með Philips upptökutæki og það fattar að spólan í vídóinu sé með "copyright material" þ.a. ég get ekki vistað hana á harða diskinn.

Re: VHS to DVD

Sent: Mán 09. Feb 2009 00:17
af Nariur
sjónvarpskort í tölvu?

Re: VHS to DVD

Sent: Mán 09. Feb 2009 02:44
af DoofuZ
Sammála síðasta ræðumanni, ég er einmitt sjálfur að fara að koma myndefni af vhs yfir á tölvu/dvd fljótlega og þar sem ég á ekki svona vhs+dvd upptökutæki þá mun ég nota sjónvarpskortið mitt með videotækinu mínu sem er ágætis blanda :) En varðandi afritunarvörnina á spólunni þá veit ég ekki betur en að það sé nóg að setja bara límband yfir holuna sem ætti að vera vinstra megin undir spólunni, veit samt ekki hvort það lagar hvernig þetta endar á disknum :-k

Re: VHS to DVD

Sent: Mán 09. Feb 2009 13:12
af ingaslynga
Held að það sé því miður ekki sjónvarpskort á neinni af þessum 5 tölvum sem eru til hér á bæ! En ég var búin að reyna að líma yfir gatið á spólunni en það virkaði ekki.

Re: VHS to DVD

Sent: Lau 15. Ágú 2009 00:10
af Harvest
Ég leisti þetta með því að kaupa svona rca to usb kapal fyrir tölvuna hjá computer.is

eftir smá fikt fékk ég þetta til að virka með ágætum... virkar líka fyrir gömlu video camerurnar og svona.