Síða 1 af 1

Uppfæra leikjatölvu

Sent: Fös 19. Sep 2008 00:27
af Hidan
Góða kvöldið,

Hef ekki uppfært leikjatölvu í annsi langan tíma er með Intel pentium 4 2.4ghz örgjörva, GeForce 6800 skjákort og 1,75gb 400mhz minni :)
Var að spá í þessu:

Móðurborð AsusP5K3 23.655
http://www.computer.is/vorur/6964
Örgjörvi IntelQ9550 34.700
http://www.computer.is/vorur/5770
Skjákort GigabyteNvidia GTX 260 34.860
http://www.tolvuvirkni.is/ip.php?inc=vi ... GB_GTX_260
2x Minni Corsair DDR3 2x1gb 1333 11.950
http://www.att.is/product_info.php?cPat ... ts_id=4113

Hvernig passar þetta allt saman, ég er hins vegar klaufi í að velja móðurborðin, væri gott að fá smá ábendingar um þau.
Er búinn að vera kanna DDR2 vs DDR 3 og verðmunurinn í dag er ekkert mikill á þeim borgar það sig ekki að skella sér á DDR 3 þó það sé ekki að skera sig langt frá DDR2 í vinnslu.

P.s ég er Intel og Nvidia maður ;)

Re: Uppfæra leikjatölvu

Sent: Mán 22. Sep 2008 10:25
af KermitTheFrog
Þarft ekki Quad core örgjörva í leikjatölvu í dag.. tekur bara E8400, ætti að duga vel

ég sjálfur tæki HD 4870 skjákort í staðinn fyrir Nvidia í dag

þarft ekki meira en 800MHz minni í nema þú ætlir að fara að yfirklukka

Re: Uppfæra leikjatölvu

Sent: Mán 22. Sep 2008 11:32
af Matti21
Ef þú ert bara að hugsa þetta sem leikjatölvu þá þarftu ekki quad core. Bestu kaupin eru án efa E8400.
Hefur ekkert við DDR3 að gera í dag. Allt of lítill performance munur, lítið úrval af minnum og fá móðurborð sem styðja þau hér á landi. Þetta móðurborð sem þú valdir finnst mér líka of dýrt fyrir P35 kubbasett. Yrðið margfallt betur settur með gott X48 borð td. þetta hérna.
Þó þú sért Nvidia maður verðuru að horfa framhjá því stundum. GTX260 eru rosalega heimskuleg kaup miðað við Ati HD4870 sem einfaldlega tekur það í nefið þegar þú berð saman afköst miðað við verð, og með þessu X48 borði ertu kominn með tvær 2.0 PCI-E raufar og ert því vel settur fyrir crossfire einhverntíman í framtíðinni.
Þú áttar þig líka á því að þetta er nokkuð orkufrekur búnaður og nema þú sért með mjög góðan aflgjafa fyrir muntu þurfa að uppfæra hann líka.

Re: Uppfæra leikjatölvu

Sent: Mán 22. Sep 2008 13:13
af machinehead
KermitTheFrog skrifaði:Þarft ekki Quad core örgjörva í leikjatölvu í dag.. tekur bara E8400, ætti að duga vel

ég sjálfur tæki HD 4870 skjákort í staðinn fyrir Nvidia í dag

þarft ekki meira en 800MHz minni í nema þú ætlir að fara að yfirklukka


Leikir með Quad core stuðning eru nú bara að fara að detta inn...
Far Cry 2 og Alan Wake verða t.d. með QC support
Þannig að þessi endalausa þvæla "þarft ekki quad core, engir leikir styðja þetta" er orðin dáldið gömul.

En annars er ég sammála þessu með 4870 kortið.

Re: Uppfæra leikjatölvu

Sent: Mið 01. Okt 2008 17:12
af Hidan
Mér sýnist þá þessi turn vera bara besti kosturinn meðað við svörin.

Turn 2
http://www.tolvuvirkni.is/ip?inc=viewpr ... av=GAME_T2

Frekar en þessi sem ég var að spá í
Turn 4
http://www.tolvuvirkni.is/ip?inc=viewpr ... av=GAME_T4

Turn 2 er líka ódýrari...