Síða 1 af 1
PCI-Express slot pæling
Sent: Fim 18. Sep 2008 15:29
af ManiO
Var að velta fyrir mér, skiptir máli í hvora rauf maður setur skjákortið í, þeas efri eða neðri?
Re: PCI-Express slot pæling
Sent: Fim 18. Sep 2008 15:56
af KermitTheFrog
ertu með móðurborð með 2x PCI-e??
held að það ætti ekki að skipta miklu máli.. bara að það sé tengt
Re: PCI-Express slot pæling
Sent: Fim 18. Sep 2008 16:42
af Nariur
vaninn er að setja það í þá efri
Re: PCI-Express slot pæling
Sent: Fim 18. Sep 2008 18:00
af Zorglub
Reglan hefur verið að það verði að vera í efri, virki ekki öðruvísi.
Re: PCI-Express slot pæling
Sent: Fim 18. Sep 2008 18:11
af ManiO
Enginn sem veit þetta með vissu?
Re: PCI-Express slot pæling
Sent: Fim 18. Sep 2008 19:09
af Nariur
settu það í efra
Re: PCI-Express slot pæling
Sent: Fös 19. Sep 2008 08:46
af TechHead
Zorglub skrifaði:Reglan hefur verið að það verði að vera í efri, virki ekki öðruvísi.
Skiptir ekki máli á P35 kubbasettunum og upp frá Intel.
Veit ekki með nForce.....
Re: PCI-Express slot pæling
Sent: Fös 19. Sep 2008 09:25
af ManiO
Er reyndar með RD580 ef þú hefur hugmynd um það chipset

Re: PCI-Express slot pæling
Sent: Fös 19. Sep 2008 21:08
af machinehead
4x0n skrifaði:Var að velta fyrir mér, skiptir máli í hvora rauf maður setur skjákortið í, þeas efri eða neðri?
Hef einmitt verið að pæla í þessu... Hef ekki pláss í efri.
Re: PCI-Express slot pæling
Sent: Fös 19. Sep 2008 22:04
af ManiO
Ég prófa þetta um helgina og kem þá með svarið fyrir þetta kubbasett.
Re: PCI-Express slot pæling
Sent: Lau 20. Sep 2008 14:29
af Zorglub
TechHead skrifaði:
Skiptir ekki máli á P35 kubbasettunum og upp frá Intel.
Nema því að neðri er oft hægari, því að stinga kortinu í 8x rauf þegar 16x er fyrir ofan?
Re: PCI-Express slot pæling
Sent: Mán 22. Sep 2008 09:15
af ManiO
Jæja, þá er maður búinn að prófa þetta og viti menn það virkar... Takk kærlega þeir sem bentu mér á að nota bara efri raufina
Fyrst þegar að tölvan komst inn í windows var upplausnin skelfileg, svo eftir 5 mín bað windows mig um að endurræsa tölvunni og þá var hún búin að setja upp kortið að nýju. Og varðandi hraða á raufinni, þá samkvæmt DFI þá eru þær báðar 16x því ætti það ekki að vera vandamál.