Síða 1 af 2

Móðurborð dautt? Eða hvað? Og það þriðja líka?? LEYST!

Sent: Fös 05. Sep 2008 14:13
af DoofuZ
Ég er með eina HP NetVista 6790 tölvu, þetta er svona small desktop módel, og móðurborðið virðist vera eitthvað dautt í henni. Hún var búin að vera svoldið hægvirk um tíma og svo fór hún að frjósa og á endanum þá er hún hætt að keyra allt almennilega upp, það bara kemur svart á skjáinn við ræsingu og ekkert meira gerist :? Ég er búinn að prófa allt sem mér hefur dottið í hug að prófa, ég hef prófað annan aflgjafa, annað skjákort, ekkert minni, reset á bios með jumper og tekið batterí úr og sett svo aftur í en ekkert virðist virka (sleppti að sjálfsögðu öllu ónauðsynlegu á meðan eins og hörðum diskum og þess háttar).

Einhver með hugmynd? :-k

Re: Móðurborð dautt?

Sent: Fös 05. Sep 2008 14:29
af einarornth
Einmitt, þetta hljómar eins og dautt móðurborð. Búinn að kíkja á þéttana á móðurborðinu, hvort þeir séu eitthvað bólgnir?

Re: Móðurborð dautt?

Sent: Fös 05. Sep 2008 17:32
af DoofuZ
Þéttana? Hvernig lýtur það dæmi út? :-k

Re: Móðurborð dautt?

Sent: Lau 06. Sep 2008 09:15
af dos
Kemur ekki neitt á skjáinn við ræsingu? ekkert bíb eða neitt

Re: Móðurborð dautt?

Sent: Lau 06. Sep 2008 09:55
af DoofuZ
Neibb, þessi tölva pípir ekki fyrir fimm aur :? Ætti tölva ekki að pípa ef maður ræsir hana án minniskubbana eða án batterísins? Gæti svosem verið að speakerinn sé líka eitthvað dauður en efast um það, prófa kannski að tengja móðurborðið við annan kassa seinna í dag til að útiloka það.

Re: Móðurborð dautt?

Sent: Fim 02. Okt 2008 15:39
af DoofuZ
Jæja, núna er ég kominn með annað móðurborð í kassann og búinn að setja örgjörvann á það ásamt kælingu og líka minni en enn er sama vandamálið, tölvan fer í gang en ekkert meira gerist :? Er það þá ekki bara örgjörvinn sem dó? Held ég sé pottþétt búinn að útiloka allt annað :-k

Re: Móðurborð dautt?

Sent: Sun 05. Okt 2008 22:27
af jonsig
vinnur þú á ruslahaug eða ? öll postin þín hérna snúast um eitthvað eld gamalt rusl sem var töff fyrir 10 árum síðan , það væri minna mál að kaupa nýtt . sem dæmi þetta eelld gamla skjákort Gf4 sem þú ætlaðir að lappa uppá og setja viftu ,, veistu þú mátt eiga 6600nx agp kortið mitt

Re: Móðurborð dautt?

Sent: Sun 05. Okt 2008 22:57
af blitz
Sæll - ég er til í þetta agp kort jonsig ef þér er alvara :)

Sendu mér pm

Re: Móðurborð dautt?

Sent: Sun 05. Okt 2008 23:12
af ManiO
jonsig skrifaði:vinnur þú á ruslahaug eða ? öll postin þín hérna snúast um eitthvað eld gamalt rusl sem var töff fyrir 10 árum síðan , það væri minna mál að kaupa nýtt . sem dæmi þetta eelld gamla skjákort Gf4 sem þú ætlaðir að lappa uppá og setja viftu ,, veistu þú mátt eiga 6600nx agp kortið mitt



Hvernig væri nú að þú mundir fara að læra mannasiði.

Re: Móðurborð dautt?

Sent: Mán 06. Okt 2008 01:38
af jonsig
mannasiði ? ég er að bjóða honum í fúlustu alvöru 6600kortið mitt , bara svo hann geti haft það bærilegt . þú ert að misskilja mig útí eitt greinilega

Re: Móðurborð dautt?

Sent: Mán 06. Okt 2008 01:57
af DoofuZ
Ég þakka gott boð og er svosem alveg til í að taka því :) Láttu mig bara vita hvar ég get sótt það og málið er svo gott sem dautt ;) En annars varðandi mig og gamlar tölvur þá er svarið nei, ég vinn ekki á einhverjum ruslahaug :roll: Ég bara á ýmislegt gamalt tölvudrasl sem ég hef aldrei týmt að henda enda er smá safnari í mér og ég hef líka gaman að dunda mér við það að púsla þessu eitthvað saman, maður lærir líka ýmislegt á því :)

En back on topic, þessi tölva sem ég er að vesenast með núna er reyndar ekki mín eigin heldur tölva sem er notuð í vinnunni. Og núna hef ég prófað bókstaflega allt sem hægt er að prófa en ég hef enn ekki fundið út hvað vandamálið er :| Ég er búinn að prófa annað móðurborð, svo annan örgjörva á því, annað skjákort, annan aflgjafa og tengdi meirað segja powertakkasnúru úr öðrum kassa við móðurborðið til að útiloka það líka! Og skjákortið sem ég prófaði í stað þess sem var í var PCI skjákort og ég prófaði það fyrst í annari tölvu ásamt skjánum sem ég er að nota og bæði var í lagi þar. Þannig að þetta endar þá eiginlega bara á móðurborðinu en það getur varla verið að bæði móðurborðin séu alveg eins biluð?

Re: Móðurborð dautt?

Sent: Mán 06. Okt 2008 09:32
af ManiO
jonsig skrifaði:vinnur þú á ruslahaug eða ? öll postin þín hérna snúast um eitthvað eld gamalt rusl sem var töff fyrir 10 árum síðan , það væri minna mál að kaupa nýtt .


Þetta kalla ég bara argasta dónaskap.

En vissulega er það góð tilhugsun að bjóða einhverjum eitthvað ókeypis, en þetta er það sem menn lesa fyrst. Mun betra hefði verið að sleppa þessum leiðindum og spyrja kurteisislega hvort að hann væri ekki til í að fá fríkeypis kort.

Re: Móðurborð dautt?

Sent: Mán 06. Okt 2008 16:52
af jonsig
ég met þess mikils að það eru menn sem stunda fornleyfagröft , en jú ,,, ég skal grafa upp kortið fyrir þig í vikunni , ég á tonn af gömlu tölvu dóti , bílfarm ég skal taka þetta allt til fyrir þig ef þú vilt allavegana 6 tölvur ég skipti jú um þetta á 3mán fresti

Re: Móðurborð dautt?

Sent: Mið 08. Okt 2008 11:47
af DoofuZ
*BÖMP*

Enginn með einhverja hugmynd um hvað gæti verið að? Ég viðurkenni það að þetta lítur út fyrir að vera frekar flókið vandamál en er ekki einhver snillingur hérna með lausn á þessu?

Re: Móðurborð dautt? Eða hvað?

Sent: Mið 08. Okt 2008 18:30
af DoofuZ
Jæja, nú gerðist svoldið furðulegt! Ég var að prófa að tengja annan aflgjafa aftur við móðurborðið en sá aflgjafi er í öðrum kassa og ég nennti ekki að taka hann úr kassanum svo ég varð að setja báða kassana hlið við hlið til að tengja á milli og þegar ég kveikti svo á tölvunni þá kom loksins eitthvað á skjáinn :o Þá prófaði ég að tengja aftur gamla aflgjafann og það sama gerðist, nema eftir smá tilraunir þá hef ég komist að því að tölvan virðist bara virka almennilega ef hún stendur á hliðinni :shock: Hvernig má það vera? Þetta er bara svona desktop kassi þannig að eðlileg lega hans er eins og ef maður myndi setja turnkassa á hliðina en núna virðist hann engan veginn virka þannig, bara ef hann er settur á hliðina :-k

Re: Móðurborð dautt? Eða hvað?

Sent: Fös 10. Okt 2008 00:23
af DoofuZ
BÖMP? :?

Re: Móðurborð dautt? Eða hvað?

Sent: Mán 20. Okt 2008 14:27
af Minuz1
DoofuZ skrifaði:Jæja, nú gerðist svoldið furðulegt! Ég var að prófa að tengja annan aflgjafa aftur við móðurborðið en sá aflgjafi er í öðrum kassa og ég nennti ekki að taka hann úr kassanum svo ég varð að setja báða kassana hlið við hlið til að tengja á milli og þegar ég kveikti svo á tölvunni þá kom loksins eitthvað á skjáinn :o Þá prófaði ég að tengja aftur gamla aflgjafann og það sama gerðist, nema eftir smá tilraunir þá hef ég komist að því að tölvan virðist bara virka almennilega ef hún stendur á hliðinni :shock: Hvernig má það vera? Þetta er bara svona desktop kassi þannig að eðlileg lega hans er eins og ef maður myndi setja turnkassa á hliðina en núna virðist hann engan veginn virka þannig, bara ef hann er settur á hliðina :-k


Skrúfa eða eitthvað sem liggur utan í einhverju á móðurborðinu..
Örgjörvinn er laus í socket-inu.
Gæti verið að skrúfa sem festir móðurborðið sé að leiða út....

Re: Móðurborð dautt? Eða hvað?

Sent: Mið 22. Okt 2008 21:47
af IL2
Eitthvað stykki sem er með lélega lóðningu sem fær samband þegar kassinn liggur á hliðinni.

Re: Móðurborð dautt? Eða hvað?

Sent: Mið 22. Okt 2008 23:14
af vesley
ef þú ert að losa þig við tölvudrasl jonsig .. þá væri ég áhugasamur ;)

Re: Móðurborð dautt? Eða hvað?

Sent: Fös 07. Nóv 2008 21:58
af DoofuZ
Jæja, ég er enn að reyna að botna í þessu vandamáli og fæ því miður ekki lengur neitt á skjáinn þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir :| Ég bara skil ekki hvernig nákvæmlega sama vandamál getur komið upp á tveimur svipuðum móðurborðum með sitthvoran örgjörvann og ekkert lagast þó ég svissi á örgjörvunum, prófi nokkur mismunandi skjákort, aflgjafa og nokkra pc hátalara þar sem enginn af þeim pípar :? Hvað er yfirleitt að tölvum þegar þær fara í gang en komast ekki það langt í POST að þær fari að pípa? Ég sé ekki betur en að ég verði að finna enn eitt móðurborðið í sömu stærð og þessi sem er þá vonandi í lagi #-o

Eitt sem ég var samt að spá, hvað gerist ef stöðurafmagn kemst í móðurborð? Það er það eina sem mér dettur í hug að gæti orsakað þetta vesen, en það væri þá bara á móðurborði tvö þar sem fyrra móðurborðið bilaði áður en einhver snerti það :-k

Re: Móðurborð dautt? Eða hvað?

Sent: Sun 09. Nóv 2008 00:18
af DoofuZ
*BÖMP*

Engin hérna lent í svona vandamáli?

Re: Móðurborð dautt? Eða hvað? Og það þriðja líka??

Sent: Þri 25. Nóv 2008 02:15
af DoofuZ
Nú er ég kominn með enn eitt móðurborðið, að þessu sinni móðurborð með amd örgjörva, og í byrjun þá virkaði það ágætlega, það kom loksins eitthvað á skjáinn og ég gat byrjað að notað tölvuna :), en svo fór ég að lenda í því að tölvan var að frosna svoldið sem kom meðal annars alveg í veg fyrir að ég gæti klárað XP uppsetninguna en þar stoppaði allt alltaf á sama stað, einmitt þegar það var alveg að klárast :? Ég ákvað þá að athuga með biosinn, finna uppfærslu og setja hana inn, var nú ekki lengi að finna eina svoleiðis og tölvan var enga stund að byrja að uppfæra með innbyggðu bios forriti en svo rééétt í lokin þá alltíeinu endurræstist tölvan og það byrjaði að koma einhver smá texti á skjáinn eins og gerist alltaf nema svo bara stoppaði tölvan :| Þá endurræsti ég hana en þá var vandinn enn verri þar sem nú kemur bara bókstaflega ekkert á skjáinn, alveg eins og á hinum móðurborðunum :(

Er þriðja móðurborðið þá líka ónothæft alveg eins og hin? Tekst mér aldrei að koma þessari bévítans tölvu í lag? Hvílir einhver bölvun á mér eða? :roll:

EDIT: Var að prófa rétt í þessu að kveikja á draslinu og viti menn, það kom eitthvað aftur á skjáinn :shock: En það er greinilega ennþá eitthvað vandamál í gangi þarna þar sem það hætti fyrst að koma eitthvað og svo virðist allt bara vera komið í "lag" aftur :| Ætla að athuga málið betur á morgun, pósta aftur þá um tölvuvesenið óendanlega... #-o

Re: Móðurborð dautt? Eða hvað? Og það þriðja líka?? Hjálp!

Sent: Fim 27. Nóv 2008 02:37
af DoofuZ
Jæja, nú hef ég fengið það staðfest að þetta er ekki nýtt vandamál með þetta þriðja móðurborð, að tölvan sé að frjósa :| Er einhver hérna sem gæti sagt mér hvar bilunin er ef að tölvan á það til að frjósa svona? Stundum gerist það bara þegar ég er nýkominn í BIOS setup og er bara að skoða stillingar þar en svo get ég alveg sett Windows inn án vandræða þar til rétt í lokin :? Náði að vísu að komast mun lengra með uppsetninguna eftir að ég stillti minnið á 133mhz í stað 100mhz (það stendur á kubbunum að þeir séu 133, örgjörvinn er stilltur á 100) en svo fraus tölvan alveg í blááálokin, þegar uppsetningin var að vista allar stillingar :roll: Annars held ég að ég þurfi nú bara ENN EINU SINNI að redda mér nýju móðurborði í þessa vél... :(

Einhverjir hér sem luma á móðurborði fyrir mig? Þarf líklega ekki örgjörva né minni, kominn með nóg af því (svo lengi sem vandinn liggur ekki þar), eitt gott móðurborð svipað og þau sem ég hef fram að þessu nefnt ætti að duga. En það er skilyrði að það verður að vera í lagi! [-o<

Re: Móðurborð dautt? Eða hvað? Og það þriðja líka?? Hjálp!

Sent: Fim 27. Nóv 2008 13:08
af Gunnar
DoofuZ skrifaði:Jæja, nú hef ég fengið það staðfest að þetta er ekki nýtt vandamál með þetta þriðja móðurborð, að tölvan sé að frjósa :| Er einhver hérna sem gæti sagt mér hvar bilunin er ef að tölvan á það til að frjósa svona? Stundum gerist það bara þegar ég er nýkominn í BIOS setup og er bara að skoða stillingar þar en svo get ég alveg sett Windows inn án vandræða þar til rétt í lokin :? Náði að vísu að komast mun lengra með uppsetninguna eftir að ég stillti minnið á 133mhz í stað 100mhz (það stendur á kubbunum að þeir séu 133, örgjörvinn er stilltur á 100) en svo fraus tölvan alveg í blááálokin, þegar uppsetningin var að vista allar stillingar :roll: Annars held ég að ég þurfi nú bara ENN EINU SINNI að redda mér nýju móðurborði í þessa vél... :(

Einhverjir hér sem luma á móðurborði fyrir mig? Þarf líklega ekki örgjörva né minni, kominn með nóg af því (svo lengi sem vandinn liggur ekki þar), eitt gott móðurborð svipað og þau sem ég hef fram að þessu nefnt ætti að duga. En það er skilyrði að það verður að vera í lagi! [-o<

ég fékk vinnsluminnin á einhverjum tjónuðum stað prufaðu að skipta um þau og gáðu hvernig hún runnar þá.

Re: Móðurborð dautt? Eða hvað? Og það þriðja líka?? Hjálp!

Sent: Fim 27. Nóv 2008 22:29
af jonsig
chekkaðiru á þéttunum ?

allavegana hvað ertu að gera við allt þetta post-apogalyptic dót ?