Engan vegin ef þú spyrð mig. Ati gefa ekki upp lágmarksafl fyrir HD4870X2 á síðunni sinni en mæla með lágmark 600W fyrir tvö HD4870 í crossfire.
En eins og ég sagði krefjast nvidia að lágmarki 550W aflgjafa fyrir GTX280 og HD4870X2 er að taka talsvert meira rafmagn en það. Ef þú skoðar reviews af HD4870X2 eru flestar síður að mæla með minnst 600-700W fyrir þetta kort.
Hef ekkert skoðað þennan aflgjafa en á þessari síðu tala þeir um eitt 6-pinna PCI-E tengi. HD4870X2 þarf eitt 6-pinna og eitt 8-pinna. Mæli alls ekki með að nota einhver millistykki fyrir svona öflugt kort.
Jafnvel þó að þú gætir keyrt þetta kort á þessum aflgjafa þá erum við að tala um einn harðan disk eða tvær viftur til eða frá og þá er ekki nóg rafmagn. Þú getur spurt hvaða tölvunörd sem er það mælir enginn með því að vera alltaf að keyra aflgjafann á full load. Hann mundi ekki lifa lengi.