Síða 1 af 1

Core i7

Sent: Fim 28. Ágú 2008 17:48
af machinehead
Hvenær koma nýju örgjörvarnir frá Intel á markað hérna á Íslandi

Re: Core i7

Sent: Fim 28. Ágú 2008 20:09
af corflame
Væntanlega fljótlega eftir að þeir koma á markað í Bandaríkjunum... ;)

Re: Core i7

Sent: Fim 28. Ágú 2008 20:15
af machinehead
Vonandi ekki mikið seinna, er helvíti heitur fyrir þessum :D

Re: Core i7

Sent: Fim 28. Ágú 2008 20:23
af Kobbmeister
vá þessi er næs :shock: en hvað eru eiginlega margar örgjafar í þesssum? (duo, quad þannig) ég finn það ekki á internetinu :P

Re: Core i7

Sent: Fim 28. Ágú 2008 20:28
af machinehead
Kobbmeister skrifaði:vá þessi er næs :shock: en hvað eru eiginlega margar örgjafar í þesssum? (duo, quad þannig) ég finn það ekki á internetinu :P


Eru 4 held ég... Svo er kemur útgáfa með 6.

Re: Core i7

Sent: Fim 28. Ágú 2008 20:30
af Kobbmeister
machinehead skrifaði:
Kobbmeister skrifaði:vá þessi er næs :shock: en hvað eru eiginlega margar örgjafar í þesssum? (duo, quad þannig) ég finn það ekki á internetinu :P


Eru 4 held ég... Svo er kemur útgáfa með 6.


:shock: það er næs

Re: Core i7

Sent: Fös 29. Ágú 2008 04:42
af jonsig
það er talað um að þeir séu komnir í nýtt MHZ kapphlaup intel og amd bara núna með core´s, persónulega hefði ég viljað sjá einhver forrit virka almennilega á quad core áður en eitthvað 6 core ratar í hendurnar á mér

svo er það annað , þegar maður er í tölvuleikjum þá lendir maður í því með quad´s að það er alltaf einn örrin sem mydara flöskuháls , þeas allir hinir þurfa að bíða eftir að hann klári sína útreikninga , sem dæmi physics . AI greind í framtíðinni :)

Re: Core i7

Sent: Fös 29. Ágú 2008 10:24
af Matti21
Vill ekki vera leiðinlegur en leikir dagsins í dag munu græða rosalega lítið á þessum örgjörvum.
http://blogs.zdnet.com/hardware/?p=2434
http://www.hexus.net/content/item.php?i ... earch=gami

Re: Core i7

Sent: Fös 29. Ágú 2008 12:24
af ManiO
Þessir örgjörvar eru samt sem áður bráðsniðugir fyrir öll rendering forrit, vísindalega útreikninga o.fl. Tölvur eru ekki bara fyrir leiki...

Re: Core i7

Sent: Fös 29. Ágú 2008 13:47
af machinehead
4x0n skrifaði:Þessir örgjörvar eru samt sem áður bráðsniðugir fyrir öll rendering forrit, vísindalega útreikninga o.fl. Tölvur eru ekki bara fyrir leiki...


Nákvæmlega :!:

Re: Core i7

Sent: Fös 29. Ágú 2008 16:15
af Matti21
4x0n skrifaði:Þessir örgjörvar eru samt sem áður bráðsniðugir fyrir öll rendering forrit, vísindalega útreikninga o.fl. Tölvur eru ekki bara fyrir leiki...

What!!! :shock: I reject your reality and substitute my own!
Neinei, gaf það líka aldrei í skyn að þeir væru gagnslausir bara að þeir verðuskulda ekki alveg það hype sem að leikjaspilarar eru búinir að gefa þeim. En þeir eru frábærir fyrir rendering vinnslu og þegar leikjaframleiðendur byrja að forrita eitthvað sérstaklega fyrir þá verða þeir eflaust frábærir fyrir leikjaspilun líka. Það verður líka gaman að sjá hvernig intel mun þróast á næstu árum. Ef Larrabee GPU-ið þeirra er eins mikil bylting og þeir vilja meina og ef þeir geta látið það vinna vel með Nehalem örgjörvunum gætu þeir byrjað að ógna verulega Nvdia og Ati á high-end skjákorts markaðinum. Næstu ár ættu allavega að verða áhugaverð.

Re: Core i7

Sent: Lau 30. Ágú 2008 02:17
af jonsig
mér lýst ekki á blikuna ef Intel ætla að fara einoka vélbúnaðarmarkaðinn :S ég hef á tilfinningunni að þeir séu að fara kála AMD,, amd hefur bara ríflega 17-22% markaðshludeild og lækkar

og eg hugsa til þess með skelfingu þótt ég sé með flottasta duo´inn frá amd þeas 6400+ R þá er hann bara krakkastuff miðað við inel E8600 hvað þá QX9650 extreme kvikindið sem sprengir alla skala