Síða 1 af 1

hjálp með að tengja tv við tölvu

Sent: Fös 22. Ágú 2008 08:17
af Jon1
Sælir/sælar
er að reyna að tengja sjónvarpið mitt við 8800gtx kortið mitt en fæ bara svarthvítt.
gerði þetta í gamladaga þegar ég var með mx440 kort og þá var þetta svona líka en gat lagað það í gamladaga en núna skil ég bara ekkert hvað ég er að gera :S hjálp

Re: hjálp með að tengja tv við tölvu

Sent: Fös 22. Ágú 2008 08:25
af KermitTheFrog
það getur verið að þig vanti eitthvað breytistykki orsom til að fá þetta í lit

Re: hjálp með að tengja tv við tölvu

Sent: Fös 22. Ágú 2008 08:57
af einarornth
Þú gætir þurft að stilla tv-output á annan staðal. PAL-eitthvað, prófaðu þig bara áfram.

Re: hjálp með að tengja tv við tölvu

Sent: Fös 22. Ágú 2008 09:31
af Jon1
sko . ég veit að þetta er ekki stykki sem vantar . er með svona all in one snúru. semsagt s-video og audio snúra sem fara saman í eitt skart tengi. en er búin að vera að reyna að fikta þarna . ég er bara búin að tapa þeim hæfileikum

Re: hjálp með að tengja tv við tölvu

Sent: Fös 22. Ágú 2008 09:52
af einarornth
http://www.intel.com/support/graphics/sb/cs-006338.htm

Þetta hjálpar kannski, þó þú sért ekki með intel skjákort, svipaðar stillingar sem eiga við.

Annars hef ég átt svona snúru og gat ekki fengið hana til að virka í lit. Keypti svo aðra snúru sem virkaði fínt.

Re: hjálp með að tengja tv við tölvu

Sent: Fös 22. Ágú 2008 11:07
af mind
http://www.tl.is/vara/6842

Er þetta ekki bara þetta ?

Re: hjálp með að tengja tv við tölvu

Sent: Mán 25. Ágú 2008 22:11
af Zorglub
Ertu búinn að prófa öll skart tengin á sjónvarpinu?
Getur skipt máli þótt það hljómi heimskulega.

Re: hjálp með að tengja tv við tölvu

Sent: Þri 26. Ágú 2008 02:49
af DaRKSTaR
svideo litabreitir.

færð þér einn svoleiðis og allt er í gúddí.. var svona hjá bróður mínum, sama hvað ég gerði þá var allt svarthvítt, fékk sér litabreitir og núna virkar allt perfect.