Síða 1 af 1

Vinnsluminni skjákorta

Sent: Fim 07. Ágú 2008 12:26
af KermitTheFrog
heyrði einhversstaðar að ef þú ert með skjákort sem er 512mb og í tölvunni þinni er 1 GB af vinnsluminni þá er tölvan þín í raun bara með 512 mb vegna þess að skjákortið tekur 512 mb af því

er eitthvað til í þessu??

Re: Vinnsluminni skjákorta

Sent: Fim 07. Ágú 2008 12:59
af einzi
Sumar ferðatölvur gera þetta en hef ekki heyrt af þessu í borðtölvum

Re: Vinnsluminni skjákorta

Sent: Fim 07. Ágú 2008 13:12
af einarornth
Onboard kort nota oft af vinnsluminninu, standalone kort eiga ekki að gera það.

En hins vegar, þá geta þau takmarkað það minni sem windows getur mappað, t.d. ef þú ert með 4GB vinnsluminni, þá sér windows alltaf eitthvað minna. Þetta gerist því address space-ið er notað til að addressa öll tæki á tölvunni, ekki bara vinnsluminnið, og getur skjákortið þannig átt þátt í að windows getur bara notað 3,2-3,5 GB af þessum fjórum.

Re: Vinnsluminni skjákorta

Sent: Fim 07. Ágú 2008 13:20
af TechHead
KermitTheFrog skrifaði:heyrði einhversstaðar að ef þú ert með skjákort sem er 512mb og í tölvunni þinni er 1 GB af vinnsluminni þá er tölvan þín í raun bara með 512 mb vegna þess að skjákortið tekur 512 mb af því

er eitthvað til í þessu??


nei

Re: Vinnsluminni skjákorta

Sent: Fim 07. Ágú 2008 13:23
af mind
Techhead:
Mig hefur svo oft langað að gefa svona svar en aldrei þorað því útaf óhjákvæmilega "ertu viss?" eða "en frændi minn sem er útskrifaður forritari segir að..." mótsvörunum :)

Re: Vinnsluminni skjákorta

Sent: Fim 07. Ágú 2008 17:47
af Cikster
Það hafa verið framleidd low end skjákort fyrir borðtölvur (nvidia) sem nota sömu TurboCache tækni og fartölvu kubbarnir nota.

t.d. 7300 GS kort

http://www.viperlair.com/reviews/video/ ... ia/7300gs/