Ný vél - álit og nokkrar spurningar

Skjámynd

Höfundur
Swooper
1+1=10
Póstar: 1103
Skráði sig: Lau 02. Ágú 2008 22:11
Reputation: 23
Staða: Ótengdur

Ný vél - álit og nokkrar spurningar

Pósturaf Swooper » Þri 05. Ágú 2008 14:54

Sæl/ir,
Ég er búinn að vera að skoða parta í nýja, almennilega borðvél síðustu viku eða svo og er kominn með nokkuð endanlega uppstillingu. Ég vil þó endilega fá álit fagmanna á þessu áður en ég fjárfesti samt, eitthvað sem mætti breyta eða bæta? Þessi vél er ætluð í leiki fyrst og fremst, er ekki mikið í grafíkvinnslu eða þess háttar, þó maður grípi í það (hef verið að leika mér með t.d. Terragen 2) öðru hvoru þá er óþarfi að optimisa vélina í það.

Móðurborð: Gigabyte S775 GA-X38-DS4
Örgjörvi: Intel Core 2 Duo E8500 (3,166GHz)*
Minni: Kingston 2x2GB DDR2 800MHz
Skjákort: 2x ATI HD4850 512MB CrossFire-uð
Harðir diskar: 2x 500GB Samsung Spinpoint F1 3D SATA2, hardware(móðurborðs) stripe RAIDaðir saman
Geisladrif: Samsung SH-S203B/BEBN 20X Double Layer DVD+/-RW SATA
*Ég veit að hann er dýrari en E8400 fyrir ekki svo mikið meiri hraða, en það munar ekki nema ca. 3000 kalli og ég tími því vel.

Verð á þessu öllu er 115.360kr. Vil reyna að fara ekki mikið yfir 150 þúsund með öllum vélbúnaði, svo bætist stýrikerfi ofan á það.

Hvernig kassa væri gott að taka utan um þetta, og hvernig powersupply (ef ekki innbyggt í kassanum)? Ég var að horfa á þennan eða þennan turn og Antec TruePower Trio 650W, en ég er enganveginn viss. Mikilvægast er að allt sé sæmilega vel kælt (með þessi skjákort held ég að það borgi sig) og með gott loftflæði, næstmikilvægast að það heyrist ekki of mikið í þessu, verðið er það sem ég hef minnstar áhyggjur af. Vil samt helst ekki fara yfir 30 þúsund á kassa+PSU saman samt. Það þarf auðvitað líka að vera nóg pláss í kassanum fyrir allt, skjákortin líklega mest restrictive þátturinn þar, og helst pláss fyrir viðbætur (ef ég vil t.d. fara í fjóra harða diska og 0+1 RAID). Gæti ég þurft einhverja auka kælingu (heatsink jafnvel?) á þennan pakka?

Að lokum, veit einhver til þess að einhver tölvubúð hérlendis selji Vista Premium stakt án þess að maður kaupi nýja tölvu í heilu lagi frá viðkomandi búð? Á vefsíðum þeirra allra stendur "Einungis með nýrri vél" við öll Windows stýrikerfi virðist vera (og áður en einhver dissar Vista: ætla að dualboota með Ubuntu til að prófa það :p), hvaða pæling er það?


PC Fractal Design R4 | Intel 3770K @ 3.5GHz + NZXT Havik 140 | Asus Sabertooth Z77 | Corsair 16GB DDR3 1600MHz | Asus GeForce GTX 670 DirectCU II | Samsung 830 256GB | WD Green 2.0TB | Corsair AX 750W | 2x Dell 27" IPS S2740L | QPAD MK-80 (Cherry MX brown) | Asus RoG Gladius | Win 10 Pro 64bit
Sími OnePlus X | Oxygen OS 3.1.3 [Android 6.0.1]
Tablet Nexus 9 32GB LTE | Stock 6.0.1


halldorjonz
</Snillingur>
Póstar: 1004
Skráði sig: Þri 11. Des 2007 21:23
Reputation: 19
Staðsetning: Heima
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Ný vél - álit og nokkrar spurningar

Pósturaf halldorjonz » Þri 05. Ágú 2008 15:11

nei þú ert ekki að fara fá þér 2x4850 þú ert að fara fá þér 1x4870 sem er betra á 12 þúsund minna http://www.tolvuvirkni.is/ip.php?inc=vi ... _JW_HD4870



Skjámynd

Höfundur
Swooper
1+1=10
Póstar: 1103
Skráði sig: Lau 02. Ágú 2008 22:11
Reputation: 23
Staða: Ótengdur

Re: Ný vél - álit og nokkrar spurningar

Pósturaf Swooper » Þri 05. Ágú 2008 15:13

Ég hef einmitt heyrt að 2x4850 sé besta skjákortsfjárfestingin í dag í þessum verðflokki, samanber: http://www.tomshardware.com/reviews/gaming-graphics-cards,1965-4.html


PC Fractal Design R4 | Intel 3770K @ 3.5GHz + NZXT Havik 140 | Asus Sabertooth Z77 | Corsair 16GB DDR3 1600MHz | Asus GeForce GTX 670 DirectCU II | Samsung 830 256GB | WD Green 2.0TB | Corsair AX 750W | 2x Dell 27" IPS S2740L | QPAD MK-80 (Cherry MX brown) | Asus RoG Gladius | Win 10 Pro 64bit
Sími OnePlus X | Oxygen OS 3.1.3 [Android 6.0.1]
Tablet Nexus 9 32GB LTE | Stock 6.0.1

Skjámynd

mind
1+1=10
Póstar: 1101
Skráði sig: Fim 12. Des 2002 09:21
Reputation: 29
Staða: Ótengdur

Re: Ný vél - álit og nokkrar spurningar

Pósturaf mind » Þri 05. Ágú 2008 15:46

Með Vista.

Retail er MUN dýrara en OEM(nýrri tölvu)

Home Premium OEM - 16.900
Home Premium Retail - 36.900

Svona nokkurn veginn



Skjámynd

Höfundur
Swooper
1+1=10
Póstar: 1103
Skráði sig: Lau 02. Ágú 2008 22:11
Reputation: 23
Staða: Ótengdur

Re: Ný vél - álit og nokkrar spurningar

Pósturaf Swooper » Þri 05. Ágú 2008 15:47

Hver er munurinn á Retail og OEM? Spyr sá sem ekki veit...


PC Fractal Design R4 | Intel 3770K @ 3.5GHz + NZXT Havik 140 | Asus Sabertooth Z77 | Corsair 16GB DDR3 1600MHz | Asus GeForce GTX 670 DirectCU II | Samsung 830 256GB | WD Green 2.0TB | Corsair AX 750W | 2x Dell 27" IPS S2740L | QPAD MK-80 (Cherry MX brown) | Asus RoG Gladius | Win 10 Pro 64bit
Sími OnePlus X | Oxygen OS 3.1.3 [Android 6.0.1]
Tablet Nexus 9 32GB LTE | Stock 6.0.1

Skjámynd

mind
1+1=10
Póstar: 1101
Skráði sig: Fim 12. Des 2002 09:21
Reputation: 29
Staða: Ótengdur

Re: Ný vél - álit og nokkrar spurningar

Pósturaf mind » Þri 05. Ágú 2008 15:53

Hugbúnaðarlega séð þá er munurinn enginn.(ekki marktækur sem ég veit um)

Þetta er bara aðskilnaður með reglum og "leyfum".

OEM má bara selja og setja upp á nýjar tölvur.

Retail má setja upp á hvaða tölvu sem er.




TechHead
Geek
Póstar: 822
Skráði sig: Þri 23. Nóv 2004 14:56
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Ný vél - álit og nokkrar spurningar

Pósturaf TechHead » Þri 05. Ágú 2008 15:57

CM 690 kassinn er helvíti góður fyrir crossfire setup. Góð loftflæði hönnun og merkilega rúmgóður.

Antec kassinn er ekki eins rúmgóður og kælir ekki jafnvel heldur, en hann er töluvert hljóðlátari.



Skjámynd

Höfundur
Swooper
1+1=10
Póstar: 1103
Skráði sig: Lau 02. Ágú 2008 22:11
Reputation: 23
Staða: Ótengdur

Re: Ný vél - álit og nokkrar spurningar

Pósturaf Swooper » Þri 05. Ágú 2008 15:59

Og er engin leið til að kaupa OEM til að setja upp á nýja vél sem er keypt á fleiri en einum stað, eins og ég neyðist til að gera ef ég ætla að taka þessa parta? :|

TechHead: Takk fyrir ábendinguna. Miðað við þetta tek ég CM690 frekar, nema einhver bendi mér á e-ð annað sem virkar betur.


PC Fractal Design R4 | Intel 3770K @ 3.5GHz + NZXT Havik 140 | Asus Sabertooth Z77 | Corsair 16GB DDR3 1600MHz | Asus GeForce GTX 670 DirectCU II | Samsung 830 256GB | WD Green 2.0TB | Corsair AX 750W | 2x Dell 27" IPS S2740L | QPAD MK-80 (Cherry MX brown) | Asus RoG Gladius | Win 10 Pro 64bit
Sími OnePlus X | Oxygen OS 3.1.3 [Android 6.0.1]
Tablet Nexus 9 32GB LTE | Stock 6.0.1

Skjámynd

mind
1+1=10
Póstar: 1101
Skráði sig: Fim 12. Des 2002 09:21
Reputation: 29
Staða: Ótengdur

Re: Ný vél - álit og nokkrar spurningar

Pósturaf mind » Þri 05. Ágú 2008 16:51

Veit ekki hversu hart microsoft gengur á eftir þessu , skillst að það sé ansi hart.

OEM útgáfur má EINGÖNGU selja með nýjum vélum segja skilmálarnir :)

Skilgreining á nýrri vél: Kassinn og allt inní honum.

Eina leiðin sem ég veit um til að fá OEM er að kaupa allt á sama stað, frekar svipaðir hlutir hjá tölvuverslunum og geta þær eiginlega alltaf útvegað hlutina þó þær eigi þá ekki til. Best að spyrjast bara fyrir.



Skjámynd

Skapvondur
Bannaður
Póstar: 73
Skráði sig: Sun 06. Júl 2008 23:06
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Ný vél - álit og nokkrar spurningar

Pósturaf Skapvondur » Þri 05. Ágú 2008 17:16

Þú getur einungis sett up OEM stýrikerfi einu sinni á eina tölvu! Lenti í því að kaupa Vista Ultimate á drusl tölvu og gat ekki notað það á aðra tölvu...


Ég er svona Semi-Þolinmóður, ég get alveg beðið í röð í 3 tíma, en ef tölvan mín bilar..."&%$/$&/(#%/$#"#!"$"&#$(&(=)&%/$$!!!! DIE DIE DIE DDDIIIEEE!!!!!!!

Skjámynd

Gúrú
Bannaður
Póstar: 5677
Skráði sig: Fös 17. Mar 2006 23:08
Reputation: 1
Staðsetning: ;)
Staða: Ótengdur

Re: Ný vél - álit og nokkrar spurningar

Pósturaf Gúrú » Þri 05. Ágú 2008 17:23

Skapvondur skrifaði:Þú getur einungis sett up OEM stýrikerfi einu sinni á eina tölvu! Lenti í því að kaupa Vista Ultimate á drusl tölvu og gat ekki notað það á aðra tölvu...


Ehh það er búið að útskýra þetta betur hér fyrir ofan nokkrum sinnum, en hérna er það enn einu sinni: OEM má einungis selja með nýrri ölvu.


Modus ponens

Skjámynd

Höfundur
Swooper
1+1=10
Póstar: 1103
Skráði sig: Lau 02. Ágú 2008 22:11
Reputation: 23
Staða: Ótengdur

Re: Ný vél - álit og nokkrar spurningar

Pósturaf Swooper » Þri 05. Ágú 2008 17:31

Hlýt að geta dílað við einhverja búðina um að vera sanngjörn og selja mér OEM þó ég kaupi ekki allt hjá þeim - í versta falli undir borðið... :roll:

Skapvondur: Ég held að þessi teljist seint sem drasl, held það ætti að vera safe að borga 14k fyrir stýrikerfi á hana þó það gangi ekki á aðrar.

Hvað segið þið með aflgjafann... ég veit að 650W eru feykinóg fyrir þetta, en slepp ég með 550W (og dugar það nógu vel ef ég fer út í einhvern overclocking-pakka)? Hvaða framleiðendum er treystandi (Antec, Corsair, ???) og hverja ber að varast? Hverjir eru hljóðlátari en aðrir (Antec, ???)?

Og já, þarf ég einhverja meiri kælingu með þessu ef ég tek CoolerMaster CM690 turninn?


PC Fractal Design R4 | Intel 3770K @ 3.5GHz + NZXT Havik 140 | Asus Sabertooth Z77 | Corsair 16GB DDR3 1600MHz | Asus GeForce GTX 670 DirectCU II | Samsung 830 256GB | WD Green 2.0TB | Corsair AX 750W | 2x Dell 27" IPS S2740L | QPAD MK-80 (Cherry MX brown) | Asus RoG Gladius | Win 10 Pro 64bit
Sími OnePlus X | Oxygen OS 3.1.3 [Android 6.0.1]
Tablet Nexus 9 32GB LTE | Stock 6.0.1

Skjámynd

DaRKSTaR
Geek
Póstar: 800
Skráði sig: Þri 08. Apr 2003 04:01
Reputation: 76
Staðsetning: Akureyri
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Ný vél - álit og nokkrar spurningar

Pósturaf DaRKSTaR » Þri 05. Ágú 2008 18:05

taktu 1x 4870 kort, bætir síðan öðru við seinna þegar þau hafa droppað í verði, hugsa að 1 kort dugi léttilega í allt.

sjálfur var ég að spá í gf 280gtx en sé núna að það er mun skinsamlegra fyrir mig að kaupa mér bara eitt 4870 og henda öðru korti í seinna í crossfire ef mér finnst ekki eitt duga.


I9 10900k | Gigabyte RTX 3060 TI | Samsung Odyssey G7 32" | Corsair H100x | Gigabyte Z490 Aorus Elite | G.SKILL Trident Z 32GB @ 3600mhz | Lian-Li O11 XL ROG | XPG Pro 512GB | Seasonic Focus 850W Gold | Corsair K95 Platinum | Logitech G502 Hero | Steelseries Arctis Pro Wireless

Skjámynd

Höfundur
Swooper
1+1=10
Póstar: 1103
Skráði sig: Lau 02. Ágú 2008 22:11
Reputation: 23
Staða: Ótengdur

Re: Ný vél - álit og nokkrar spurningar

Pósturaf Swooper » Þri 05. Ágú 2008 19:33

Munar virkilega svo miklu í performance á þessum kortum að það borgi sig...? :o


PC Fractal Design R4 | Intel 3770K @ 3.5GHz + NZXT Havik 140 | Asus Sabertooth Z77 | Corsair 16GB DDR3 1600MHz | Asus GeForce GTX 670 DirectCU II | Samsung 830 256GB | WD Green 2.0TB | Corsair AX 750W | 2x Dell 27" IPS S2740L | QPAD MK-80 (Cherry MX brown) | Asus RoG Gladius | Win 10 Pro 64bit
Sími OnePlus X | Oxygen OS 3.1.3 [Android 6.0.1]
Tablet Nexus 9 32GB LTE | Stock 6.0.1

Skjámynd

MuGGz
Vaktin er ávanabindandi
Póstar: 1652
Skráði sig: Sun 23. Mar 2003 01:23
Reputation: 6
Staðsetning: Fyrir framan tölvuna ?
Staða: Ótengdur

Re: Ný vél - álit og nokkrar spurningar

Pósturaf MuGGz » Þri 05. Ágú 2008 21:49

Ég er með 1x 4870 og tel það vera alveg meira enn nóg, skellti svo á það Thermalright HR-03GT með 120mm viftu = silent og kalt :8)



Skjámynd

Skapvondur
Bannaður
Póstar: 73
Skráði sig: Sun 06. Júl 2008 23:06
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Ný vél - álit og nokkrar spurningar

Pósturaf Skapvondur » Þri 05. Ágú 2008 22:19

Gúrú skrifaði:
Skapvondur skrifaði:Þú getur einungis sett up OEM stýrikerfi einu sinni á eina tölvu! Lenti í því að kaupa Vista Ultimate á drusl tölvu og gat ekki notað það á aðra tölvu...


Ehh það er búið að útskýra þetta betur hér fyrir ofan nokkrum sinnum, en hérna er það enn einu sinni: OEM má einungis selja með nýrri ölvu.


Þeir hjá Tölvuvirkni myndu selja þér Vista OEM 64bit með hvaða tölvu sem er, segðu bara að þú sért System Builder!

Mæli með þessum pakka: http://www.tolvuvirkni.is/ip.php?inc=vi ... av=GAME_T2

Bara eitt sem ég myndi breyta í þessum pakka er harði diskurinn, fáðu þér frekar þennan, hann er með helmingi minn sóknartíma og að auki stærri: http://www.tolvuvirkni.is/ip.php?inc=vi ... 750GB_Sata
Síðast breytt af Skapvondur á Þri 05. Ágú 2008 22:27, breytt samtals 2 sinnum.


Ég er svona Semi-Þolinmóður, ég get alveg beðið í röð í 3 tíma, en ef tölvan mín bilar..."&%$/$&/(#%/$#"#!"$"&#$(&(=)&%/$$!!!! DIE DIE DIE DDDIIIEEE!!!!!!!

Skjámynd

KermitTheFrog
Kóngur
Póstar: 4273
Skráði sig: Mán 07. Júl 2008 23:32
Reputation: 67
Staða: Ótengdur

Re: Ný vél - álit og nokkrar spurningar

Pósturaf KermitTheFrog » Þri 05. Ágú 2008 22:26

akkuru færðu þér ekki 2 Seagate harða diska hjá Tölvuvirkni??

diskurinn kostar einhvern 8.000 kall, 32mb buffer og læti



Skjámynd

Höfundur
Swooper
1+1=10
Póstar: 1103
Skráði sig: Lau 02. Ágú 2008 22:11
Reputation: 23
Staða: Ótengdur

Re: Ný vél - álit og nokkrar spurningar

Pósturaf Swooper » Mið 06. Ágú 2008 00:46

KermitTheFrog skrifaði:akkuru færðu þér ekki 2 Seagate harða diska hjá Tölvuvirkni??

diskurinn kostar einhvern 8.000 kall, 32mb buffer og læti

Seagate Barracuda diskarnir komu einfaldlega ekki eins vel út í þeim benchmark prófunum sem ég skoðaði og Samsung Spinpoint, þess vegna tek ég þá frekar.

Skapvondur: Er nokkuð vit í að taka x64 útgáfuna? Ég hef heyrt að hún sé óstöðugri en einfættur flygill...


PC Fractal Design R4 | Intel 3770K @ 3.5GHz + NZXT Havik 140 | Asus Sabertooth Z77 | Corsair 16GB DDR3 1600MHz | Asus GeForce GTX 670 DirectCU II | Samsung 830 256GB | WD Green 2.0TB | Corsair AX 750W | 2x Dell 27" IPS S2740L | QPAD MK-80 (Cherry MX brown) | Asus RoG Gladius | Win 10 Pro 64bit
Sími OnePlus X | Oxygen OS 3.1.3 [Android 6.0.1]
Tablet Nexus 9 32GB LTE | Stock 6.0.1

Skjámynd

Höfundur
Swooper
1+1=10
Póstar: 1103
Skráði sig: Lau 02. Ágú 2008 22:11
Reputation: 23
Staða: Ótengdur

Re: Ný vél - álit og nokkrar spurningar

Pósturaf Swooper » Fim 07. Ágú 2008 08:03

Getur enginn svarað spurningunni að ofan - slepp ég með 550W aflgjafa með þessu, og þarf einhverja auka kælingu?


PC Fractal Design R4 | Intel 3770K @ 3.5GHz + NZXT Havik 140 | Asus Sabertooth Z77 | Corsair 16GB DDR3 1600MHz | Asus GeForce GTX 670 DirectCU II | Samsung 830 256GB | WD Green 2.0TB | Corsair AX 750W | 2x Dell 27" IPS S2740L | QPAD MK-80 (Cherry MX brown) | Asus RoG Gladius | Win 10 Pro 64bit
Sími OnePlus X | Oxygen OS 3.1.3 [Android 6.0.1]
Tablet Nexus 9 32GB LTE | Stock 6.0.1

Skjámynd

mind
1+1=10
Póstar: 1101
Skráði sig: Fim 12. Des 2002 09:21
Reputation: 29
Staða: Ótengdur

Re: Ný vél - álit og nokkrar spurningar

Pósturaf mind » Fim 07. Ágú 2008 08:50

Það kemur örugglega einhver sem hefur litla vitneskju um þróun tölvuleikja til að mótmæla þessu frá tæknihliðinni en ég ætla samt að láta þetta flakka.

Ef tölva er ætluð í tölvuleiki á maður að forðast eins og heitan eldinn að hafa hana eitthvað annað en 32 bit.

Ástæðan er einföld, flest allir tölvuleikir eru hannaðir og framleiddir í og fyrir 32bit. Því á 32bit stýrikerfi alltaf að gefa manni stöðugustu, afkastamestu og bestu útkomuna í spilun tölvuleikja.

Þú myndir líklega sleppa með 550W orkugjafa án þess að yfirklukka.
Einhverjar viðbætur við tölvuna eða yfirklukkun þá myndi ég fá mér stærri.

Það sem skiptir í raun og veru eru amperin á 12v railinu, ekki hægt að segja vel til um þetta nema þú vitir þau. Án þess að vita fyrir víst þá þarftu sennilega 26-30amp til að ætla keyra allt þetta, ég er samt ekki mjög sérfróður um orkugjafa.

Þú gætir mögulega skipt út þessum 2x 4850 yfir í 4870 og sloppið þá auðveldlega með 550W. Ættir að fá svipað performance og maður á ekki að þurfa mikið öflugra kort en það.



Skjámynd

Zorglub
spjallið.is
Póstar: 417
Skráði sig: Mið 16. Jan 2008 12:42
Reputation: 42
Staðsetning: Nokkuð góð!
Staða: Ótengdur

Re: Ný vél - álit og nokkrar spurningar

Pósturaf Zorglub » Fim 07. Ágú 2008 09:51

Það er líka hægt að kaupa skólaútgáfu af Vista
http://tolvutaekni.is/product_info.php? ... cts_id=735
Kostar reyndar að þurfa að setja annað kerfi inn á undan og uppfæra síðan = tvöföld vinna, en þú ert á ágætis kaupi við það :wink:
(og þarft að sjálfsögðu að luma á gömlum XP disk)

64 bita útgáfan mín hefur ekki slegið feilpúst þannig að ég hef engar slæmar sögur af henni en ástæðan fyrir 64 er að ég er með vélina í þungri vinnslu með leikjaspiluninni, annars væri ég hiklaust með 32. Ég hef hinsvegar ekki lent í þessum martraðarsögum sem annar hver maður virðist kunna um leiki og 64 :lol:

Ég er á því að maður eigi aldrei að spara í aflgjafakaupum, þetta er mikilvægasti hluturinn í vélinni og mér finnst allt of algengt að menn séu að kaupa eins lítinn og þeir komast mögulega af með. Sem merkir að hann verður funheitur og viftan á yfirsnúning :(
Svo ef þú ætlar að breyta eða bæta geturðu lent í vandamálum. En það þarf líka að passa að þeir séu að skila sínu, góður 550w getur verið að skila sömu afköstum og lélegur 700 watta gripur.

nota bene, ég er þó ekki að segja að menn eigi að fara í sömu öfgar í wöttum og ég :wink:
Síðast breytt af Zorglub á Fim 07. Ágú 2008 09:58, breytt samtals 1 sinni.


Gigabyte Z790 Aorus Master | I9 14900K | Corsair Vengeance 64GB | Asus TUF 3080 OC | Samsung 990 Pro | Corsair AX 860i | Noctua NH-D15


TechHead
Geek
Póstar: 822
Skráði sig: Þri 23. Nóv 2004 14:56
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Ný vél - álit og nokkrar spurningar

Pósturaf TechHead » Fim 07. Ágú 2008 09:57

Zorglub skrifaði:Það er líka hægt að kaupa skólaútgáfu af Vista
http://tolvutaekni.is/product_info.php? ... cts_id=735
Kostar reyndar að þurfa að setja annað kerfi inn á undan og uppfæra síðan = tvöföld vinna, en þú ert á ágætis kaupi við það :wink:
(og þarft að sjálfsögðu að luma á gömlum XP disk)


Ha neinei, setur bara upp vista frá grunni án þess að setja inn product key (trial í 30 daga)
Svo smelliru bara setup aftur í gang innan úr nýuppsettu Vista kerfinu og velur upgrade og slærð inn P.Key :wink:



Skjámynd

Zorglub
spjallið.is
Póstar: 417
Skráði sig: Mið 16. Jan 2008 12:42
Reputation: 42
Staðsetning: Nokkuð góð!
Staða: Ótengdur

Re: Ný vél - álit og nokkrar spurningar

Pósturaf Zorglub » Fim 07. Ágú 2008 10:05

LOL, þetta vissi ég ekki, eiginlega of einfallt #-o


Gigabyte Z790 Aorus Master | I9 14900K | Corsair Vengeance 64GB | Asus TUF 3080 OC | Samsung 990 Pro | Corsair AX 860i | Noctua NH-D15

Skjámynd

Höfundur
Swooper
1+1=10
Póstar: 1103
Skráði sig: Lau 02. Ágú 2008 22:11
Reputation: 23
Staða: Ótengdur

Re: Ný vél - álit og nokkrar spurningar

Pósturaf Swooper » Fim 07. Ágú 2008 10:21

Takk fyrir svarið TechHead - annars var aldrei á dagskrá að taka 64 bita kerfið, bara Skapvondur eitthvað að rugla.

Varðandi skólaútgáfuna... ég sé ekki að það sé nokkuð þarna sem ég hef e-ð að gera við umfram Premium. Er það ekki rétt skilið hjá mér að þetta sé "aukapakki" fyrir Home Premium, ss. þarft að kaupa það og svo 11 þúsund fyrir þetta líka? Eða dugir þetta eitt og sér?


PC Fractal Design R4 | Intel 3770K @ 3.5GHz + NZXT Havik 140 | Asus Sabertooth Z77 | Corsair 16GB DDR3 1600MHz | Asus GeForce GTX 670 DirectCU II | Samsung 830 256GB | WD Green 2.0TB | Corsair AX 750W | 2x Dell 27" IPS S2740L | QPAD MK-80 (Cherry MX brown) | Asus RoG Gladius | Win 10 Pro 64bit
Sími OnePlus X | Oxygen OS 3.1.3 [Android 6.0.1]
Tablet Nexus 9 32GB LTE | Stock 6.0.1

Skjámynd

Zorglub
spjallið.is
Póstar: 417
Skráði sig: Mið 16. Jan 2008 12:42
Reputation: 42
Staðsetning: Nokkuð góð!
Staða: Ótengdur

Re: Ný vél - álit og nokkrar spurningar

Pósturaf Zorglub » Fim 07. Ágú 2008 11:09

Nei, kaupir bara þessa útgáfu, eini munurinn á vanalegu útgáfunni og skóla er að það þarf að vera stýrikerfi fyrir í vélinni til að nota skólaútgáfuna, hún er hugsuð fyrir þá sem vilja uppfæra upp í Vista.


Gigabyte Z790 Aorus Master | I9 14900K | Corsair Vengeance 64GB | Asus TUF 3080 OC | Samsung 990 Pro | Corsair AX 860i | Noctua NH-D15