Síða 1 af 1

Setja saman tölvu

Sent: Lau 02. Ágú 2008 12:53
af KermitTheFrog
ég er að fara að kaupa mér tölvu og ákvað að finna mér hluti á netinu og láta setja hana saman fyrir mig.. svo er ég búinn að finna allt og búinn að láta "samsetning og stilling á BIOS" með og var að pæla: ég á harðann disk heima sem ég hafði hugsað mér að setja bara sjálfur í vélina þegar þeir eru búnir að setja hana saman

myndi það virka.. er harði diskurinn nauðsynlegur þegar verið er að sitlla BIOS??

Re: Setja saman tölvu

Sent: Lau 02. Ágú 2008 14:20
af halldorjonz
KermitTheFrog skrifaði:ég er að fara að kaupa mér tölvu og ákvað að finna mér hluti á netinu og láta setja hana saman fyrir mig.. svo er ég búinn að finna allt og búinn að láta "samsetning og stilling á BIOS" með og var að pæla: ég á harðann disk heima sem ég hafði hugsað mér að setja bara sjálfur í vélina þegar þeir eru búnir að setja hana saman

myndi það virka.. er harði diskurinn nauðsynlegur þegar verið er að sitlla BIOS??


Hann er ekkert nauðsynlegur þessi harðidiskur þegar þú ert að gera það.
BTW! Ef þú ert að kaupa þessa samsetningu hjá Tölvuvirkni þá þarftu að kaupa alla hlutina hjá tölvuvirkni
og þeir myndu setja það saman, ef þú kaupir bara örfáa hluti hjá tölvuvirkni, kemur síðan með restina frá
computer.is og tölvutækni og eitthvað svoleiðis, þá þarftu að borga "Þjónusta - Tími vinna við Tölvu" og 1 kltími við það kostar um 6þús
en þeir segjast vera 1 og hálfan kltíma að þessu þannig þú þyrftir að borga 9þúsund kall fyrir samsetningu.
Þetta sögðu þeir allavega við mig, og að þetta væri allt uppí 2 kltíma með stærri kössum.. bara rugl [-X

Re: Setja saman tölvu

Sent: Sun 03. Ágú 2008 14:13
af KermitTheFrog
ok.. er harði diskurinn það eina sem er ekki nauðsynlegt við þetta ferli??

Re: Setja saman tölvu

Sent: Sun 03. Ágú 2008 19:35
af KermitTheFrog
bara til að vera viss:

skjákortið er nauðsynlegt við þetta ferli er það ekki??

Re: Setja saman tölvu

Sent: Sun 03. Ágú 2008 22:09
af TechHead
halldorjonz skrifaði:BTW! Ef þú ert að kaupa þessa samsetningu hjá Tölvuvirkni þá þarftu að kaupa alla hlutina hjá tölvuvirkni


Gjaldflokkurinn "Samsetning og Stilling á BIOS" er aðallega hugsaður sem ódýr valkostur við samsetningu hjá þeim sem versla meirihluta vélbúnaðarins hjá okkur.
Þó gerum við undantekningar :wink:

halldorjonz skrifaði:Þeir segjast vera 1 og hálfan kltíma að þessu þannig þú þyrftir að borga 9þúsund kall fyrir samsetningu.
Þetta sögðu þeir allavega við mig, og að þetta væri allt uppí 2 kltíma með stærri kössum.. bara rugl


Kollegi minn hefur átt við að við gætum verið allt að 1 og hálfann tíma við samsetninguna, og myndum þarafleiðandi rukka samkvæmt tímagjaldi ef vélbúnaðurinn væri ekki frá okkur.

Það hefur þónokkuð oft komið fyrir að fólk hefur komið með pappakassa fulla af vélbúnaði til okkar ásamt t.d. stacker kassa og 12 HDD og beðið um samsetningu.
Að setja þannig vél saman og ganga frá öllum köplum óaðfinnanlega getur tekið bróðurpartinn af 2 til 2 og hálfum tíma.

Að vitaskuld þurfum við að rukka eftir tímagjaldi í þannig tilfellum og þar hefur kollegi minn verið að vísa í "worst case scenario".

En Kermit, vertu velkominn með harðadiskinn þinn og annann vélbúnað og við smellum því að sjálfsögðu í tölvuna fyrir þig í leiðinni án þess að rukka aukalega fyrir það.
Með kveðju :)

Re: Setja saman tölvu

Sent: Mán 04. Ágú 2008 14:21
af halldorjonz
jæja ok :P