Síða 1 af 1

E8500 eða Quad Q9450

Sent: Mið 30. Júl 2008 20:19
af Pisc3s
Hvort mæliði frekar með?

Duo E8500 Retail / OEM eða Quad Q9550 Retail / OEM.

Re: E8500 eða Quad Q9450

Sent: Mið 30. Júl 2008 20:26
af littel-jake
Fer eftir hvort að þú ætlar bara að vera á netinu og spila leiki eða dunda þér í grafískri vinslu og einhverju álíka.

Re: E8500 eða Quad Q9450

Sent: Mið 30. Júl 2008 20:57
af Skapvondur
E8400 frekar en E8500, munar hellings í pening en varla neinu í performance, og Quad örgjörvanir eru ekkert að nýtast í dag! E8400 er málið í leikina í dag! Færð hann í Tölvuvirkni á slikk.

Re: E8500 eða Quad Q9450

Sent: Mið 30. Júl 2008 21:13
af Matti21
Ekki besti tíminn til þess að vera að eyða 20K+ í örgjörva að mínu mati þar sem fyrstu nehalem örgjörvarnir frá intel eiga að koma í lok árs og munu taka við af core línunni.
Annars er þetta bara dual vs. quad core. Í dag er dual betra upp fyrir leikina enda eru ekki komnir leikir sem nýta sér almennilega 4 kjarna. Ef þú ert hinsvegar eitthvað að fara einhverskonar í mynd eða hljóðvinnslu eða ert oft með mörg þung forrit opin í einu þá er Quad án efa málið.
Q9450 finnst mér samt of dýr. Færð mun meira fyrir peninginn í Q6600-G0 ef þú spyrð mig. Ef kannt eitthvað í yfirklukkun þá nær hann 3 Ghz auðveldlega svo lengi sem þú skellir á hann ágætis kælingu. Mundi líka frekar taka E8400 í staðinn fyrir E8500. Færð meira fyrir peningin þar.

Re: E8500 eða Quad Q9450

Sent: Fim 31. Júl 2008 01:01
af Allinn
Ef þú ert ekki að spara penning þá Intel Quad Q9550

Re: E8500 eða Quad Q9450

Sent: Fim 31. Júl 2008 12:00
af Skapvondur
Afhverju í andskotanum Quad örgjörva, þeir nýtast ekki rass í neitt í dag nema kannski þunga myndvinnslu eins og Photoshop, en hvað eru margir að hanga í því í dag??? Klukkutíðnin er mun lægri í Quad örranum heldur en í E8400 og mun dýrari, leikirnir í dag nýta ekki nema 2 kjarna og þá er E8400 miklu betri fyrir leikina í dag heldur en Quad örranir!

Re: E8500 eða Quad Q9450

Sent: Fim 31. Júl 2008 12:41
af ManiO
Skapvondur skrifaði:Afhverju í andskotanum Quad örgjörva, þeir nýtast ekki rass í neitt í dag nema kannski þunga myndvinnslu eins og Photoshop, en hvað eru margir að hanga í því í dag??? Klukkutíðnin er mun lægri í Quad örgjörvanum heldur en í E8400 og mun dýrari, leikirnir í dag nýta ekki nema 2 kjarna og þá er E8400 miklu betri fyrir leikina í dag heldur en Quad örranir!


Með quad örgjörva geturu spilað leiki og haft nokkur forrit í gangi í bakgrunninum án þess að hafa nein áhrif á spilunina ef þú stillir kjarna affinity.

Re: E8500 eða Quad Q9450

Sent: Fim 31. Júl 2008 17:17
af Aimar
getur einhver sett um nokkrar línur um það hvernig maður notar 1 kjarna fyrir 1 forrit og hina 3 í leiki? væri alveg til í að geta gert það. þá þarf maður ekki alltaf að slökkva á niðurhalinu :)

Re: E8500 eða Quad Q9450

Sent: Fim 31. Júl 2008 19:03
af halldorjonz
Aimar skrifaði:getur einhver sett um nokkrar línur um það hvernig maður notar 1 kjarna fyrir 1 forrit og hina 3 í leiki? væri alveg til í að geta gert það. þá þarf maður ekki alltaf að slökkva á niðurhalinu :)


EHM... niðurhalið er bara tengingin þín

Re: E8500 eða Quad Q9450

Sent: Fim 31. Júl 2008 19:24
af Aimar
já en er að tala um niðurhallsforritið. hjá mer ntorrent.

Re: E8500 eða Quad Q9450

Sent: Fim 31. Júl 2008 19:48
af KermitTheFrog
niðurhalsforritið þitt er nú ekki það þungt að það þurfi sér kjarna

Re: E8500 eða Quad Q9450

Sent: Fös 01. Ágú 2008 16:27
af Gúrú
Svo maður minnist nú ekki á það að þetta er µtorrent, léttasta torrentforrit í heiminum í dag.

Hinsvegar þá ertu að finna meira fyrir downloadinu í formi nettengingarinnar en ekki örgjörvans.. µtorrent er svona 4k i process en css ca 100k~ wow 75k~ mozilla með java i gangi 100-150k~

Re: E8500 eða Quad Q9450

Sent: Mið 06. Ágú 2008 13:25
af Swooper
Skapvondur skrifaði:E8400 frekar en E8500, munar hellings í pening en varla neinu í performance, og Quad örgjörvanir eru ekkert að nýtast í dag! E8400 er málið í leikina í dag! Færð hann í Tölvuvirkni á slikk.

Það munar nú ekki nema 3000 kalli á þeim.

Re: E8500 eða Quad Q9450

Sent: Mið 06. Ágú 2008 13:30
af halldorjonz
Swooper skrifaði:
Skapvondur skrifaði:E8400 frekar en E8500, munar hellings í pening en varla neinu í performance, og Quad örgjörvanir eru ekkert að nýtast í dag! E8400 er málið í leikina í dag! Færð hann í Tölvuvirkni á slikk.

Það munar nú ekki nema 3000 kalli á þeim.


2þúsund í tölvuvirkni munur.. 18 og 20þús

Re: E8500 eða Quad Q9450

Sent: Mið 06. Ágú 2008 14:57
af Swooper
http://www.vaktin.is/index.php?action=p ... play&cid=1

Ef þú horfir á ódýrasta verðið á báðum þá geturðu fengið E8400 á 16.700kr hjá Computer.is en E8500 á 19.860kr hjá Tölvuvirkni, svo það munar 3160kr á ódýrustu verðunum.