Síða 1 af 1
ESD (Electrostatic discharge) hætta
Sent: Sun 27. Júl 2008 20:10
af Allinn
Hæ! Nú þori ég ekki að koma við móðurborðið þar til að ég fæ
"ESD Wrist Straps". Nú spyr ég hvar er hægt að fá svona á landi?
Hvað er
ESD?
ESD er rafstraumur sem kémur frá ýmsum hlutum. Þú hefur snert aðra mannerskju eða hlut þá færð þú allt að 12V rafspennu á þig. Þessi rafspenna er hættandi Nforce móðurborðum. Ef komið er við móðurborð með ESD rafstraum á hendi þá mun móðurborðið einfaldlega eyðileggjast. Ef tölvan þín gétur ekki "Bootað" þá myndi ég taka það út og sjá hvort að bræðandi vír er hjá "northbridge" eða "southbridge" þetta hef ég lent í og þetta kom
sjá mynd. Þessvegna á maður að fá sér
ESD Wrist Straps
Re: ESD (Electrostatic discharge) hætta
Sent: Sun 27. Júl 2008 20:12
af SolidFeather
Snerta bara kassan meðan að þú ert að fikta í henni, virkar fyrir mig.
Re: ESD (Electrostatic discharge) hætta
Sent: Sun 27. Júl 2008 21:06
af Revenant
Færð þetta í sumum tölvubúðum eða niðrí íhlutum.
Re: ESD (Electrostatic discharge) hætta
Sent: Sun 27. Júl 2008 21:07
af Matti21
Þetta heitir stöðurafmagn á íslensku. Þarft ekki að hafa mikklar áhyggjur af þessu. Snertu bara eitthvað jarðtengt af og til og ekki vinna í tölvunni á teppi

Annars hef ég séð svona bönd í tæknibæ -->
http://tb.is/?gluggi=vara_mynd&vara=5492
Re: ESD (Electrostatic discharge) hætta
Sent: Sun 27. Júl 2008 21:16
af Allinn
Matti21 skrifaði:Þetta heitir stöðurafmagn á íslensku. Þarft ekki að hafa mikklar áhyggjur af þessu. Snertu bara eitthvað jarðtengt af og til og ekki vinna í tölvunni á teppi

Annars hef ég séð svona bönd í tæknibæ -->
http://tb.is/?gluggi=vara_mynd&vara=5492
Já takk

skelli mér í þessa vöru
Re: ESD (Electrostatic discharge) hætta
Sent: Fim 18. Sep 2008 20:11
af jonsig
kanski nóg að snerta kassan , en til að fá jörð f. húsarafmagn þá væri sniðugt að krafsa í ofnin heima hjá þér og láta straumþjófin á málningalausan flöt
Re: ESD (Electrostatic discharge) hætta
Sent: Fim 18. Sep 2008 20:27
af KermitTheFrog
Re: ESD (Electrostatic discharge) hætta
Sent: Fim 18. Sep 2008 21:30
af jonsig
svo ef þú kaupir þetta ekki hjá computer.is þá get ég ekki ábyrgst að þú farir til himna.
Re: ESD (Electrostatic discharge) hætta
Sent: Fim 18. Sep 2008 21:51
af Matti21
frá Allinn Sun 27. Júl 2008
Ekki bömpa upp gamla þræði...
Re: ESD (Electrostatic discharge) hætta
Sent: Fim 18. Sep 2008 22:16
af ManiO
jonsig skrifaði:svo ef þú kaupir þetta ekki hjá computer.is þá get ég ekki ábyrgst að þú farir til himna.

Hvaða rugl ertu að tala um drengur?
Re: ESD (Electrostatic discharge) hætta
Sent: Fim 18. Sep 2008 23:40
af Blackened
jonsig skrifaði:kanski nóg að snerta kassan , en til að fá jörð f. húsarafmagn þá væri sniðugt að krafsa í ofnin heima hjá þér og láta straumþjófin á málningalausan flöt
Þú færð "jörð f. húsarafmagn" frá kassanum miðað við að kassinn sé tendgdur í innstungu með jarðsambandi
Jarðsambandið ferðast úr tenglnum.. eftir snúrunni og í powersupplyið.. og úr powersupplyinu í allann kassann
..Svo að ef að kassinn er í sambandi við jarðbundna innstungu (og raflögnin allt í lagi) þá er kassinn eins jarðbundinn og mögulegt getur orðið

Re: ESD (Electrostatic discharge) hætta
Sent: Fös 19. Sep 2008 02:55
af jonsig
ég vildi meina ef jarðbindingu er ábótavant.sem er oft í gömlum húsum þeas fyrst voru þau aðeins jarðbundin í eldhúsi og þvottahúsi en í dag auðvitað allstaðar og ef maður er með dýran búnað að vinna við þá hefði maður viljað vera 100% á því
Re: ESD (Electrostatic discharge) hætta
Sent: Þri 23. Sep 2008 08:26
af Selurinn
Erum við þá að tala um að tölvan verði að vera tengd við rafmagn svo að hún sé rafftengt ef maður ætlar að afhlaða sig með því að koma við kassan :S
Hefur ekki alltaf verið mælt með því að hún sé einmitt ekki í sambandi ef það er gert.
Re: ESD (Electrostatic discharge) hætta
Sent: Þri 23. Sep 2008 11:49
af ManiO
Selurinn skrifaði:Erum við þá að tala um að tölvan verði að vera tengd við rafmagn svo að hún sé rafftengt ef maður ætlar að afhlaða sig með því að koma við kassan :S
Hefur ekki alltaf verið mælt með því að hún sé einmitt ekki í sambandi ef það er gert.
Oftast á að vera veltihnappur á aflgjöfum, og mig grunar að hann rjúfi bara sambandið við strauminn en ekki jarðtenginguna, en þetta er eitthvað sem ég hef minnstu hugmynd um og eflaust einhver hér inni sem veit þetta með vissu.
Re: ESD (Electrostatic discharge) hætta
Sent: Þri 23. Sep 2008 12:04
af Blackened
Já það er betra að hafa kassann í sambandi við innstunguna og slökkt á veltirofanum sem ef aftaná.. þá helst jarðsambandið í kassanum 100%
En margir eru mjög smeykir við rafmagn og taka engann séns með svona hluti.. og þá er gott að jarðbinda sig með svona armbandi eða einhverju þessháttar