Síða 1 af 1

Tölvulistinn: Súperturn 6?

Sent: Þri 22. Júl 2008 23:06
af Frussi
Ég ætla að fara að versla tölvu og ég var að spá í þessari: http://www.tolvulistinn.is/vara/7118
Hvað segiði um hana og mæliði með einhverju öðru í svipuðum verðflokki?

Re: Tölvulistinn: Súperturn 6?

Sent: Þri 22. Júl 2008 23:11
af Gúrú
ENN EI, EEE NEI, UMM NEI OG Ó NEI

Þú verslar ekki 85 þúsund króna eldgamlan turn hjá tölvulistanum þegar að þú getur fengið svo MUN meira fyrir peningin hjá tölvutækni eða kísildal
http://tolvutaekni.is/product_info.php?products_id=1004 -_næstum_ allt af þessu er betra en það sem þú finnur í turninum hjá Tölvulistaliði... og það sem er ekki betra er í rauninni betra...

Thank god að þú spurðir áður en þú keyptir

Re: Tölvulistinn: Súperturn 6?

Sent: Þri 22. Júl 2008 23:16
af Frussi
Hehe, takk fyrir að beina mér á rétta braut :D Ég er búinn að vera svolítið lengi útúr tölvuheiminum svo ég er pínu riðgaður varðandi gæði hluta :lol:

Re: Tölvulistinn: Súperturn 6?

Sent: Mið 23. Júl 2008 10:03
af mind
Eldgamall turn ?
Það sem er ekki betra er í rauninni betra ?

Farið að hljóma svolítið eins og Mac auglýsing.

Re: Tölvulistinn: Súperturn 6?

Sent: Mið 23. Júl 2008 12:12
af hallihg
Bara ekki versla við tölvulistann í fyrsta lagi.

Hérna er Intel Core 2 Duo turn hjá Kísildal á 75 þúsund:

http://www.kisildalur.is/?p=2&id=774

Re: Tölvulistinn: Súperturn 6?

Sent: Mið 23. Júl 2008 12:52
af Halli25
hallihg skrifaði:Bara ekki versla við tölvulistann í fyrsta lagi.

Hérna er Intel Core 2 Duo turn hjá Kísildal á 75 þúsund:

http://www.kisildalur.is/?p=2&id=774

E6850 vs E7200 hmmmm 3.0GHZ með 4MB buffer vs 2.53GHz með 3MB buffer... =D>

að vísu nýrri kynslóð af skjákorti hjá Kíslinum :) Getið samt þakkað Tölvulistanum fyrir að við séum ekki að kaupa rándýrar HP og Dell turnvélar enn þann dag í dag eða jafnvel Medion vélar :D

Re: Tölvulistinn: Súperturn 6?

Sent: Mið 23. Júl 2008 18:36
af Klemmi
faraldur skrifaði:Getið samt þakkað Tölvulistanum fyrir að við séum ekki að kaupa rándýrar HP og Dell turnvélar enn þann dag í dag eða jafnvel Medion vélar :D


Þeir eru á svarta listanum mínum fyrir að selja mér Windows ME hér í denn. Bíð enn eftir skriflegri afsökunarbeiðni líkt og ég álít að allir sem hafi keypt það stýrikerfi eigi rétt á.

Re: Tölvulistinn: Súperturn 6?

Sent: Mið 23. Júl 2008 18:42
af hsm
Klemmi skrifaði:
faraldur skrifaði:Getið samt þakkað Tölvulistanum fyrir að við séum ekki að kaupa rándýrar HP og Dell turnvélar enn þann dag í dag eða jafnvel Medion vélar :D


Þeir eru á svarta listanum mínum fyrir að selja mér Windows ME hér í denn. Bíð enn eftir skriflegri afsökunarbeiðni líkt og ég álít að allir sem hafi keypt það stýrikerfi eigi rétt á.


Mig minnir að ég hafi stolið mínu Windows ME "Samt finnst mér að ég eigi að fá afsökunarbeiðni frá MS" :twisted:

Re: Tölvulistinn: Súperturn 6?

Sent: Mið 23. Júl 2008 19:07
af hallihg
faraldur skrifaði:
hallihg skrifaði:Bara ekki versla við tölvulistann í fyrsta lagi.

Hérna er Intel Core 2 Duo turn hjá Kísildal á 75 þúsund:

http://www.kisildalur.is/?p=2&id=774

E6850 vs E7200 hmmmm 3.0GHZ með 4MB buffer vs 2.53GHz með 3MB buffer... =D>

að vísu nýrri kynslóð af skjákorti hjá Kíslinum :) Getið samt þakkað Tölvulistanum fyrir að við séum ekki að kaupa rándýrar HP og Dell turnvélar enn þann dag í dag eða jafnvel Medion vélar :D


Hvað, áttu Tölvulistann eða?

Annars leit ég ekki ítarlega yfir þetta tilboð hjá Kísildal, ég fann bara eitthvað ekki of dýrt til þess eins að forða honum frá Tölvulistanum.

Re: Tölvulistinn: Súperturn 6?

Sent: Fim 24. Júl 2008 09:34
af Halli25
Til Hallihg: má alveg rökræða hvort þetta hafi verið ódýrara, budget örri í Kísilsdals vélinni.

TIl Klemmi: og þeir áttu að selja þér hvað í staðinn fyrir ME? Ekki tölvuverslanir sem þróa stýrikerfi dagsins í dag, t.d. núna fer að verða erfitt fyrir verslanir að selja eitthvað annað en Vista :)

Re: Tölvulistinn: Súperturn 6?

Sent: Fim 24. Júl 2008 10:27
af beatmaster
Eina stýrikerfið sem að ég hef ekki stolið er Windows ME og það finnst mér nóg réttlæting til að stela öllum hinum ;)

Re: Tölvulistinn: Súperturn 6?

Sent: Fim 24. Júl 2008 10:32
af Klemmi
faraldur skrifaði:TIl Klemmi: og þeir áttu að selja þér hvað í staðinn fyrir ME? Ekki tölvuverslanir sem þróa stýrikerfi dagsins í dag, t.d. núna fer að verða erfitt fyrir verslanir að selja eitthvað annað en Vista :)


Starfsmenn tölvuverslana eiga ekki að mæla með einhverju sem þeir þekkja ekki :) Ef ég hef ekki mikla reynslu af einhverju sem ég er að selja þá segi ég það bara, kúnninn skilur að maður geti ekki haft persónulega reynslu af öllum vörum innan verslunarinnar.
Eftir að hafa notað ME í tæpa viku þá var því hennt út og 98SE hennt upp, við það varð þetta allt önnur vél.
En svo má maður endalaust kvarta, eins og hvað manni finnst skrítið að fartölvuframleiðendur séu að láta frá sér vélar með 1gb í minni og Windows Vista, hvað þá öllum hugbúnaðinum sem fylgir svo aukalega og hægir á vélinni, það kemur bara illa út fyrir þá því tölvurnar virðast mjög hægar og leiðinlegar, þó svo að vélbúnaðurinn sé alveg að standa fyrir sínu.
Sama gildir um það, ég var sáttur með vélina sem ég fékk frá Tölvulistanum, en hún virtist algjört drasl á meðan ME var uppsett #-o